Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Sumar og yndislegheit

Gleðilegt sumar 

Jæja, loksins hef ég tíma og krafta til að skrifa hér inná. ég er búin að vera nánast alveg uppi í húsi að byggja, hef verið að skrúfa upp gipsplötur og veggi, svaka gaman, svo er komin hiti í húsið, það munar strax sérstaklega núna þegar það hefur kólnað aðeins aftur. Ég er búin að vera dauð í fótunum þegar ég hef skriðið hérna inn á kvöldin, að standa lengi er ekki alveg fyrir mig, ég er vön að nota afturendann í það hlutverk, sérstaklega í vinnunni Grin.

Ég skulda enn ferðasögu frá Köben, hún kemur einhvern tímann,  svo erum við búin að fá ælupest í heimsókn inn á heimilið, prinsinn litli byrjaði að æla, húsbóndinn fékk svo leiðindi í magann en ældi ekki, svo er það táningurinn frá Akureyri, hún og kærastinn komu í heimsókn á síðustu helgi, gaman að hafa þau og þau hjálpuðu mikið til í byggingunni, en fóru svo heim með hluta af fjárans ælupestinni, lögðust bæði, þessi grey.  Svo byrjaði unglingurinn  að æla aðfararnótt föstudagsins, og ég krossa fingur um að ég sleppi, ég skal.

Ég er með svona letidag í dag, en þó með smá tiltektarskömmtum, setja í eina og eina þvottavél og undirbúa unglinginn undir prófaviku. Gott að vera í rólegheitum.

Það eru nýjar myndir  af húsinu inni á síðunni sem prinsinn á LoL.

Mér finnst æðislegt að sjá grasið grænka hér í bæ, það er orðið fallega grænt.

Lifið heil, og muna að kvitta fyrir innlit Blush.

 


Ég lofa betrun og bót

Ég skal sjóða saman blogg þegar ég kem heim í dag.

Good day sunshine   í dag, og við finnum ilminn af vorinu, þá fara blóm eins og ég að lifna við, kominn tími til.  Gengur rosa vel í húsinu okkar þessa dagana og tel ég dagana í blokkinni sem eru einungis 69 eftir.     Vá stutt síðan þeir voru 100.

Þetta skal nást, þá flyt ég bara inn í það hálf klárað Tounge.

Blómið

 


Nostalgía, mig langar aftur í tímann

Munið þið eftir Jane Hellen sjampóinu og hárnæringunni? , í þríhyrndum flöskum og hálft andlit á hvoru, málið var að eiga bæði til að leggja þau saman. Við vinkonurnar vorum að reyna að rifja upp nafnið á þessu um daginn og vá hvað þetta vekur upp miklar og góðar minningar,  þessi lykt af þessum hárvörum er engri lík, vá hvað ég mundi vilja fara aftur í tímann og fá þessa lykt í hárið. Ég fékk svona saknaðarsting í magann þegar við vorum að rifja þetta upp. Svo sagði Dizzy mér frá hárvörum sem fást í Krónunni sem heita held ég Samy eða eitthvað þannig, það er eina shampóið sem kemst næst þessari lykt.  Þetta Jane Hellen shampoo fæst víst í búð í Sverige sem heitir Rusta.

85101364_l

Ég vil verða 15 ára aftur Grin


Danske pigerne

Copenhagen.
Við erum alsælar hérna úti, þessi borg er bara æðisleg, og við fórm sko á milli landa í gær, vorum sem sagt allan daginn í gær í Malmö, gaman að heyra sænskuna, við versluðum aðeins í Sverige þar sem sænska krónan er hagstæðari en sú danska og borðuðum æðislegar pizzur, fórum í strætó og skoðuðum heimaslóðir Heiðu og Írisar, svo fórum við aftur yfir til köben með lestinni yfir Eyrarsundsbrúnna.
Fyrsta daginn var farið í Fields mollið og svo í dag var skundað á Strikið, það er búið að versla vel og vonum við að allt komist í töskurnar.

Det er dejligt.

Venlig hilsen

Danadrottnigarnar sex og sæti strákurinn í Danmark.


Ferðalangar

Jibbí........ 

Við erum að fara í stelpuferð nokkrar vinkonur saman, þetta er samansafn af fyndnum gellum, það eru þrjár yngri gelgjur, þrjár eldri gelgjur og einn sætur brúneygður strákur sem fær að fara með okkur. Við ætlum að yfirgefa landið í nokkra daga og ég get lofað því að það verða harðsperrur í maganum þegar við snúum aftur, alveg klár á því að það verði þokkalega hlegið í þessari ferð. Vona bara að það þekki okkur enginn þarna úti hehe.

Kannski maður bloggi smá í útlandinu, aldrei að vita.

Þangað til næst, verið góð við hvort annað.

Kossar og knús til þeirra sem vilja svoleiðis Kissing.

Venlig hilsen.

Pigerne

Ps. ég tók Strumpaprófið Blush

Vanity_Smurf  - Hégómastrumpur

Og ég er víst Hégómastrumpur.

Taktu prófið líka:

http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test/smurf_personality_test.htm


Blóðbanka- bíllinn og stóri vinningurinn

Vertu hetja, gefðu blóð, stendur utan á Blóðbankabílnum, sem var staddur hér nærri í dag. Ég hef svo lengi ætlað að gefa blóð en ekki komist nálægt Blóðbankanum vegna búsetu.

Og viti menn, ég skellti mér inn í bílinn og fékk far, reyndar bara í reynsluakstur, því fyrst þarf að rannsaka hvort ég sé hæf, og ef ég reynist í lagi þá má ég gefa blóð  eftir tvær vikur,  mjög skemmtilegt.

Ég var einhverju sinni búin að fleygja því fram að ef vinir mínir sæju mig aka um á Nissan Pathfinder á götum bæjarins, þá hefði ég unnið stóra vinninginn. Ég keyri um á svona jeppa í dag góðir hálsar, en bara þangað til á morgun, því fíni bíllinn minn fór í smá heimsókn til vina okkar hjá Ingvari Helgasyni, að láta laga þéttilista og þeir lána fólki eins og mér bíl í staðinn,   en boj ó boj, að lána svona bíladellufólki draumabílinn, það getur ekki lofað góðu, ég verð úti að aka í dag Blush.

Arndíz Pathfinder

nissan_pathfinder2006_003_250


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband