Færsluflokkur: Bloggar

Græna þruman heillar aftur landann í Söngvakeppninni

Ljósið á Þorranum 2020 (frá Euro blóminu)

Þessi vetur hefur verið þannig að lægðirnar hafa heimsótt landið okkar hver á eftir annarri og meira að segja þolinmóðasta fólkið sem lætur smá veður ekki trufla sig er alveg til í að veturinn fari að taka pokann sinn. Nú er Góan byrjuð og bjartara með hverjum deginum.

Ljósið í Þorrablótinu öllu sem hefur skemmt landanum síðan í byrjun janúar er að mínu mati tilhlökkunin mín um Söngvakeppnina árlegu. Þetta er svona hátíð sem ég elska pínulítið meira en jól og páska, sumir skilja ekki þessa dellu í mér, en frá því lögin eru kynnt fylgist ég með öllu sem viðkemur undirbúningi keppninnar og spila lögin aftur og aftur.

Lögin sem kepptu í ár eru rosalega góð og dáist ég að öllu þessu fólki sem leggur sína vinnu og krafta í að búa þetta allt saman til alveg frá lagi og texta í hljóðfæri söng og útsetningar.

Þau lög sem komust áfram til að keppa á úrslitakvöldinu 29. febrúar voru alveg 100 % og eru akkúrat lögin sem ég hefði kosið en ég kaus ekki í símakosningunni, þetta voru bestu lögin og bestu flytjendurnir og eiga þau svo skilið að vera á þeim stað, einnig lagið sem var valið sem eitt lag enn (Echo með Nínu).

Hef lúmskt gaman að fólki sem hefur ekki áhuga á söngvakeppnum og ef þetta berst í tal þá kemur alltaf sama romsan og fólk segir alltaf: þetta eru alltaf svo glötuð lög, ekkert varið í þetta í ár, þá bendi ég viðkomandi á að við þurfum nú ekkert að dæma lögin nema vera búin að hlusta á þau og við verðum að bera ákveðna virðingu fyrir þeim sem leggja sína vinnu í að búa til tónlistina í landinu okkar og koma sínu á framfæri, húrra fyrir ykkur lagahöfundum og flytjendum.

Ég get ekki beðið eftir að horfa á úrslitin og í raun elska ég öll þessi lög og held því fram að þetta sé með sterkustu og jöfnustu úrslitum sem hafa verið lengi.

Þá er komið að mínum vangaveltum og spám:

Röðin á laugardaginn er svona:

Meet me halfway /Klukkan tifar

Flytjendur:
Ísold og Helga
Lagahöfundar:
Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson
Textahöfundur, íslenska:
Stefán Hilmarsson
Textahöfundar, enska:
Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán Hilmarsson

Rosalega flott lag frá höfundum og flutt af nánast óþekktum söngkonum sem komu svo sannarlega á óvart, Ísold er með einstakan tón í röddinni sem fer vel í þessu lagi og Helga neglir þetta bæði sönginn og framkomuna á sviðinu, virkilega vel gert og er ég spennt að sjá hvernig þær breyta atriðinu sínu og raddirnar þeirra hljóma vel saman. Hef ekki trú á að lagið komist í einvígið og myndi ekki ná í gegn í keppninni í maí.

 

Think about things /Gagnamagnið

Flytjandi:
Daði og Gagnamagnið
Lagahöfundur:
Daði Freyr
Textahöfundur, íslenska:
Daði Freyr
Textahöfundur, enska:
Daði Freyr Pétursson

Ég var aðeins hrædd um að það kæmi endurtekið efni frá Daða og Gagnamagninu og fannst lagið pínu líkt laginu frá því 2018 en þegar ég hlustaði á þau bæði þá var niðurstaðan mín sú að lagið í ár er miklu betra lag. Ég er greinilega með smá nörda húmor í mér því ég elska allt sem Daði Freyr gerir, hann hittir af einhverjum ástæðum alltaf í mark með þessu látlausa og hálf vandræðalega atriði, þetta er svo úthugsað og heiðarlegt og með geggjuðum húmor á bak við, hann hefur eitthvað sem flestir elska. Fyrir utan hvað tónlistinn hans er æðislegt tölvupopplegt eighties thing. Svo er hann svo góður söngvari sem ég held að ekki allir sjái, t.d. allar ábreiðurnar sem hann hefur tekið og flutt á stórkostlegan hátt. Það er hálf þjóðin farin að dansa Gagnamagns dansinn, elska svona áhrif. Ég fer ekkert í felur með hrifningu mína á þessu atriði, ég er alveg á Daða vagninum. Ekki sannfærð um að Evrópa gleypi strax við þessu frekar en Silvíu Nótt eða Pollapönk en tónlistinn er geggjuð. Geri ráð fyrir að þau komist í einvígið.

Echo /Ekkó

Flytjandi:
Nína
Lagahöfundur:
Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez
Textahöfundar, íslenska:
Þórhallur Halldórsson og Einar Bárðarson
Textahöfundar, enska:
Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan, Sanna Martinez

Mjög flott og vel gert lag sem á eftir að njóta vinsælda og ég dáist að Nínu þessari ungu og glæsilegu söngkonu sem á framtíðina fyrir sér, hún er með stáltaugar og klikkaði ekkert í atriðinu því ég veit hvað þetta er mikið álag að standa á svona sviði og hvað þá í fyrsta skipti í beinni útsendingu. Ég geri ekki ráð fyrir að þetta sé Eurovision lagið okkar svo mér finnst að það eigi ekki að fara í einvígið.

Oculis videre

Flytjandi:
Íva
Lagahöfundar:
Íva Marín Adrichem og Richard Cameron
Textahöfundar, íslenska:
Íva Marín Adrichem og Richard Cameron
Textahöfundar, enska:
Richard Cameron

Dáleiðandi taktur og á vissan hátt eitthver gamall íslenskur bragur á tónlistinni í byrjun,en svo vex lagið og Íva heldur áfram að dáleiða áhorfendur og hlustendur. Ég held að í þessu lagi sé exfactor sem gæti komið okkur langt í stóru keppninni, ef Íva nær að vera öruggari og gera eitthvað við hendurnar á sér og atriðið verði betur útfært þá á hún fullt erindi til að fara fyrr Íslands hönd til Rotterdam í maí. Hún ætti að komast auðveldlega í einvígið ef vel gengur með flutninginn.

Almyrkvi

Flytjandi:
DIMMA
Lagahöfundur:
DIMMA
Textahöfundur, íslenska:
Ingó Geirdal

Ég er aðeins í vandræðum með Almyrkvan hjá Dimmu, veit ekki alveg hvap mér finnst þetta lag er grípandi kraftmikið lag og væri sigurstranglegt ef það væru ekki svona mörg góð lög eða jafnvel betri. Ég yrði alveg ánægð og stolt ef þeir færu í stóru keppnina í maí en ekki viss með árangur. Þeir gætu endað í einvígi við Ívu eða Daða því þeir eiga stóran aðdáendahóp.

Lokaorð

Ég held að Íva sigri ef flutningur verður góður annars er það græna þruman og hæfileikabúntið Daði Freyr sem tekur þetta.

Kæru vinir njótið veislunnar á laugardaginn, ég elska þetta.

Euroblómið fyrir vestan


Söngvakeppnin kemur okkur í gegnum veturinn

Uppáhaldstíminn minn er komin enn og aftur.

Eftir jólin þá tekur oft við dimmur og langur tími og oft á tíðum vont veður eins og er búið að vera núna í vetur, þá er gott að hafa eitthvað skemmtilegt um að vera. Ég hef alltaf jafn gaman að þessum tíma eins og þið vitið sem þekkið mig.

Ég hlusta á öll  íslensku lögin sem taka þátt og þökk sé Spotify þá getur maður hlustað hvar sem er og hvenær sem er. Ég er búin að hlusta á lögin svona cirka 100 sinnum (já ég veit ég er klikk) og fylgjast með Rúv snappinu og kynnast þátttakendum.

En þessi blessaða símakosning er ekki alltaf að gera sig því miður og oft verða úrslitin ekki alltaf sanngjörn og ekki endilega besta lagið valið til að fara út fyrir okkar hönd.

Í ár er ég orðin svo þroskuð að ég ætla ekki að vera svekkt yfir því lagi sem fer út, vera bara æðrulaus og segja svo ef að það gengur ekki vel, "ég sagði ykkur þetta" 

Bið ég því alla að taka símana af börnum og unglingum á næstu helgi , því þau kunna ekki að velja þetta sem passar á stóra sviðið úti í Portugal. Ekki viljum við lenda í því aftur að senda óreynt fólk, þó vissulega sé til ungt fólk sem er með stáltaugar, þá er það ekki allra að standast þetta álag.

En lögin sem keppa laugardaginn 3.mars eru:

Our choice

Flytjandi: Ari Ólafsson

Lagahöfundur/textahöfundur: Þórunn Erna Clausen

Mín umfjöllun: Fyrst þegar ég heyrði þetta lag fyrst á Spotify þá vakti það ekkert sérstaklega athygli mína, svo fylgdist ég með Ara á Rúv snappinu og horfði svo á hann syngja lagið og þar með var ég kolfallin fyrir honum. Þvílík útgeislun hjá drengnum, Eurovision aðdáendur hafa líkt honum við Johnny Logan. Hann er rosalegur söngvari og sjarmatröll. Trúi því og vona að hann fari í einvígið.

Kúst og fæjó

Flytjendur:Heimilistónar

Lagahöfundur/textahöfundur: Heimilistónar

Mín umfjöllun: Skemmtilegt og frumlegt atriði með kjellingunum í Heimilistónum, einhverjir hafa grínast með að þær séu mömmur Pollapönkaranna sem við völdum út hér um árið. Sönglega séð er Ólafía Hrönn ekki nógu sterk undir álagi en ég lofa að ég verð ekki brjáluð þó þær fari út en að mínu mati erum við búin með þennan djók pakka.

Battleline

Flytjendur: Fókus hópurinn

Lagahöfundur/textahöfundur: Michael James Down, Primoz Poglajen/ Jonas Gladnikoff, Þórunn Erna Clausen

Mín umfjöllun: Flottur hópur af krökkum úr The Voice Ísland, lagið er gott og grípandi en raddirnar ekki allar jafn sterkar fyrir minn smekk, vona að þau komi sterk inn og í flottari búningum, hef ekki trú á þeim í einvígið.

Í stormi

Flytjandi: Dagur Sigurðsson

Lagahöfundur/textahöfundur: Júlí Heiðar Halldórsson/ Þórunn Erna Clausen

Mín umfjöllun: Þetta lag vinnur mikið á og heillar mann í flutningi, held þetta gæti fangað Evrópu, vona að hann komist í einvígið.

Here for you

Flytjendur: Áttan: Egill Ploder Ottósson og Sonja Valdin

Lagahöfundur/textahöfundur: Egill Ploder Ottósson, Nökkvi Fjalar Orrason

Mín umfjöllun: Vinsælar samfélagsmiðla stjörnur barna og unglinga, vona að einhver grípi í taumana og slökkvi á símum, ef þau standa sig ekki betur en síðast. Treysti ekki á styrk þeirra til að fara á stóra sviðið.

Gold digger

Flytjandi: Aron Hannes Emilsson

Lagahöfundur/textahöfundur: Sveinn Rúnar Sigurðsson,Jóel Ísaksson, Oskar Nyman/ Valgeir Magnússon, Tara Nabavi

Mín umfjöllun: Flottur smellur sem er mjög svipaður og í fyrra hjá höfundi og flytjanda. Mjög flottur strákur sem gæti alveg farið alla leið en hef ekki trú á að það geri stóra hluti. Má alveg fara í einvígið mín vegna.

Lokaorð

Þetta er mín skoðun og þarf hún ekki endilega að endurspegla skoðun þjóðarinnar. Vona að ég særi engan með þessu áliti mínu.

ást og friður.

Ég held með Ara og Degi og megi sá sem stendur sig betur á laugardaginn vinna.

Yfir og út

Blómið sem fer brátt að komast á fastan stað á "nýjum slóðum".

AB


Tonight again is this love bammbaramm hyponotised paper make your way back home

Árið er 2017 og tíminn flýgur áfram eins og hann sé á stöðugum flótta undan einhverju. Árin líða og nú er komið að Söngvakeppninni/Eurovision sem er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og mörgum öðrum þó margir vilji ekki viðurkenna að hafa gaman að þessu þá hafa flestir sem ég þekki skoðun á þessu og er það frábært þó álit og gagnrýni séu misdjúp og ekki allir sem stúdera þetta eins, sumir hlusta bara á lögin sem eru í útvarpinu aðrir spila lögin aftur og aftur og rýna í allt eins og ég geri, ég reyni að hafa jákvæða sýn á allt sem við kemur þessari keppni og eins og ég hef sagt áður þá er ég þakklát fyrir þetta undur sem tónlist er og að fólk skuli semja lag og texta og leggja mikla vinnu í að útsetja og listamennirnir sem eru fengnir í að flytja þetta leggja mikla vinnu á sig, allt er þetta fólk stútfullt af hæfileikum og ættum við að vera stolt af þessu í staðinn fyrir að dæma og setja út á.

Þegar það kom samsett mynd af mörgum keppendum  á eina andlitsmynd á Facebook síðu RÚV þá byrjuðum við nördarnir að stúdera og giska hverjir væru nú að flytja lögin í ár þá héldu margir að það væru margir gamlir og reyndir en svo kom í ljós að flestir voru nýliðar í söngvakeppninni og svo gaman að gefa nýju fólki tækifæri.

Lögin sem eru talin upp hér að neðan eru að keppa til úrslita 11. mars n.k. og ætla ég sem fyrr að gefa mitt álit með smá útskýringum. Ég er óendanlega spennt og hlakka mikið til að horfa á þessa veislu á laugardaginn heima í sófa, einbeitningin er slík að ég sit yfirleitt ein í sófanum og hinir á heimilinu farnir að gera eitthvað annað því það má ekki tala eða trufla, þetta er heilög stund hjá mér.

Hér er álit mitt:

1. Tonight (900 9901)

Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Flytjandi: Aron Hannes

Flottur smellur með flottum og grípandi takti, Grundfirðingurinn Aron Hannes er að stimpla sig inn í popp bransann með þessum flutningi,  þetta er þannig lag að það er erfiðara að hafa það flott og vel sungið í lifandi flutningi en ég var bara nokkuð sátt við hann í undankeppninni, hann var að dansa og hreyfa sig á sviðinu og gerði þetta eins vel og hægt er. Ég gæti trúað að hann endi í einvíginu og endi í öðru sæti. 

2. Again (900 9902)

Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir

Hvað er hægt að segja ? þarna er á ferðinni dáleiðslustund !  Rakel Pálsdóttir stolt allra Skagamanna þessa dagana er að heilla alla þjóðina með flutningi sínum ásamt Arnari Jónssyni sem er ekki síður hæfileikaríkur. Þegar maður heyrir lagið í útvarpinu þá byrjar Rakel að fanga mann með háum, hreinum og tærum upphafstónum og fer svo niður á dýpri tóna og gerir það alveg jafn vel og þau flytja þetta fallega lag eins og sannir fagmenn og eru algjörlega að slá í gegn, þau höfðu það umfram aðra keppendur að raddirnar þeirra voru óaðfinnanlegar í lifandi flutningi og er það ekki allra að hafa allt þetta vald á röddinni, vel gert Rakel og Arnar. Flott föt og fylgihlutir í þessu atriði sem ég verð að minnast á, koma frá Svövu og Heiðu í Ræmunni Kópavogi, íslensk hönnun og kjóllinn sem Rakel er í er alveg eins á litinn og augun hennar.  Þau ættu skilið að fara í einvígið og alla leið en hef samt ekki trú á að þetta sé rétta Eurovision lagið.

3. Hypnotised (900 9903)

Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink
Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor
Flytjandi: Aron Brink

Nútímalegt lag með hinum unga Aroni Brink, hann er rísandi stjarna og er að gera þetta mjög vel og lagið er grípandi með hröðum takti, og gaman að sjá þau sem eru með honum að dansa og syngja, þau voru þátttakendur í Voice Íslandi. Fannst hann ekki alveg öruggur á tónunum í lifandi flutningnum og held að hann sé ekki kominn nógu langt til að fara alla leið en hann höfðar samt pottþétt mikið til krakka. Held að hann verði nálægt því að komast í einvígið og endi í 3.-4. sæti.

4. Bammbaramm (900 9904)

Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir
Flytjandi: Hildur

Wild card – Svarti Pétur.  Hildur krúttabína er komin aftur og er að berja inn í okkur Bammbaramm baramm bamm taktinn sinn, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Ég er hef lúmskt gaman að Hildi, ég á í svona ást/hatur sambandi við tónlistina hennar ðŸ˜Å , finnst æðislegt hvað hún er hún sjálf alltaf og frábært að fá hana og hennar tónlist í keppnina. Ég hef samt ekki trú á að hún verði í toppslagnum.

5. Make your way back home (900 9905)

Lag og texti: Rúnar Eff
Flytjandi: Rúnar Eff

Rúnar Eff svalur töffari frá Akureyri með mjög flott lag sem er með flottum gítar og píanó tónum og stígandi takti og geggjuðum bakröddum sérstakleg í kafla í mínútu 2:18, hann er með landslið bakraddanna, hann er flottur flytjandi og lagið vinnur mjög á og er í uppáhaldi hjá mér. Hann gæti alveg endað í einvíginu, en samt er þetta ekki hið eina sanna Eurovision lagið, við höfum prófað að senda svona lög út og ekki fengið neina athygli.

6. Paper (900 9906)

Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise
Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise
Flytjandi: Svala

Byrjar á flottum trommutakti sem er pínu Eurovisionlegt, þetta er Svala Björgvins sem er loksins flytjandi sjálf í keppninni og frábært að fá að sjá hana á sviði því það er ekki oft sem við höfum séð af henni síðustu ár. Þarna er á ferðinni poppsmellur sem gæti náð mjög langt, hún er örugg og flott í lifandi flutningi sínum og með stílinn á hreinu. Já já Svala þú mátt alveg negla þetta í ár. Spái henni sigri eins og margir.

7. Is this love? (900 9907)

Lag og texti: Daði Freyr Pétursson
Flytjandi: Daði Freyr Pétursson

Hinn hávaxni og hógværi Daði Freyr og Gígabætin sem enginn tók eftir fyrr en hann mætti á sviðið í undankeppninni og vann mörg tónlistarhjörtu á sitt band með sérstakri sviðsframkomu sinni, lagið sem margir eru að fíla í tætlur eftir flutning hans, þetta er svona 80´s  tölvupopp með reggie stæl og grípur mann eftir nokkra hlustun. Hann er með góða söngrödd og greinilega hæfileikabúnt. Ég hef ekki trú á að hann endi í einvíginu en hann gæti samt stolið senunni og komið öllum á óvart.

 

Mín spá í stuttu máli Svala og Aron Hannes í einvígið og Svala sigrar. Eða Svala og Daði í einvígi.

Takk fyrir að lesa smile

Euroblómið sem eldist hratt á gervihnatta öld cool


Íslensk tónlistarveisla með Evrópukeim

Eurovision/Söngvakeppnis blogg enn á ný og árið er 2016

Heilt ár liðið frá síðasta bloggi 

Uppáhalds dagurinn minn er í dag, laugardagur og tónlistarveislan í hámarki þessa dagana. Alltaf jafn gaman cool

Hef lesið á samskiptamiðlunum að í ár sé ekkert varið í lögin í söngvakeppninni. Ég get ekki verið sammála því, mjög auðvelt fyrir fólk á bak við tölvuskjá að skjóta svona setningum út á alnetið án ábyrgðar og oft á tíðum án þess að hafa verið að fylgjast með þessu efni með kveikt á athyglinni. Ég ber virðingu fyrir þeim sem senda inn lögin, þeim sem velja lögin, og flytja lögin og öllum þeim sem vinna við undirbúning á svona keppni, það liggur gríðarleg vinna að baki hjá þessu fólki og allir eru að gera sitt besta, og leggja mikla vinnu í þetta. 

Það er mikið af nýju fólki sem hefur verið að syngja í keppninni í ár og er það gaman en við verðum samt að passa að velja fólk með smá reynslu.

Mig langar ekki til að fara á keppnina til að vera í salnum, finnst betra að sjá og heyra í sjónvarpinu.

Finnst lögin í kvöld misjafnlega Eurovision-leg en er nokkuð til í dag sem heitir Eurovision-legt ?, þetta er orðið svo fjölbreytt en gaman að sjá að alltaf gætir einhverra áhrifa frá fyrri keppnum. Ég er líka búin að vera að hlusta á gömul söngvakeppnislög sem hafa verið í undankeppnum og það er broslegt að heyra hvað sum lögin eru mörg með sama stílinn, eins og t.d. Geirmundar sveiflu á tímabili.

Ég er alltaf að reyna að minna sjálfa mig á að þessi keppni snýst ekki lengur um sönghæfileika heldur show, en ég ætla að gefa álit mitt svona beggja blands.

Góða skemmtun öll sem eitt, bæði aðdáendur, flytjendur og höfundar

 Hér er mitt álit:

- 900-9901 Hear them calling

Flytjandi: Greta Salome Stefánsdóttir

Lag: Greta Salome Stefánsdóttir Texti: Greta Salome Stefánsdóttir

Ég tók ekki eftir þessu lagi fyrr en í annarri eða þriðju hlustun og hreifst mjög af því, ofboðslega vel gert hjá Gretu og flott atriði, kannski pínulítið of mikið svart. Vel sungið og flott hvernig hún beitir röddinni í þessu lagi í upptökunum og vona að henni takist eins vel upp í beinni útsendingu. Það er skemmtilegt að heyra áhrif hljómsveitarinnar Of monsters and men í laginu og mér finnst það mjög flottur kafli þar sem blásturshljóðfærin koma. Svo er grafíkin líka mjög flott. Sumir hafa sagt að þetta sé of líkt fyrrum framlögum Svía en það truflar mig ekki. Ég held með þessu lagi og spái því í toppslaginn og verð ánægð ef þetta verður okkar framlag í Svíþjóð.

 

- 900-9902 I promised you then

Flytjandi: Hjörtur Traustason og Erna Hrönn Ólafsdóttir

Lag og texti: Þórunn Erna Clausen

Dásamleg rokkballaða, þarna er á ferðinni ein besta rokk ballaða á Íslandi, það er X-Factor í þessu lagi sem kemur ekki oft fyrir í söngvakeppninni á Íslandi en oftar í Svíþjóð og Danmörku. Erna Hrönn er örugg og góð í sínum flutningi eins og áður, félagi hennar sjarmatröllið Hjörtur á góða spretti í laginu en ég er aðeins hrædd við hans tóna, mér finnst hann leika sér aðeins of mikið með tónana og í undankeppninni fannst mér upphafs tónarnir hjá honum ekki góðir í sjónvarpsútsendingunni, vonandi er búið að lagfæra þetta fyrir kvöldið. Ég er virkilega hrifin af þessu lagi og textinn hrífur mann með sér, á köflum finnst mér þetta vera stjörnulag eins og lögin hans Bryan Adams (ekki slæmt að vera líkt við hann). Ég veit ekki hvort Evrópa tæki eftir þessu lagi en eins og ég sagði, þá er eitthvað við þetta lag.

 

– 900-9903  Eye of the storm

Flytjandi: Karlotta Sigurðardóttir

Lag og texti: Kristinn Sigurpáll Sturluson, Ylva Persson og Linda Persson

Töffaralag sem er með flottum takti og með sniði sem ég hef ekki séð áður í þessari keppni. Karlotta er rosalega flott söngkona og gerir þetta virkilega vel, hlakka til að sjá þetta flutt í kvöld. Geri samt ekki ráð fyrir að Karlotta sé tilbúin í stóru keppnina og held að þetta verði ekki okkar framlag í Svíþjóð.

 

900-9904   Ready to break free
Flytjendur: Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson.
Lag og texti: Júlí Heiðar Halldórsson, Guðmundur Snorri Sigurðarson

Öðruvísi lag með flottu rappi, lagið er í heild mjög flott og flottur bassi í því. Það er samt eitthvað við sönginn hjá Þórdísi sem truflar mig, þó hún sé flott söngkona finnst mér eins og hún sé ekki með réttu röddina til að syngja á móti rapparanum sem er hörkuflottur, finnst vanta meiri kraft og ákveðni í hana. Held þau séu ekki að fara að vinna þetta nema kannski vegna símakosningar.

 

– 900-9905    Á ný
Flytjandi: Elísabet Ormslev

Lag og texti: Greta Salome Stefánsdóttir 

Eina lagið í kvöld sem er sungið á Íslensku. Fagmannlegt lag með flottum rythma og dásamlegum tónum. Vissi ekki að þessa stelpa Elísabet Ormslev væri til fyrr en hún kom fram í The Voice þættinum og er hún upprennandi stjarna, Adell okkar íslendinga. Hef ekki mikla trú á að svona rólegt lag nái langt í keppninni því miður.

 

– 900-9906   Now
Flytjandi: Alda Dís Arnardóttir

Lag og texti:Alma Guðmundsdóttir og James Wong

Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta lag, einlægt og krúttlegt, eflaust góð lagasmíði. Alda Dís er ný stjarna á Íslandi og er mjög góð söngkona, verður gaman að sjá hvernig gengur hjá henni í kvöld, ég yrði alveg sátt ef það fer í keppnina ef vel gengur í kvöld.

 

Við brenndum okkur á því 2015 að senda unga og óreynda söngkonu í keppnina, veit ekki hvort það var lagið eða söngkonan sem klikkaði í fyrra,  en vonandi sendum við flott lag, atriði og öruggan flytjanda út 2016, svo plís ekki kjósa bara eitthvað, sendum eitthvað sterkt og gott.

Eftir góða hlustun á lögin í gegnum þessi skrif þá er mitt álit að besta lagið er: I promised you then, Flytjandi: Hjörtur Traustason og Erna hrönn Ólafsdóttir Lag og texti: Þórunn Erna Clausen

Og þau lög sem ég vil að berjist um toppinn í kvöld eru: I promised you then, Hear them calling og Now.

 

 

Yfir og allt um kring

Takk fyrir að lesa.  

Europæjan

 

 

 

 


Piltur og stúlka Dance slow, Once again and Feathers Fly Unbroken í Milljón augnablik

 

Eurovision/Söngvakeppnis blogg enn á ný og árið er 2015

Uppáhalds dagurinn minn er í dag, laugardagur og tónlistarveislan í hámarki þessa dagana.

Ég er búin að vera að fylgjast með söngvakeppnum vegna Eurovision í fleiri löndum en Íslandi, þetta er alveg besti og skemmtilegasti tíminn.

Ég lék mér enn og aftur að því að raða nöfnunum á lögunum upp í status og bætti bara við orðunum and og í.  Kemur bara skemmtilega út núna.

Hér fyrir neðan er mitt álit á lögunum og mín spá sem ég hef rosalega gaman að, vona að þið skemmtið ykkur vel. Það ætla ég að gera.

Mér finnst íslenska söngvakeppnin aðeins skemmtilegri en hin stóra keppnin því þar eru að koma fram flottir og hæfileikaríkir flytjendur sem við könnumst við. En mér finnst það smá galli að það sé bara símakosning sem ráði alfarið hvaða lög komast lengst, væri til í dómnefnd að hluta, veit reyndar ekki hvort það sé svoleiðis í kvöld.

Ég þekki fáa sem rannsaka þetta eins og ég geri, það er hvert einasta smáatriði skoðað og hlustað, og þetta er heilög stund þegar flutningurinn byrjar, þá má ekki tala eða trufla, örugglega þokkalega óþolandi að vera nálægt mér, og sit ég því oftast ein yfir þessu J og leiðist það ekkert.

Eiginlega betra að sitja heima og horfa heldur en að vera í salnum.

Finnst öll lögin flott í kvöld og held ekkert sérstaklega upp á neitt, en er meira skotin í nokkrum þeirra.

Góða skemmtun öll sem eitt, bæði aðdáendur, flytjendur og höfundar

 Hér er mitt álit:

- 900-9901


Fly

Flytjandi: CADEM

Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors
Texti: Daníel Óliver Sveinsson, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson 

Já, minnir á 80´s popp, hef alltaf verið veik fyrir því. Textinn nær ekki að að skila sér nógu skýrt hjá þeim vegna hraða lagsins, enska útgáfan er betri og þetta er góð tilbreyting fyrir okkar keppni, hefur svona sjarma sem maður sér ekki oft í keppninni hér. Held reyndar að þetta sé ekki nógu gott til að komast í toppslaginn.

- 900-9902

Feathers

Flytjandi: SUNDAY
Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson

Fannst þetta alveg furðulegt lag í fyrsta skiptið sem ég heyrði það, en það vinnur vel á og er töff lag og Hildur Kristín er virkilega flott týpa og svo syngur hún best af öllum í keppninni núna, þetta gæti komið á óvart, gæti alveg hugsað mér að senda það út.

– 900-9903

Piltur og stúlka
Flytjendur: Björn og félagar
Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson 

Þetta lag greip mig strax við fyrstu hlustun og er flutt af miklum fagmönnum og er mjög sannfærandi, ég veit ekki hvort Björn Jörundur myndi ná að sjarma Evrópu, við erum orðin svo vön röddinni hans sem er svo sérstök, en kannski er hún bara ekkert spes ef maður hefur aldrei heyrt hana áður, það er engin með svona rödd eins og hann.  En ég er alveg til í að taka sénsinn ef það vinnur. Já já Bjössi er ekkert orðin of gamall, hann er fæddur sama ár og ég J.

– 900-9904

Unbroken
Flytjandi: María Ólafsdóttir
Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson 

Ágætt lag og það er mjög sérstakt að mér finnst mörg lögin í kvöld með fallega melodíu en finnst eins og textinn passi ekki við lagið í nokkrum þeirra og þetta er eitt þeirra en enskan kemur betur út.  En María gerir þetta vel og gæti vel unnið þetta í kvöld

– 900-9905

Dance Slow
Flytjandi: Elín Sif Halldórsdóttir
Lag og texti: Elín Sif Halldórsdóttir 

Flott lag hjá Elínu Sif, en finnst að það mætti heyrast sterkar í henni, væri gaman að senda hana út en held því miður að hún sé ekki tilbúin í það. Spái henni ekki í toppslaginn.

 

 

– 900-9906

Once Again
Flytjandi: Friðrik Dór
Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson
Texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór

Þetta lag snerti mig strax og ég heyrði það, þetta er svona vellíðunarlag, einlægur texti og ekki margir sem geta sungið það eins og Friðrik Dór, hann gerir þetta ágætlega með sinni háu rödd sem bregst honum stundum, held þetta sé alveg tilbúið í stóru keppnina ef Friðrik æfir sig vel og getur valdið þessu lagi. Já já sátt við ef það vinnur.

– 900-9907

Milljón augnablik
Flytjandi: Haukur Heiðar
Lagi: Karl Olgeir Olgeirsson
Texti: Haukur Heiðar Hauksson og Karl Olgeir Olgeirsson

Skil ekki hvað þetta lag er að gera í úrslitum, kannski fínasta lag en flutningurinn ekkert að ná manni. Vona að það fari ekki út.

Takk fyrir mig njótið kvöldsins.

Takk fyrir að lesa.  

Euroshopper

 


Það er Von Eftir eitt lag að Lífið kviknar á ný með Amor Þangað til ég dey og enga fordóma !

Er virkilega komin febrúar ? Og enn og aftur komin tími á Eurovision/Söngvakeppnis Blogg frá evrópsku garðplöntunni

Skil ekki þennan ótrúlega áhuga hjá mér á söngvakeppnum og þá sérstaklega þegar við Íslendingar veljum okkar framlag til að senda frá okkur og alltaf trúum við því jafn heitt að nú séum við „með etta“ og draumur okkar um sigur sé handan við hornið. Og byggjum við skýjaborgirnar alveg hátt hátt upp sem er bara alltaf jafn gaman.

Maður á alltaf að vera bjartsýnn og vongóður.

Allavega er ég alveg sátt við þessi 6 lög sem keppa á morgun.

Ég lék mér aftur að því að raða nöfnunum á lögunum og bætti bara við orðunum það, að, og með.  Kemur alltaf jafn skemmtilega út.

Ég set enn og aftur hér að neðan mitt álit á lögunum og mína spá sem ég hef rosalega gaman að, vona að þið skemmtið ykkur jafn vel og ég.

Ég er svo meðvirk að mér finnst öll lögin bara svo flott. En mér finnst alltaf eitthvað vanta upp á hjá okkur, við erum ekki með þennan sjarma á flutningi og sviðsframkomu eins og t.d frændur okkar Danir.

Ég verð heima í sófanum annað kvöld og ætla að njóta þess að horfa og hlusta á þessa dásamlegu árlegu skemmtun og óska öllum góðs gengis.

Ég er svo spennt...

Letz go

 

Þangað til ég dey - 900-9901

flytjendur og höfundar lags og texta - F.U.N.K.

Já, mér finnst þetta mjög töff lag, hef alveg trú á því, en ég held að það komist ekki í topp slaginn.

 

Amor - 900-9902

höfundur lags og texta Haukur Johnson Flytjandi Ásdís María Viðarsdóttir

Mér fannst þetta drungalegt og skrítið lag í fyrstu skiptin sem ég sá það en það vinnur á og ég held að þarna sé smá brot af þessu sem ég er að tala um að t.d. Danir hafi, vonandi gengur Ásdísi vel á morgun ef  hún klikkar ekki væri ég alveg til í að leyfa þessu lagi að vera okkar framlag en hef ekki trú á að það fái næga kosningu. Svo finnst mér málningin framan í henni ekki nógu smart.

 

Lífið kviknar á ný – 900-9903

höfundur lags og texta  Karl Olgeir Olgeirsson – Flytjandi  og textahöfundur Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Flott lag og flott leik- og söngkona,  gaman að fá svona nýtt, þetta gæti alveg  gengið en það er eitthvað við textann, mér finnst hann sunginn alltof  hratt og það er eins og hann passi ekki alls staðar jafn vel, gæti alveg trúað að  hann væri flottur á ensku. Held að þetta gæti endað í baráttunni um sigur.

 

 Von – 900-9904

höfundur lags og texta Jóhann Helgason  – flytjandi Gissur Páll Gissurarson

Skrítið að velja svona söngvara, en laglínan er alveg dásamlega falleg en ég held að við séum ekki að fara að slá í gegn í evrópu með þetta framlag.  Skil ekki alveg af hverju þetta er í úrslitum.  Verð hissa ef það verður með mörg atkvæði.

 

Eftir eitt lag – 900-9905

Ásta Björg Björgvinsdóttir  höfundur lags og Bergrún Íris Sævarsdóttir – höfundur texta

Flytjandi Greta Mjöll Samúelsdóttir

Þetta lag er eitthvað heillandi, en smá kjánalegt líka, en það er bara sætt, það grípur mann strax og svoleiðis eru lögin sem við erum að leita að. Þetta er eiginlega uppáhalds lagið mitt í keppninni. Hef trú á því.

 

Enga fordóma – 900-9906

flytjendur og höfundar lags og texta  Pollapönk

Já það er blessuð blíðan.... æ ég veit ekki, er smá hrædd við þetta lag. Er ekki hrifin af pönki og ég held að þetta lag hafi verið samið á 10 mínútum. En textinn er með boðskap sem margir eru hrifnir af og svo eru það pollarnir sem vilja kjósa þá. Sjáum hvað gerist....ef þetta verður okkar framlag þá þið um það. En ég ætla að hætta þessum fordómum.

Njótið lífsins og kvöldsins.

Takk fyrir að lesa.  Heart

Europris 


Játning, ef einhver vissi það ekki, ég elska Eurovision !

Eurovision jibbí jei

Þetta fljótheita blogg verður að duga að sinni, tíminn líður hratt á gervihnatta öld, hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld, þetta er vel skrifað hjá höfundi texta Gleðibankans og hverju orði sannara.

Rosa mikið af flottum söngkonum í keppninni í ár, set hér inn lögin og flytjendur í röð og lita þau Græn  = held þau komst áfram Rauð = held því miður ekki og Blá =það er smá séns á að þau komst áfram.

Ég set svo inn stærra blogg um keppnina á laugardaginn og svona eins og þetta fyrir fimmtudaginn líka.

Semi 1        14. maí

1.         Austria    Natália Kelly   Shine  

2.       Estonia    Birgit    Et Uus Saaks Alguse  

3.       Slovenia    Hannah    Straight Into Love

4.       Croatia   Klapa s mora   Mižerja

5.       Denmark   Emmelie de Forest    Only Teardrops

6.       Russia    Dina Garipova    What If

7.       Ukraine    Zlata Ognevich    Gravity

8.       The Netherlands    Anouk    Birds

9.       Montenegro    Who see     Igranka

10.      Lithuania    Andrius Pojavis    Something

11.        Belarus     Alyona Lanskaya     Solayoh

12.      Moldova    Aliona Moon    O Mie

13.      Ireland    Ryan Dolan    Only love survives

14.      Cyprus   Despina Olympiou   An Me Thimasai

15.      Belgium     Roberto Bellarosa   Love kills

16.      Serbia    Moje 3    Ljubav Je Svuda

http://www.google.is/#hl=is&sclient=psy-ab&q=eurovision+2013+hva%C3%B0+komast+m%C3%B6rg+l%C3%B6g+%C3%A1fram&oq=eurovision+2013+hva%C3%B0+komast+m%C3%B6rg+l%C3%B6g+%C3%A1fram&gs_l=serp.3...5722.15338.0.15592.37.34.1.0.0.4.376.5943.0j26j2j6.34.0...0.0...1c.1.12.psy-ab.F_ltBOAjkVQ&pbx=1&bav=on.2,or.r_qf.&fp=4d1a0aca493a42bc&biw=1280&bih=968

Njótið veislunnar framundan

Góða skemmtun

EurovisionblómiðWhistling


Ekki líta undan því lífið snýst og ég á líf meðal andanna og til þín er vinátta sem ég syng!

Ekki líta undan því lífið snýst og ég á líf meðal andanna og til þín er vinátta sem ég syng!

Minn uppáhaldstími er byrjaður, ekki er það Þorrinn sem heillar, heldur er það íslenska tónlistin sem streymir fram til okkar söngvakeppnis aðdáenda.

Það mætti halda að ég sé stillt á Reset á hverju ári þegar veislan byrjar, því alltaf er ég svo vongóð fyrir hönd flestra laganna, höfunda og flytjenda. Misjafnt reyndar hversu vel ég fíla lög og flytjendur.

Ég er mjög ánægð með þessi sjö lög sem keppa um hylli landans á laugardaginn, það er eiginlega eins og ég hafi verið ein í dómnefnd og stillt þessum lögum upp í úrslit, en ég viðurkenni að ég tók ekki þátt í símakosningunni. En það segir bara að ég hef bara ágætlega mikið vit á þessu.

Ég lék mér að því að raða nöfnunum á lögunum í röðinni sem þau koma fyrir og bætti bara við orðunum því, og , sem. Kemur bara skemmtilega út.

Ég set hér að neðan mitt álit á lögunum og mína spá sem ég hef rosalega gaman að, vona að þið þarna úti hafið líka gaman að þessu.

Jæja skellum okkur af stað í fjörið

Ekki líta undan Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir Flytjandi: Magni Ásgeirsson

Ofboðslega flott og kröftug tónlist og fallegur og áhrifamikill  texti. Ég er ekki alveg viss með hvort Magni henti í þessa keppni eins og hann er góður og sérstakur söngvari. Það voru margir sem vildu senda hann í fyrra og þetta gæti alveg skorað hátt af því að hann er vinsæll söngvari. Ég held ég mundi ekki kjósa það, en sjáum hvernig hann stendur sig á laugardaginn

Lífið snýst Lag: Hallgrímur Óskarsson Texti: Hallgrímur Óskarsson og Svavar Knútur Kristinsson Flytjendur: Svavar Knútur og Hreindís Ylfa

Gleði og fegurð er það fyrsta sem mér dettur í hug, þetta lag og flutningurinn hrífur mann með sér, en mér finnst vanta smá kraft og að þau selji þetta til okkar, mér dettur í hug danska lagið frá 2001 með Rollo & King,  Never ever let you go, sem ég elska enn þann dag í dag. Minnir aðeins á gleðina og einlægnina í laginu hans Sjonna 2011.  Þau geta alveg selt mér þetta með aðeins meiri sannfæringu.

Ég á líf Lag og texti: Örlygur Smári & Pétur Örn Guðmundsson Flytjandi: Eyþór Ingi

Vandað og fallegt er það eina sem mig langar að segja um þetta lag og texta. Eyþór Ingi er svo flottur söngvari og gerir þetta vel, gæti alveg trúað að hann gæti heillað Evrópu, ef hann er nógu reynslumikill, sem ég er ekki alveg viss um. Hann heillar mig. Kæmi ekki á óvart að hann yrði í toppslagnum í Hörpu á laugardaginn.

Meðal andanna Lag: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir & Jonas Gladnikoff Texti: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal... Flytjandi Birgitta Haukdal

Áhrifamesti flutningurinn í undankeppninni að mínu mati, þetta er svo vel uppsett allt og fallegt. Birgitta Haukdal hefur sýnilega þroskast mikið í tónlist á undanförnum árum, mjög vel gert hjá henni. Lagið hljómar samt eitthvað svo kunnuglega, er ekki viss samt hvaða tónar það eru, en kannski er þetta eouroblandan eina sanna ?  Þetta lag er að fara í toppslaginn og er líklegt í að vera á leið til Svíanna í vor.

Til þín Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen Flytjendur: Jógvan og Stefanía

Flott popplag, og flottir flytjendur, en þetta lag situr einhvern veginn ekki í manni, hugur minn fer alltaf að hugsa um eitthvað annað þegar ég hlusta á það. Hef því miður ekki trú á að þetta sé að fara að gera stóra hluti.

Vinátta Lag og texti: Halli Reynis Flytjandi: Halli Reynis, Dallilja og Elínrós

Halli er alltaf svo afslappaður og næs, þetta lag er svo ljúft, hann nær alltaf að hrífa mann með í söguna í textanum. Við ættum kannski að prófa að senda hann í Eurovision og taka Olsen bræður á þetta. En ég hef ekki trú á að þjóðin sé sammála mér í því. . Hef því miður ekki trú á að þetta sé okkar framlag í ár.

Ég syng! Lag: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson & Ken Rose Texti: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson & Hulda G.... Flytjandi Unnur Eggertsdóttir

Þegar ég heyrði og sá þetta lag fyrst þá festist það við mig, það er rosalega grípandi og Unnur er svo öðruvísi á sviði en aðrir sem ég hef séð hér á Íslandi, þá meina ég það mjög jákvætt, hún er með meðfæddan hæfileika held ég þó hún sé engin ofursöngkona og loksins sér maður hreyfingu á sviðinu. Hef alveg trú á þessu, ég ætla að gefa henni stig ef hún stendur sig vel á laugardaginn og vona ég að hún sé að fara í toppslaginn og  væri flott framlag okkar í Eurovision,

Stutt og laggott: held að toppslagurinn verði á milli Meðal andanna, Ég á líf og Lífið snýst og Ég syng!

Ég er svo heppin að vera á leið í Eldborgarsal HörpuWhistling á laugardagskvöldið og ætla að njóta þess að sjá og heyra stjörnurnar okkar flytja sitt atriði.

Góða skemmtunHeart

Blomst

 

 

 

 

Júróskvúróvision ðá ðá

Góðar Íslenskir hálskirtlar vinir okkar, frændur og frænkur og aðrir sem búið á næstu gresjur.
Það er mér svo sannkölluð ánægja að afhenda þetta grúvulega Júroblogg, sem er ritað 40 mínútum
fyrir undankeppni, aðeins fyrr á ferðinni en í fyrra, en hér eru mínar spár og dómar þetta kvöldið,
gjössovel:

Fyrri hluti, ég er ennþá að vinna seinni hlutann.

1 Poland - Magdalena Tu - Jestem

Þokkalegt popplag, hef samt ekki trú að að það fari áfram

2 Norway - Stella Mwangi - Haba haba

Hittari, alveg er það ótrúlegt hvað Noregur er góður í Júrófræðum, finnst hún Stella samt ekki nógu örugg á tónunum, Já já áfram fer þetta of kors.

3 Albania - Aurela Gace - Feel the passion

Konan sem svífur, þetta er ekki að heilla mig við fyrstu sýn og heyrn, hef samt trú á að það fara áfram bara vegna þess að þetta er Albanía.


4 Armenia - Emmy - Boom Boom

Grípandi smellur, já held þetta fari áfram

5 Turkey - Yuksek Sadakat - Live it up

Úú ú 80´s legt lag, er ekki alveg viss með þetta, jú þetta fer áfram.

6 Serbia - Nina - Caroban

Vel gert og flott sviðsmynd, hef trú á þessu, segi já áfram

7 Russia - Alexey Vorobyov - Get you

Grípandi 80´s lag, fer líklega áfram


8 Switzerland - Anna Rossinelli - In love for a while

Vá vá vá, ég vissi ekki að þetta væri Júróvision lag, þetta fer pottþétt áfram, af hverju getur enginn samið svona grípandi lag fyrir Jóhönnu Guðrúnu.


9 Georgia - Eldirne - One more day

Svona Kim Wilde rödd, held samt að lagið sé ekki nógu gott, fer ekki áfram


10 Finland - Paradise Oskar - Da da dam

Það fer svolítið eftir frammistöðu þessa flytjanda í kvöld hvort hann eigi skilið að fara áfram, held að hann fari ekki áfram


11 Malta - Glen Vella - One life

Æ ég veit ekki, er ekki hrifin, en fer ekki Malta alltaf áfram ?

Tek það fram að þetta er allt mín skoðun og gert af einskærum áhuga á Eurovision, og svo fer það eftir frammistöðu flytjanda hvernig þetta matreiðist ofan í okkur, góða skemmtun

Framhald á eftir.

Blomst


12 San Marino - Senit - Stand By

Heillar mig ekki, held þetta fari ekki áfram, (er þetta nýtt land ?)

13 Croatia - Daria Kinzer - Break a leg

Já já grípandi lag, þetta fer áfram, brake a leg


14 Iceland - Sjonni's Friends - Coming home

Krúttlegu vinir Sjonna Brink, þetta verður erfitt fyrir okkur litla landið, held við verðum á brúninni og komumst ekki áfram því miður, en vona það samt, Áfram ísland!! Finnst vanta kraft í strákana.


15 - Hungary - Kati Wolf - What about my dreams?

Grípandi frá fyrstu heyrn, hef trú á þessu, minnir á Whitney vinkonu okkar með lagið I wanna dance with somebody, já þetta fer áfram.


16 Portugal - Homens da Luta - A luta e alegria

Búsáhaldabyltingin, nei ég trúi ekki að þetta fari áfram


17 Lithuania - Evelina Sasenko - C'est ma vie

Held ekki, ágætlega sungið samt


18 - Azerbaijan - Eldar Gasimov & Nigar Jamal - Running scared

Mér finnst þetta grípandi lag, hef trú á því


19 - Greece Loukas Giorkas feat. Stereo Mike - Watch my dance

Ekki lag fyrir mig, en það gæti alveg farið áfram.

Yfir og út, úff er farin að horfa.


Árlegt Eurovision blogg frá blóminu

Dömur mínar og herrar

Ég hef vanalega ritað hér mitt álit á Eurovision og Söngvakeppni sjónvarpsins árlega, en ég náði ekki að pikka þetta inn fyrr en núna,  eftir að ljóst er hverjir fara fyrir Íslands hönd til Þýskalands í ár.

Ég er mjög ánægð með keppnina í ár, mjög flott og vönduð tónlist, en auðvitað hefur fráfall Sigurjóns Brink haft mikil áhrif á keppnina eins og reyndar alla tónlistar unnendur á landinu, lagið hans hefur því fengið meiri athygli og er það annarra að dæma um það hvort það hafi verið í raun lagið eða öll umfjöllunin sem skilaði því alla leið, læt hér að neðan mína dóma á lögin sem kepptu í kvöld og flutninginn á þeim, fékk myndirnar og textann að láni á vefnum hjá RUV (er það ekki við, íslenska ríkið?)

 

  • IMG_3244

    Aftur heim

  • Aftur heim:      Ég hlustaði á lagið um leið og það kom inn á vefinn hjá Rúv og fann strax að það var mjög grípandi og mikil gleði yfir því, það var mjög vel sungið hjá Sjonna sjálfum á upptökunni og líka mjög vel gert hjá Vinum Sjonna Brink, en eins og allir tóku eftir mjög sérstök stemmning. Ég er sátt við að senda þetta lag.Grin

  • IMG_3245

    Ástin mín eina

  

         Ástin mín eina:     Virkilega fallegt lag og gaman að sjá nýja höfunda  komast svona langt í keppninni, Erna Hrönn gerði þetta mjög vel, gaman að sjá breytinguna á útsetningunni og áherslunum frá upphafsflutningnum, Erna var stórglæsileg á sviðinu í kvöld, svakalega flottur kjóllinn hennar. Þetta var ekki rétta eurovision lagið okkar að mínu mati, en vel gert.Woundering

  

        Ef ég hefði vængi:       Gaman að sjá Halla Reynis með þetta flotta og grípandi lag, hann er svo flottur laga og textahöfundur, ekki meira um það að segja, hann stóð sig vel. Ég hefði alveg verið til í að senda hann út fyrir Íslands hönd.Happy

  

         Ég lofa:       Fínasta lag hjá Vigni. Jógvan súkkulaðisætur á sviðinu og gerir þetta virkilega vel, en það var eitthvað með bakraddirnar sem mér fannst yfirdrifið. Ekki rétta eurovision lagið í ár.Blush

  

         Ég trúi á betra líf:      Kraftmikið lag  frá Hallgrími og greinilega rétti flytjandinn valinn, Magni  var svakalega flottur og  lagið venst virkilega vel og röddin hans nýtur sín alveg í botn. Ég kaus þetta lag og hefði viljað senda það til Þýskalands.Wink

  

         Eldgos:         Já það er nú það Cool. Ég var ekki mjög hrifin af þessu lagi fyrst en það var glæsilegt í kvöld og á tímabili þá hefði ég alveg trúað að það kæmist langt, en það voru bara svo margir góðir eða reyndar bara allir, ég er rosalega hrifin af Matta Matt sem söngvara en hefði samt ekki sent þetta lag.Woundering

  

        Nótt:          Jóhanna Guðrún er besta söngkona Íslands en það er ekki þar með sagt að við kjósum hana til að fara aftur. Lagið heillaði mig ekki þó að ég hafi alveg trú á að það verði vinsælt sem popplag, ég var einmitt að hugsa að ef við hefðum valið hana til að fara út aftur þá væri það endurtekning á því þegar Selma fór í annað sinn, það virkar ekki að mínu mati. Lagið ekki rétta eurovision lagið því miður.Joyful

Ég hef alltaf jafn gaman að þessari keppni og sit yfirleitt ein á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir horfa annars staðar, því það má ekki trufla mig, ég gæti misst af einhverjum tón eða hreyfingu á sviðinu, það er t.d. ekki gaman fyrir mig að fá heimsóknir á þessum kvöldum eða vera stödd annars staðar en heima því þá get ég ekki einbeitt mér nægilega vel að þessu, ég lifi mig inn í þetta og held stundum niðri í mér andanum á meðan ég dáist að þessum hetjum sem þarna koma fram, úff já nú er spennufall og  pása á laugardagskvöldum frá þessu. Ég er spennt að sjá okkar menn í Þýskalandi í vor flytja AFTUR HEIM.

Takk fyrir mig í kvöld.

Söngelska blómið


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband