Ekki líta undan því lífið snýst og ég á líf meðal andanna og til þín er vinátta sem ég syng!

Ekki líta undan því lífið snýst og ég á líf meðal andanna og til þín er vinátta sem ég syng!

Minn uppáhaldstími er byrjaður, ekki er það Þorrinn sem heillar, heldur er það íslenska tónlistin sem streymir fram til okkar söngvakeppnis aðdáenda.

Það mætti halda að ég sé stillt á Reset á hverju ári þegar veislan byrjar, því alltaf er ég svo vongóð fyrir hönd flestra laganna, höfunda og flytjenda. Misjafnt reyndar hversu vel ég fíla lög og flytjendur.

Ég er mjög ánægð með þessi sjö lög sem keppa um hylli landans á laugardaginn, það er eiginlega eins og ég hafi verið ein í dómnefnd og stillt þessum lögum upp í úrslit, en ég viðurkenni að ég tók ekki þátt í símakosningunni. En það segir bara að ég hef bara ágætlega mikið vit á þessu.

Ég lék mér að því að raða nöfnunum á lögunum í röðinni sem þau koma fyrir og bætti bara við orðunum því, og , sem. Kemur bara skemmtilega út.

Ég set hér að neðan mitt álit á lögunum og mína spá sem ég hef rosalega gaman að, vona að þið þarna úti hafið líka gaman að þessu.

Jæja skellum okkur af stað í fjörið

Ekki líta undan Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir Flytjandi: Magni Ásgeirsson

Ofboðslega flott og kröftug tónlist og fallegur og áhrifamikill  texti. Ég er ekki alveg viss með hvort Magni henti í þessa keppni eins og hann er góður og sérstakur söngvari. Það voru margir sem vildu senda hann í fyrra og þetta gæti alveg skorað hátt af því að hann er vinsæll söngvari. Ég held ég mundi ekki kjósa það, en sjáum hvernig hann stendur sig á laugardaginn

Lífið snýst Lag: Hallgrímur Óskarsson Texti: Hallgrímur Óskarsson og Svavar Knútur Kristinsson Flytjendur: Svavar Knútur og Hreindís Ylfa

Gleði og fegurð er það fyrsta sem mér dettur í hug, þetta lag og flutningurinn hrífur mann með sér, en mér finnst vanta smá kraft og að þau selji þetta til okkar, mér dettur í hug danska lagið frá 2001 með Rollo & King,  Never ever let you go, sem ég elska enn þann dag í dag. Minnir aðeins á gleðina og einlægnina í laginu hans Sjonna 2011.  Þau geta alveg selt mér þetta með aðeins meiri sannfæringu.

Ég á líf Lag og texti: Örlygur Smári & Pétur Örn Guðmundsson Flytjandi: Eyþór Ingi

Vandað og fallegt er það eina sem mig langar að segja um þetta lag og texta. Eyþór Ingi er svo flottur söngvari og gerir þetta vel, gæti alveg trúað að hann gæti heillað Evrópu, ef hann er nógu reynslumikill, sem ég er ekki alveg viss um. Hann heillar mig. Kæmi ekki á óvart að hann yrði í toppslagnum í Hörpu á laugardaginn.

Meðal andanna Lag: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir & Jonas Gladnikoff Texti: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal... Flytjandi Birgitta Haukdal

Áhrifamesti flutningurinn í undankeppninni að mínu mati, þetta er svo vel uppsett allt og fallegt. Birgitta Haukdal hefur sýnilega þroskast mikið í tónlist á undanförnum árum, mjög vel gert hjá henni. Lagið hljómar samt eitthvað svo kunnuglega, er ekki viss samt hvaða tónar það eru, en kannski er þetta eouroblandan eina sanna ?  Þetta lag er að fara í toppslaginn og er líklegt í að vera á leið til Svíanna í vor.

Til þín Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen Flytjendur: Jógvan og Stefanía

Flott popplag, og flottir flytjendur, en þetta lag situr einhvern veginn ekki í manni, hugur minn fer alltaf að hugsa um eitthvað annað þegar ég hlusta á það. Hef því miður ekki trú á að þetta sé að fara að gera stóra hluti.

Vinátta Lag og texti: Halli Reynis Flytjandi: Halli Reynis, Dallilja og Elínrós

Halli er alltaf svo afslappaður og næs, þetta lag er svo ljúft, hann nær alltaf að hrífa mann með í söguna í textanum. Við ættum kannski að prófa að senda hann í Eurovision og taka Olsen bræður á þetta. En ég hef ekki trú á að þjóðin sé sammála mér í því. . Hef því miður ekki trú á að þetta sé okkar framlag í ár.

Ég syng! Lag: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson & Ken Rose Texti: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson & Hulda G.... Flytjandi Unnur Eggertsdóttir

Þegar ég heyrði og sá þetta lag fyrst þá festist það við mig, það er rosalega grípandi og Unnur er svo öðruvísi á sviði en aðrir sem ég hef séð hér á Íslandi, þá meina ég það mjög jákvætt, hún er með meðfæddan hæfileika held ég þó hún sé engin ofursöngkona og loksins sér maður hreyfingu á sviðinu. Hef alveg trú á þessu, ég ætla að gefa henni stig ef hún stendur sig vel á laugardaginn og vona ég að hún sé að fara í toppslaginn og  væri flott framlag okkar í Eurovision,

Stutt og laggott: held að toppslagurinn verði á milli Meðal andanna, Ég á líf og Lífið snýst og Ég syng!

Ég er svo heppin að vera á leið í Eldborgarsal HörpuWhistling á laugardagskvöldið og ætla að njóta þess að sjá og heyra stjörnurnar okkar flytja sitt atriði.

Góða skemmtunHeart

Blomst

 

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins, loksins, loksins kæra vinkona! Ég skoðaði bloggið alla júróvisjón törnina í fyrra og trúði því varla að ekki kæmi færsla frá þér! En árinu í ár er bjargað. Mér finnst svo gaman að lesa um lögin út frá þínum pælingum! Endilega haltu áfram að skrifa!

Með bestu kveðju frá Ísó.

Sóley Vet (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 09:11

2 identicon

Sæl frænka.

Eins og ég hefði skrifað þetta, svoooo sammála greiningu þinni.   Hefði sjálfur viljað senda lag númer sjö vegna sérstöðu sinnar, lagið, textinn og flutningurinn

Barði Ólafsson (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband