Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Meðsöngsýning Mamma Mia í kvöld

Ég var að lesa Morgunblaðið í hádeginu og sá þá að það verður haldin MEÐSÖNGSÝNING (Sing along) sýning í stóra salnum í Háskólabíói í kvöld og Selma og Hansa verða forsöngvarar.

Miiiig langar að fara............veit ekki hvort ég eigi að láta það eftir mér, ég er alltaf að keyra þessi blessuðu Hvalfjarðargöng.

Hver vill koma með mér ??????

Syngjandi blómið.Whistling


Hægviðrið og trampólínin

Ég er ekki hissa á því að þessi tvö trampólín hafi fokið aðeins, það voru góðar hviður í nótt, þetta er ein ástæðan af hverju ég hef ekki fest kaup á trampólíni hér enn, finnst allt svo opið og óvarið hér miðað við kósý gamla garðinn í fjallasalnum. Ekki er  hægt að segja að fjöllin séu ofan í manni hér þó svo að þau séu oftar í fjölmiðlum, Esjan, Akrafjall og Hafnarfjall. En ég hef alltaf sagt að það sé bara eitt fjall á Íslandi, þetta er allt tengt saman bara mismunandi hátt allt saman.

Blóm í vindi


mbl.is Trampólín fuku á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Honey honey, how you thrill me, ah-hah, honey honey

Halló góðir hálsar, afsakið bloggletina, ég hef verið önnum kafin við hitt og þetta og með smá flensu og ýmislegt.

Það sem ég ætlaði að segja er að ég fór á myndina Mamma Mia loksins á sunnudaginn 17. ágúst 2008. Vá...vá....vá...vá....vá......................það var sko búið að vara mig við að hún væri akkúrat fyrir mig þessi mynd...

..eins og til dæmis:  ég fékk sms frá einni góðri sem var svona:  Var að sjá Mamma Mia, hugsaði til þín, æðisleg mynd. 

Svo var vinur okkar sem kom heim um daginn og sagði:  ég var að frétta skandal um þig,  nú sagði ég?  Já ég frétti að þú værir ekki búin að sjá Mamma Mia..............hann hélt að svona áhugasöngkonur og Pollýönnur sæju myndina með þeim fyrstu. Hann ætlaði að láta mig vita ef það yrði önnur sing-along sýning.

Myndin í heild var æðisleg ég var að fíla hann rosalega vel, flottir leikarar og mér fannst þær Meryl Streep og Amanda Seyfried alveg æðislegar, Meryl hefur nú alltaf verið í uppáhaldi hjá mér síðan í den er hún lék í Heartburn http://www.imdb.com/media/rm263036160/tt0091188 þar sem lagið sígilda  http://www.youtube.com/watch?v=5VvBEUIjiAc&feature=related hljómaði svo eftirminnilega.

Stórkostlegt fannst mér að sjá Dancing Queen atriðið, það minnti mig á uppákomu sem við saumaklúbbur nokkur settum upp, karaoke atriði fyrir mennina okkar í partýi og við stóðum upp í hjónarúmi (allar nema ein sem lá fyrir framan okkur) Cool það var sko flott atriði, stelpur munið þið Halo?

Læt hér fylgja með myndband frá You Tube, þar sem bestu lögin eru sýnd úr myndinni. http://www.youtube.com/watch?v=v3yIVk61160&feature=related

Uppáhaldslagið mitt úr myndinni er auðvitað Honey honey.

Spáið þið í það hvað ABBA gaf okkur mörg geggjuð lög ?

Hárið er fínt fyrir þá sem eru að spá í það, ég fór í klippingu til Sillu og ég læt fljótlega mynd inn.

Allir eru glaðir.

HeyrumstCool

Mamma Mia

 


Alltaf er leið

Það sannast núna að ég er enn undir heillastjörnunni sem ég hef alltaf verið undir, hjúkk.  Ég ákvað að heyra aðeins í hárspecialistanum mínum fyrir vestan og biðja hana um ráð fyrir klippingunni á morgun.

Þá hitti ég á hana þannig,  að hún er að koma í borgina og ætlar að taka skærin með, jiii hvað ég er ánægð.

Þannig að nú fæ ég ráðleggingar frá ykkur og henni líka, af því hún þekkir mig og hvaða línur fara mér best.

Sóley, hvaða mynd varstu að tala um, þessa nr. 6 ??

Ég er búin að fá comment, á msn-inu bæði að ég eigi að hafa sídd í hárinu, og stutt, svo það er spurning hvað verður. Endilega segið mér   Blush plís.  Fleiri atkvæði í pottinn Tounge.

Búin að afpanta klippinguna hérna po Skagen. Cool

2006-black-bob

Og lagið mitt góða með textanum sannast nú eins og oftar:  Alltaf er leið, já treystu því að þú finnir, alltaf einhverja leið, trúðu á þinn eigin mátt, því vopnið er vilji, og ég vil að þú skiljir, á endanum finnur þú farsæla leið. Cool

Ótrúlegt að maður geti bullað svona mikið um hárið á sér, en er ekki bara gaman að þessu ?

Ninja Brúskur í potti.


Hárið, þá má flétta í þvottasnúrur gaddavír, spagetti :)

Ég er búin að panta mér klippingu á föstudaginn kl. 15 og þarf á hjálp ykkar að halda, er búin að vera að vandræðast með hvernig ég eigi að hafa hárið, mig vantar svo ráðleggingarnar hennar Sillu, Silla ef þú lest þetta, hjálp.......Crying. Silla er sko hárgreiðslu-specialistinn minn að vestan.

Ég er búin að vera að safna í ár svona óbeint, bara Silluleysi eiginlega og hef nánast aldrei haft hárið svona sítt Grin, (sítt á minn stutta mælikvarða). Svo nú er það bara, á ég að halda áfram að safna og láta bara móta einhverja línu á það????

Svona lítur það út núna Errm   IMG_1775IMG_1782mynd nr. 1 og 2 er núna.

 

 

Mynd af AB tekin á síma 2008Mynd nr. 3  tekin í byrjun júní sl. eftir smá klippingu og þynningu.

IMG_1098Mynd nr. 4 tekin í apríl sl. á leið milli DANMARK OG SVERIGE.

IMG_0399Mynd nr. 5  tekin í mars sl. við fermingu Fríðu, Andrea er með mér.

AB-svarti kjóllMynd nr. 6 tekin í nóvember 2006.

Hún spyr mig því........hefurðu þetta strý.......hárprúður hátt sem lágt, hár dag sem nátt, á mér er hár sem hey, hvers vegna veit ég ei, það er ekki útaf aurunum, eins og hjá poppurum....elskan.......á mér er haus með hár, herðasítt hár, úfið snúið undið bundið lúið, ég vil láta lubbann lafa niðrá axlir, hingað og þangað og út um allt vil ég hafa hár...............

Stelpur munið þið................snilldar lag og texti.

Hvað á ég að gera, endilega kommentið þið og segið ykkar skoðun, persónulega finnst mér það fara mér best að hafa ekki hár fyrir eyrunum,  tell me ............   svo væri þá hægt ef ég safna að taka það frá andlitinu og vera með tagl eða klemmu að aftan. Svo er nú svo þægilegt að hafa það stutt Woundering.

Allt í gúddí að frétta hjá mér og mínum.

Heyrumst elzkurnar.

Hár-blómið á Klöpp


Gullfiska....þetta....og...hitt

Vildi bara henda inn nokkrum línum, er byrjuð að vinna og er ánægð með það, allt að detta í reglu. Nýjar myndir á www.barnanet.is/baldurfreyr  fyrir þá sem vita orðið Grin.

Gullfiskurinn er líklega að synda banasundið þessa dagana,  mjög leiðinlegt, hann er búin að vera einn af fjölskyldunni í sex ár, ég er ekki spennt að fara að sjá hann dauðan í búrinu, langar helzt að sturta honum núna niður eða gefa honum rothögg Shocking. Æji ég veit ekki........Blush hvað við gerum.

Set inn myndir kannski hér í kvöld.

Og kvitta svo gott fólk Whistling

Life is good

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband