Íslensk tónlistarveisla með Evrópukeim

Eurovision/Söngvakeppnis blogg enn á ný og árið er 2016

Heilt ár liðið frá síðasta bloggi 

Uppáhalds dagurinn minn er í dag, laugardagur og tónlistarveislan í hámarki þessa dagana. Alltaf jafn gaman cool

Hef lesið á samskiptamiðlunum að í ár sé ekkert varið í lögin í söngvakeppninni. Ég get ekki verið sammála því, mjög auðvelt fyrir fólk á bak við tölvuskjá að skjóta svona setningum út á alnetið án ábyrgðar og oft á tíðum án þess að hafa verið að fylgjast með þessu efni með kveikt á athyglinni. Ég ber virðingu fyrir þeim sem senda inn lögin, þeim sem velja lögin, og flytja lögin og öllum þeim sem vinna við undirbúning á svona keppni, það liggur gríðarleg vinna að baki hjá þessu fólki og allir eru að gera sitt besta, og leggja mikla vinnu í þetta. 

Það er mikið af nýju fólki sem hefur verið að syngja í keppninni í ár og er það gaman en við verðum samt að passa að velja fólk með smá reynslu.

Mig langar ekki til að fara á keppnina til að vera í salnum, finnst betra að sjá og heyra í sjónvarpinu.

Finnst lögin í kvöld misjafnlega Eurovision-leg en er nokkuð til í dag sem heitir Eurovision-legt ?, þetta er orðið svo fjölbreytt en gaman að sjá að alltaf gætir einhverra áhrifa frá fyrri keppnum. Ég er líka búin að vera að hlusta á gömul söngvakeppnislög sem hafa verið í undankeppnum og það er broslegt að heyra hvað sum lögin eru mörg með sama stílinn, eins og t.d. Geirmundar sveiflu á tímabili.

Ég er alltaf að reyna að minna sjálfa mig á að þessi keppni snýst ekki lengur um sönghæfileika heldur show, en ég ætla að gefa álit mitt svona beggja blands.

Góða skemmtun öll sem eitt, bæði aðdáendur, flytjendur og höfundar

 Hér er mitt álit:

- 900-9901 Hear them calling

Flytjandi: Greta Salome Stefánsdóttir

Lag: Greta Salome Stefánsdóttir Texti: Greta Salome Stefánsdóttir

Ég tók ekki eftir þessu lagi fyrr en í annarri eða þriðju hlustun og hreifst mjög af því, ofboðslega vel gert hjá Gretu og flott atriði, kannski pínulítið of mikið svart. Vel sungið og flott hvernig hún beitir röddinni í þessu lagi í upptökunum og vona að henni takist eins vel upp í beinni útsendingu. Það er skemmtilegt að heyra áhrif hljómsveitarinnar Of monsters and men í laginu og mér finnst það mjög flottur kafli þar sem blásturshljóðfærin koma. Svo er grafíkin líka mjög flott. Sumir hafa sagt að þetta sé of líkt fyrrum framlögum Svía en það truflar mig ekki. Ég held með þessu lagi og spái því í toppslaginn og verð ánægð ef þetta verður okkar framlag í Svíþjóð.

 

- 900-9902 I promised you then

Flytjandi: Hjörtur Traustason og Erna Hrönn Ólafsdóttir

Lag og texti: Þórunn Erna Clausen

Dásamleg rokkballaða, þarna er á ferðinni ein besta rokk ballaða á Íslandi, það er X-Factor í þessu lagi sem kemur ekki oft fyrir í söngvakeppninni á Íslandi en oftar í Svíþjóð og Danmörku. Erna Hrönn er örugg og góð í sínum flutningi eins og áður, félagi hennar sjarmatröllið Hjörtur á góða spretti í laginu en ég er aðeins hrædd við hans tóna, mér finnst hann leika sér aðeins of mikið með tónana og í undankeppninni fannst mér upphafs tónarnir hjá honum ekki góðir í sjónvarpsútsendingunni, vonandi er búið að lagfæra þetta fyrir kvöldið. Ég er virkilega hrifin af þessu lagi og textinn hrífur mann með sér, á köflum finnst mér þetta vera stjörnulag eins og lögin hans Bryan Adams (ekki slæmt að vera líkt við hann). Ég veit ekki hvort Evrópa tæki eftir þessu lagi en eins og ég sagði, þá er eitthvað við þetta lag.

 

– 900-9903  Eye of the storm

Flytjandi: Karlotta Sigurðardóttir

Lag og texti: Kristinn Sigurpáll Sturluson, Ylva Persson og Linda Persson

Töffaralag sem er með flottum takti og með sniði sem ég hef ekki séð áður í þessari keppni. Karlotta er rosalega flott söngkona og gerir þetta virkilega vel, hlakka til að sjá þetta flutt í kvöld. Geri samt ekki ráð fyrir að Karlotta sé tilbúin í stóru keppnina og held að þetta verði ekki okkar framlag í Svíþjóð.

 

900-9904   Ready to break free
Flytjendur: Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson.
Lag og texti: Júlí Heiðar Halldórsson, Guðmundur Snorri Sigurðarson

Öðruvísi lag með flottu rappi, lagið er í heild mjög flott og flottur bassi í því. Það er samt eitthvað við sönginn hjá Þórdísi sem truflar mig, þó hún sé flott söngkona finnst mér eins og hún sé ekki með réttu röddina til að syngja á móti rapparanum sem er hörkuflottur, finnst vanta meiri kraft og ákveðni í hana. Held þau séu ekki að fara að vinna þetta nema kannski vegna símakosningar.

 

– 900-9905    Á ný
Flytjandi: Elísabet Ormslev

Lag og texti: Greta Salome Stefánsdóttir 

Eina lagið í kvöld sem er sungið á Íslensku. Fagmannlegt lag með flottum rythma og dásamlegum tónum. Vissi ekki að þessa stelpa Elísabet Ormslev væri til fyrr en hún kom fram í The Voice þættinum og er hún upprennandi stjarna, Adell okkar íslendinga. Hef ekki mikla trú á að svona rólegt lag nái langt í keppninni því miður.

 

– 900-9906   Now
Flytjandi: Alda Dís Arnardóttir

Lag og texti:Alma Guðmundsdóttir og James Wong

Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta lag, einlægt og krúttlegt, eflaust góð lagasmíði. Alda Dís er ný stjarna á Íslandi og er mjög góð söngkona, verður gaman að sjá hvernig gengur hjá henni í kvöld, ég yrði alveg sátt ef það fer í keppnina ef vel gengur í kvöld.

 

Við brenndum okkur á því 2015 að senda unga og óreynda söngkonu í keppnina, veit ekki hvort það var lagið eða söngkonan sem klikkaði í fyrra,  en vonandi sendum við flott lag, atriði og öruggan flytjanda út 2016, svo plís ekki kjósa bara eitthvað, sendum eitthvað sterkt og gott.

Eftir góða hlustun á lögin í gegnum þessi skrif þá er mitt álit að besta lagið er: I promised you then, Flytjandi: Hjörtur Traustason og Erna hrönn Ólafsdóttir Lag og texti: Þórunn Erna Clausen

Og þau lög sem ég vil að berjist um toppinn í kvöld eru: I promised you then, Hear them calling og Now.

 

 

Yfir og allt um kring

Takk fyrir að lesa.  

Europæjan

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband