29.12.2007 | 17:20
Hvernig væri lífið án tónlistar ?
Ég leið hér um íbúðina með ryksuguna og moppuna í hendi og íslenska tónlist í eyrunum og er með tónlistina enn. Búin að gera íbúðina rosa fína eftir að ég bakaði stóran stafla af pönnukökum, ekki af neinu sérstöku tilefni, heldur bara fyrir þriggja ára músina mína, hann langaði svo í pönnsu. Það sem ég ætlaði að segja ykkur frá er að ég gaf manninum mínum í jólagjöf svona þráðlaus heyrnartól til þess að hlusta á Discovery Channel ofl í sjónvarpinu, hann þarf að hafa það soldið hátt þessi elska, en ég sá við því, að ég þurfi að hlusta á þetta í botni. Þessar græjur er ég með á höfðinu og nýt tónlistar úr tölvunni af www.tonlist.is , ég hef verið áskrifandi hjá þeim í nokkra mánuði og verð ég að segja að það eru forréttindi að hafa aðgang að öllum þessum íslensku lögum, ég er svo mikill íslendingur í mér, íslenskan er mitt mál og ég er góð í því. Maður býr sér til lagalista og getur svo spilað þá, eða bara heila plötu í einu. Feðgarnir skelltu sér á jólaball hjá frímúrurum hér á Akranesi, ég ákvað að vera í fríi þetta árið, síðustu tvö árin hef ég sungið fyrir gesti á jólaballi hjá frímúrurum á Ísafirði, ég hefði samt alveg verið til í að skella mér vestur í heimsókn og syngja hjá þeim, en veður og færð eru ekki góð þessa dagana. Ég fékk smá saknaðarsting í magann áðan þegar ég var að hlusta á tónlist, merkilegt hvað maður tengir bæði hugsanir og minningar við ákveðin lög. Lagið Góða ferð með Stebba og Eyfa minnir mig alltaf á frábærar kvöldstundir og góða tónleika á Hótel Ísafirði, í góðum félagskap, ég og Gestur vinur minn erum sérlegir aðdáendur Eyjólfs Kristjánssonar og hlustum yfirleitt á plötuna þeirra þegar við hittumst. Hrafnhildur og Gestur saknaðarkveðjur til ykkar.
Annars voru jólin bara fín og maður búin að hafa það gott, ég fékk bók í jólagjöf sem ég var að vona að ég fengi, hún heitir Leyndarmálið (The secret) ég hef tröllatrú á þessari bók, held reyndar að ég hafi að hluta til alltaf lifað eftir lögmálum hennar, en ætla að drekka í mig meiri fróðleik úr henni. Ég er dáldið fylgjandi svona andlegum málum og hugsunum.
Jæja nú eru mennirnir mínir komnir heim af ballinu, ætla að tala við þá. Kossar og knús til ykkar.
Ykkar mannkind
Athugasemdir
Hæ elsku mamma! Þú ert svo dugleg að blogga maður, verður að fara að auglýsa síðuna þína betur og eignast einvherja bloggvini Kossar og knús frá ísó
andrea (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 01:29
Hæ Addý mín
við söknum ykkar líka en vonandi fer að styttast í að við hittumst
kv Hrafnhildur og Gestur
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 08:43
Já Andrea það segir þú satt, ég er bara pínu hrædd við netið þarna úti, ég óska hér með eftir bloggvinum, á svo sem ekki von á að margir líti hér inn . En maður á alltaf að vera bjartsýnn. Hrafnhildur, já það væri gott ef við færum að hittast, mig langar mikið að koma vestur í matarklúbb og líka að fá ykkur í heimsókn suður.
Arndís Baldursdóttir, 31.12.2007 kl. 09:17
Ég þarf að heyra í þér nánar með þetta þráðlausa heyrnartól... Bjalla í þig á nýju ári..... knús
Gréta (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:09
Hæ hæ Addý!
Gaman að rekast á bloggið þitt á rúntinum Vonandi hafið þið haft það gott yfir hátíðirnar. Og gangi ykkur vel með húsið, þetta er mjög spennandi að fylgjast með Gleðilegt nýtt ár og bestu kveðjur til fjölskyldunnar
Heiðrún R (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 17:06
Hæ Addý og gleðilegt ár
við erum að fara að hittast í matarklúbbnum á laugardaginn ef ykkur langar til
að koma, annars erum við skötuhjúin að spá í að koma til ykkar helgina þar á eftir
kv Hrafnhildur
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:51
Já takk sömuleiðis Hrafnhildur mín. Snuff og snökt... held að við komumst ekki, ætla samt að kíkja á færð á vegum hehe. Mikið líst mér vel á að þið komið til okkar jibbí. Allavega þá sjáumst við fljótlega .
Arndís Baldursdóttir, 3.1.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.