Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Dýrtíðin á Íslandi

Góðan daginn ef það er einhver eftir sem les þetta Cool

Sparnaðarráð sem ég sá á er.is veit ekki hver er höfundurinn en sumt af þessu ætti maður að fara að prófa held ég.

-Þegar maður ferðast með strætó og á hvorki strætómiða né kort er ágætt ráð að borga farið með tíköllum. Þá tekur bílstjórinn ekki eftir því þó að það vanti tvo eða þrjá tíkalla upp í rétt fargjald. Þannig er hægt að spara allt að 30 krónur í hverri ferð - og safnast þegar saman kemur!


-Baka brauð.
Nýta afganga.

Ef þú ert reglulega að henda einhverju t.d. áleggi, skipta pakkanum upp í smærri einingar og setja eitthvað í frystin. Eins með ost, kaupa stór stykki og skipta upp, hafa eitt stk í notkun og restina í vel lokuðum pokum í ísskápnum, þá verður osturinn síður gamall... Ef þú átt lítinn ostbita eftir sem er farin að eldast, skerðu hann í teninga og settu í frystinn, getur notað í ostasósur eða sett í muolinexið og búið til rifin ost ofan á pizzu og eða ofnrétti.

Nýta tilboðin.

Kaupa skvísu (flösku með röri) í apótekinu fyrir barnið/börnin þá er maður alltaf með eitthvað fyrir þau að drekka og getur fyllt á með vatni, og losnar við að kaupa svala eða slíkt í bæjarferðum (safnast þegar saman kemur :) ).

versla á föstudögum því þá eru flestar búðir með helgaraflætti.
og hægt að gera góð kaup.

frysta afgangshafragraut og þegar þú ert komin með smá slatta, nota í muffins; var að prófa þetta fyrir nokkrum dögum og heppnaðist mjög vel.

-Skera appelsínubörk í ræmum og búa til sælgæti.

-Búa til sína eigin jógúrt úr nýmjólk eða léttmjólk; hef gert þetta og jógúrtin er mjög góð.

-Þær sem nota moppu (til að sópa). Í stað þess að kaupa alltaf bláu klútana, þá er hægt að sauma einn (eða fleiri) úr óbleiktu lérefti ( eða bara hvaða efni sem maður á).

-Sauma náttföt á börnin úr gömlum bolum.

-Breyta buxum í pils


-Skera kremtúpur og flöskur í tvennt til að ná afganginum út. Spurning líka um að þynna sjampó með vatni, hef ekki enn prófað það.

-Nota ólífuolíu sem body lotion (ég læt uppáhaldslyktina úr Body Shop út í til að fá smá ilm af olíunni, en það þarf ekki)

-Rífa bleyjur niður til að þvo barnarassa eftir bleyjuskipti

-Sjóða niður mikið af spagetti/pizzusósu í einu til að eiga. Þetta sparar aðallega tíma, sérstaklega ef maður á birgðir af (heimatilbúnum) pizzum í frysti.

-Nota ónýta jógúrt og súrmjólk í brauð.

-Ef ostur er á tilboði. Birgja sig upp og rífa niður og frysta. Smjörstykki má líka frysta ef þau eru á tilboði.

-Þegar smjörið er búið, geyma bréfið og nota þegar þarf að smyrja form.

-Nota gluggaumslög sem risspappír. Endilega endurnýta önnur umslög, það má vel líma yfir nafnið framaná.

-Klippa sjálf hárið á börnunum.

-Fara í gönguferðir eða sund sem líkamsrækt.

-Útbúa klaka fyrir börnin annaðhvort úr safa(kannski þynntum) eða djúsi.

-Morgunkorn er dýrt. Nota frekar hafragraut og bragðbæta með kanil, rúsínum, eplabitum, sólblómafræum, möguleikarnir eru endalausir.

Þynna uppþvottalöginn með vatni, eiga tvo brúsa og nota annan sem áfyllingu á hinn og bæta vatni við.
- Kaupa áfyllingu á mýkingarefnið og fylla x2 -x3 á brúsann með því.
- Aldrei að henda matarafgöngum, alltaf hægt að búa til ofnrétti eða eggjakökur úr þeim, bæta bara við sósum/osti.

-geri matseðla fyrir mánuðinn og geri ein STÓR innkaup í byrjun mánaðar; sæki svo bara mjólk, grænmeti og ávexti þess á milli
-baka allt brauð sem er borðað á heimilinu

Ég finn alveg svakalega fyrir því hvað allt hefur hækkað, hlutir eins og shampoo og dömubindi fara að verða munaðarvörur og margar aðrar vörur. Þetta er ekki gott.

Allt í góðu annars hér, við erum orðin 5 í heimili aftur, svaka góð tilfinning að hafa alla ungana undir sama þaki.

Ég fer alveg að byrja í söngnáminu og hlakka mikið til að gera eitthvað fyrir sjálfa mig.

Kveðja

Blomst


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband