10.5.2011 | 18:49
Júróskvúróvision ðá ðá
Góðar Íslenskir hálskirtlar vinir okkar, frændur og frænkur og aðrir sem búið á næstu gresjur.
Það er mér svo sannkölluð ánægja að afhenda þetta grúvulega Júroblogg, sem er ritað 40 mínútum
fyrir undankeppni, aðeins fyrr á ferðinni en í fyrra, en hér eru mínar spár og dómar þetta kvöldið,
gjössovel:
Fyrri hluti, ég er ennþá að vinna seinni hlutann.
1 Poland - Magdalena Tu - Jestem
Þokkalegt popplag, hef samt ekki trú að að það fari áfram
2 Norway - Stella Mwangi - Haba haba
Hittari, alveg er það ótrúlegt hvað Noregur er góður í Júrófræðum, finnst hún Stella samt ekki nógu örugg á tónunum, Já já áfram fer þetta of kors.
3 Albania - Aurela Gace - Feel the passion
Konan sem svífur, þetta er ekki að heilla mig við fyrstu sýn og heyrn, hef samt trú á að það fara áfram bara vegna þess að þetta er Albanía.
4 Armenia - Emmy - Boom Boom
Grípandi smellur, já held þetta fari áfram
5 Turkey - Yuksek Sadakat - Live it up
Úú ú 80´s legt lag, er ekki alveg viss með þetta, jú þetta fer áfram.
6 Serbia - Nina - Caroban
Vel gert og flott sviðsmynd, hef trú á þessu, segi já áfram
7 Russia - Alexey Vorobyov - Get you
Grípandi 80´s lag, fer líklega áfram
8 Switzerland - Anna Rossinelli - In love for a while
Vá vá vá, ég vissi ekki að þetta væri Júróvision lag, þetta fer pottþétt áfram, af hverju getur enginn samið svona grípandi lag fyrir Jóhönnu Guðrúnu.
9 Georgia - Eldirne - One more day
Svona Kim Wilde rödd, held samt að lagið sé ekki nógu gott, fer ekki áfram
10 Finland - Paradise Oskar - Da da dam
Það fer svolítið eftir frammistöðu þessa flytjanda í kvöld hvort hann eigi skilið að fara áfram, held að hann fari ekki áfram
11 Malta - Glen Vella - One life
Æ ég veit ekki, er ekki hrifin, en fer ekki Malta alltaf áfram ?
Tek það fram að þetta er allt mín skoðun og gert af einskærum áhuga á Eurovision, og svo fer það eftir frammistöðu flytjanda hvernig þetta matreiðist ofan í okkur, góða skemmtun
Framhald á eftir.
Blomst
12 San Marino - Senit - Stand By
Heillar mig ekki, held þetta fari ekki áfram, (er þetta nýtt land ?)
13 Croatia - Daria Kinzer - Break a leg
Já já grípandi lag, þetta fer áfram, brake a leg
14 Iceland - Sjonni's Friends - Coming home
Krúttlegu vinir Sjonna Brink, þetta verður erfitt fyrir okkur litla landið, held við verðum á brúninni og komumst ekki áfram því miður, en vona það samt, Áfram ísland!! Finnst vanta kraft í strákana.
15 - Hungary - Kati Wolf - What about my dreams?
Grípandi frá fyrstu heyrn, hef trú á þessu, minnir á Whitney vinkonu okkar með lagið I wanna dance with somebody, já þetta fer áfram.
16 Portugal - Homens da Luta - A luta e alegria
Búsáhaldabyltingin, nei ég trúi ekki að þetta fari áfram
17 Lithuania - Evelina Sasenko - C'est ma vie
Held ekki, ágætlega sungið samt
18 - Azerbaijan - Eldar Gasimov & Nigar Jamal - Running scared
Mér finnst þetta grípandi lag, hef trú á því
19 - Greece Loukas Giorkas feat. Stereo Mike - Watch my dance
Ekki lag fyrir mig, en það gæti alveg farið áfram.
Yfir og út, úff er farin að horfa.
Athugasemdir
Ég er að fýla norska lagið ! Hlakka til að sjá restina! Held samt að við förum ekki áfram.. en samt veit maður aldrei með þessa blessuðu keppni
andrea (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 19:15
Flott hjá þér! Nú get ég skotist fram og horft á rest og pælt í þínum umsögnum!
En hvað á að kjósa í kvöld?
Sóley (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 19:25
Ég gæti ælt á Norska lagið.. Finnst það horror! Er annars að horfa með listann þinn til hliðsjónar ;)
Tinna (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 19:32
Vá vá vá, þetta eru flott úrslit fyrir Ísland, strákarnir voru flottir, ég er ánægð með að Noregur hafi ekki komist áfram, það verður alvöru Júróvision kvöld á laugardaginn, við segjum bara TAKK, held við getum þakkað öllum Íslendingunum í Noregi fyrir þessi stig.
Arndís Baldursdóttir, 10.5.2011 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.