5.1.2008 | 17:38
okkur datt í hug....
að skella okkur keyrandi til Ísafjarðar og erum þar núna, á Engjavegi hjá S og S.Rosalega gaman að hitta alla og sérstaklega Guðjón Ólaf litlu dúllu. Andrea fær bílprófið á miðnætti og þá ætlum við að lána henni Vagninn til að rúnta á. Baldur er í góðu yfirlæti í Stakkanesi og Fríða í bænum að hitta vini sína. svo ætlum við á nýársfagnað hjá matarklúbbnum okkar í kvöld.
Við keyrum svo suður á morgun, á afmælisdegi frumburðarins.
Bestu kveðjur til allra.
Athugasemdir
Það var alveg frábært að fá ykkur vestur til mín! Takk æðislega fyrir lánið á kagganum, það var æði
Frumburðurinn (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.