Söngvakeppnin kemur okkur í gegnum veturinn

Uppáhaldstíminn minn er komin enn og aftur.

Eftir jólin þá tekur oft við dimmur og langur tími og oft á tíðum vont veður eins og er búið að vera núna í vetur, þá er gott að hafa eitthvað skemmtilegt um að vera. Ég hef alltaf jafn gaman að þessum tíma eins og þið vitið sem þekkið mig.

Ég hlusta á öll  íslensku lögin sem taka þátt og þökk sé Spotify þá getur maður hlustað hvar sem er og hvenær sem er. Ég er búin að hlusta á lögin svona cirka 100 sinnum (já ég veit ég er klikk) og fylgjast með Rúv snappinu og kynnast þátttakendum.

En þessi blessaða símakosning er ekki alltaf að gera sig því miður og oft verða úrslitin ekki alltaf sanngjörn og ekki endilega besta lagið valið til að fara út fyrir okkar hönd.

Í ár er ég orðin svo þroskuð að ég ætla ekki að vera svekkt yfir því lagi sem fer út, vera bara æðrulaus og segja svo ef að það gengur ekki vel, "ég sagði ykkur þetta" 

Bið ég því alla að taka símana af börnum og unglingum á næstu helgi , því þau kunna ekki að velja þetta sem passar á stóra sviðið úti í Portugal. Ekki viljum við lenda í því aftur að senda óreynt fólk, þó vissulega sé til ungt fólk sem er með stáltaugar, þá er það ekki allra að standast þetta álag.

En lögin sem keppa laugardaginn 3.mars eru:

Our choice

Flytjandi: Ari Ólafsson

Lagahöfundur/textahöfundur: Þórunn Erna Clausen

Mín umfjöllun: Fyrst þegar ég heyrði þetta lag fyrst á Spotify þá vakti það ekkert sérstaklega athygli mína, svo fylgdist ég með Ara á Rúv snappinu og horfði svo á hann syngja lagið og þar með var ég kolfallin fyrir honum. Þvílík útgeislun hjá drengnum, Eurovision aðdáendur hafa líkt honum við Johnny Logan. Hann er rosalegur söngvari og sjarmatröll. Trúi því og vona að hann fari í einvígið.

Kúst og fæjó

Flytjendur:Heimilistónar

Lagahöfundur/textahöfundur: Heimilistónar

Mín umfjöllun: Skemmtilegt og frumlegt atriði með kjellingunum í Heimilistónum, einhverjir hafa grínast með að þær séu mömmur Pollapönkaranna sem við völdum út hér um árið. Sönglega séð er Ólafía Hrönn ekki nógu sterk undir álagi en ég lofa að ég verð ekki brjáluð þó þær fari út en að mínu mati erum við búin með þennan djók pakka.

Battleline

Flytjendur: Fókus hópurinn

Lagahöfundur/textahöfundur: Michael James Down, Primoz Poglajen/ Jonas Gladnikoff, Þórunn Erna Clausen

Mín umfjöllun: Flottur hópur af krökkum úr The Voice Ísland, lagið er gott og grípandi en raddirnar ekki allar jafn sterkar fyrir minn smekk, vona að þau komi sterk inn og í flottari búningum, hef ekki trú á þeim í einvígið.

Í stormi

Flytjandi: Dagur Sigurðsson

Lagahöfundur/textahöfundur: Júlí Heiðar Halldórsson/ Þórunn Erna Clausen

Mín umfjöllun: Þetta lag vinnur mikið á og heillar mann í flutningi, held þetta gæti fangað Evrópu, vona að hann komist í einvígið.

Here for you

Flytjendur: Áttan: Egill Ploder Ottósson og Sonja Valdin

Lagahöfundur/textahöfundur: Egill Ploder Ottósson, Nökkvi Fjalar Orrason

Mín umfjöllun: Vinsælar samfélagsmiðla stjörnur barna og unglinga, vona að einhver grípi í taumana og slökkvi á símum, ef þau standa sig ekki betur en síðast. Treysti ekki á styrk þeirra til að fara á stóra sviðið.

Gold digger

Flytjandi: Aron Hannes Emilsson

Lagahöfundur/textahöfundur: Sveinn Rúnar Sigurðsson,Jóel Ísaksson, Oskar Nyman/ Valgeir Magnússon, Tara Nabavi

Mín umfjöllun: Flottur smellur sem er mjög svipaður og í fyrra hjá höfundi og flytjanda. Mjög flottur strákur sem gæti alveg farið alla leið en hef ekki trú á að það geri stóra hluti. Má alveg fara í einvígið mín vegna.

Lokaorð

Þetta er mín skoðun og þarf hún ekki endilega að endurspegla skoðun þjóðarinnar. Vona að ég særi engan með þessu áliti mínu.

ást og friður.

Ég held með Ara og Degi og megi sá sem stendur sig betur á laugardaginn vinna.

Yfir og út

Blómið sem fer brátt að komast á fastan stað á "nýjum slóðum".

AB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband