Tonight again is this love bammbaramm hyponotised paper make your way back home

Árið er 2017 og tíminn flýgur áfram eins og hann sé á stöðugum flótta undan einhverju. Árin líða og nú er komið að Söngvakeppninni/Eurovision sem er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og mörgum öðrum þó margir vilji ekki viðurkenna að hafa gaman að þessu þá hafa flestir sem ég þekki skoðun á þessu og er það frábært þó álit og gagnrýni séu misdjúp og ekki allir sem stúdera þetta eins, sumir hlusta bara á lögin sem eru í útvarpinu aðrir spila lögin aftur og aftur og rýna í allt eins og ég geri, ég reyni að hafa jákvæða sýn á allt sem við kemur þessari keppni og eins og ég hef sagt áður þá er ég þakklát fyrir þetta undur sem tónlist er og að fólk skuli semja lag og texta og leggja mikla vinnu í að útsetja og listamennirnir sem eru fengnir í að flytja þetta leggja mikla vinnu á sig, allt er þetta fólk stútfullt af hæfileikum og ættum við að vera stolt af þessu í staðinn fyrir að dæma og setja út á.

Þegar það kom samsett mynd af mörgum keppendum  á eina andlitsmynd á Facebook síðu RÚV þá byrjuðum við nördarnir að stúdera og giska hverjir væru nú að flytja lögin í ár þá héldu margir að það væru margir gamlir og reyndir en svo kom í ljós að flestir voru nýliðar í söngvakeppninni og svo gaman að gefa nýju fólki tækifæri.

Lögin sem eru talin upp hér að neðan eru að keppa til úrslita 11. mars n.k. og ætla ég sem fyrr að gefa mitt álit með smá útskýringum. Ég er óendanlega spennt og hlakka mikið til að horfa á þessa veislu á laugardaginn heima í sófa, einbeitningin er slík að ég sit yfirleitt ein í sófanum og hinir á heimilinu farnir að gera eitthvað annað því það má ekki tala eða trufla, þetta er heilög stund hjá mér.

Hér er álit mitt:

1. Tonight (900 9901)

Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Flytjandi: Aron Hannes

Flottur smellur með flottum og grípandi takti, Grundfirðingurinn Aron Hannes er að stimpla sig inn í popp bransann með þessum flutningi,  þetta er þannig lag að það er erfiðara að hafa það flott og vel sungið í lifandi flutningi en ég var bara nokkuð sátt við hann í undankeppninni, hann var að dansa og hreyfa sig á sviðinu og gerði þetta eins vel og hægt er. Ég gæti trúað að hann endi í einvíginu og endi í öðru sæti. 

2. Again (900 9902)

Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir

Hvað er hægt að segja ? þarna er á ferðinni dáleiðslustund !  Rakel Pálsdóttir stolt allra Skagamanna þessa dagana er að heilla alla þjóðina með flutningi sínum ásamt Arnari Jónssyni sem er ekki síður hæfileikaríkur. Þegar maður heyrir lagið í útvarpinu þá byrjar Rakel að fanga mann með háum, hreinum og tærum upphafstónum og fer svo niður á dýpri tóna og gerir það alveg jafn vel og þau flytja þetta fallega lag eins og sannir fagmenn og eru algjörlega að slá í gegn, þau höfðu það umfram aðra keppendur að raddirnar þeirra voru óaðfinnanlegar í lifandi flutningi og er það ekki allra að hafa allt þetta vald á röddinni, vel gert Rakel og Arnar. Flott föt og fylgihlutir í þessu atriði sem ég verð að minnast á, koma frá Svövu og Heiðu í Ræmunni Kópavogi, íslensk hönnun og kjóllinn sem Rakel er í er alveg eins á litinn og augun hennar.  Þau ættu skilið að fara í einvígið og alla leið en hef samt ekki trú á að þetta sé rétta Eurovision lagið.

3. Hypnotised (900 9903)

Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink
Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor
Flytjandi: Aron Brink

Nútímalegt lag með hinum unga Aroni Brink, hann er rísandi stjarna og er að gera þetta mjög vel og lagið er grípandi með hröðum takti, og gaman að sjá þau sem eru með honum að dansa og syngja, þau voru þátttakendur í Voice Íslandi. Fannst hann ekki alveg öruggur á tónunum í lifandi flutningnum og held að hann sé ekki kominn nógu langt til að fara alla leið en hann höfðar samt pottþétt mikið til krakka. Held að hann verði nálægt því að komast í einvígið og endi í 3.-4. sæti.

4. Bammbaramm (900 9904)

Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir
Flytjandi: Hildur

Wild card – Svarti Pétur.  Hildur krúttabína er komin aftur og er að berja inn í okkur Bammbaramm baramm bamm taktinn sinn, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Ég er hef lúmskt gaman að Hildi, ég á í svona ást/hatur sambandi við tónlistina hennar ðŸ˜Å , finnst æðislegt hvað hún er hún sjálf alltaf og frábært að fá hana og hennar tónlist í keppnina. Ég hef samt ekki trú á að hún verði í toppslagnum.

5. Make your way back home (900 9905)

Lag og texti: Rúnar Eff
Flytjandi: Rúnar Eff

Rúnar Eff svalur töffari frá Akureyri með mjög flott lag sem er með flottum gítar og píanó tónum og stígandi takti og geggjuðum bakröddum sérstakleg í kafla í mínútu 2:18, hann er með landslið bakraddanna, hann er flottur flytjandi og lagið vinnur mjög á og er í uppáhaldi hjá mér. Hann gæti alveg endað í einvíginu, en samt er þetta ekki hið eina sanna Eurovision lagið, við höfum prófað að senda svona lög út og ekki fengið neina athygli.

6. Paper (900 9906)

Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise
Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise
Flytjandi: Svala

Byrjar á flottum trommutakti sem er pínu Eurovisionlegt, þetta er Svala Björgvins sem er loksins flytjandi sjálf í keppninni og frábært að fá að sjá hana á sviði því það er ekki oft sem við höfum séð af henni síðustu ár. Þarna er á ferðinni poppsmellur sem gæti náð mjög langt, hún er örugg og flott í lifandi flutningi sínum og með stílinn á hreinu. Já já Svala þú mátt alveg negla þetta í ár. Spái henni sigri eins og margir.

7. Is this love? (900 9907)

Lag og texti: Daði Freyr Pétursson
Flytjandi: Daði Freyr Pétursson

Hinn hávaxni og hógværi Daði Freyr og Gígabætin sem enginn tók eftir fyrr en hann mætti á sviðið í undankeppninni og vann mörg tónlistarhjörtu á sitt band með sérstakri sviðsframkomu sinni, lagið sem margir eru að fíla í tætlur eftir flutning hans, þetta er svona 80´s  tölvupopp með reggie stæl og grípur mann eftir nokkra hlustun. Hann er með góða söngrödd og greinilega hæfileikabúnt. Ég hef ekki trú á að hann endi í einvíginu en hann gæti samt stolið senunni og komið öllum á óvart.

 

Mín spá í stuttu máli Svala og Aron Hannes í einvígið og Svala sigrar. Eða Svala og Daði í einvígi.

Takk fyrir að lesa smile

Euroblómið sem eldist hratt á gervihnatta öld cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband