31.12.2007 | 11:12
Stjörnuspá fyrir árið 2008
Krabbinn 21. júní - 22. júlí
Einhverra breytinga er að vænta á starfi og og starfsvettvangi á árinu, en þær verða að líkindum ekki stórbrotnar. Áskoranirnar tengjast einkum þeim sem sem krabbinn starfar með og tengslum hans við þá, ekki í vinnunni sem slíkri. Ekki sofna á verðinum samt sem áður, á þarnæsta ári verður nóg að glíma við. Breytingar á einkahögum byrja í febrúar og fara vaxandi með tímanum, allt þar til í ágúst, ekki síst á sviði fjármála og fjárfestinga. Þær gætu orðið róttækar. Reyndu að vera raunsær. Krabbinn glímir ef til vill við of mikla bjartsýni og óraunhæfar væntingar í einkalífi og rómantík. Árið sem fer í hönd mun aðallega snúast um sambönd. Krabbinn þarf að vera afdráttarlaus við aðra og mun ekki eiga auðvelt með að rækta heilbrigð tengsl. Áhrifa þessa tímabils mun gæta um ókomna tíð.Heilsufar eða sjálfsagi er ekki ofarlega á blaði. en undir árslok öðlast krabbinn hugsanlega nýjan skilning og fer að velta lífi sínu og brautinni sem hann er á fyrir sér, það veltur þó á ýmsu. Vinir og félagar í stærri hópi gætu valdið þér vonbrigðum, eða orðið til mikillar gleði, en bara ef þú gefur færi á þér, ekki síst í febrúar og ágúst. Valdatafl í samböndum eða vinnu er líklegt og er einungis fyrirboði miklu stærri breytinga í lífi krabbans sem munu eiga sér stað á næstu 12 árum. Krabbinn þarf að gæta þess að boðskipti í nánum samböndum í vinnu og einkalífi truflist ekki. Þú verður að tala skýrt, skuldbinda þig til langframa og vera mjög raunsær. Ekki geta allir staðið undir óraunhæfum væntingum. Hvað fjármálin varðar gætu hindranir komið um mitt ár fram í nóvember. Farðu varlega í því að taka á þig nýjar fjárhagslegar skuldbindingar.
Gleðilegt ár allir þarna úti, og takk fyrir árið 2007.
Mankind
Athugasemdir
Gleðilegt ár til þín og fjölskyldunnar þinnar. Skrýtið að hafa ykkur ekki hér um jólin.....
Sjáumst
Stakkanesfj.
Gréta (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 13:21
Takk fyrir og sömuleiðis, Stakkanesfjölskylda.
Já, ég get trúað því að það hafi verið skrítið að það vantaði fjölskyldu, auðvitað vantaði ykkur líka hjá okkur, en allt er breytingum háð og við verðum bara glaðari þegar við hittumst næst þó sjaldnar sé. Takk fyrir gamla árið elskurnar. Knús til ykkar frá okkur öllum og extra frá 3 ára frænku og frænda strák.
Arndís Baldursdóttir, 31.12.2007 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.