8.1.2008 | 09:00
Þetta söng ég á leiðinni Vestur
Lýsa geislar um grundir,
glóir engi og tún
Unir bærinn sér undir,
ægifagurri brún.
Þar ég ungur að árum,
átti gleðinnar spor.
Hljóp um hagana,
heilu dagana,
bjart er bernskunnar vor.
Æskuvinirnir allir,
unna dalanna kyrrð.
Hulduhamarinn,
hóllinn, tindurinn,
lindin, lækurinn,
litli kofinn minn.
Nú er hugurinn heima,
hjartað örara slær
Stríðar minningar streyma,
stöðugt færist ég nær.
Skip mitt líður að landi,
létt ég heimleiðis sný.
Ljúfu leiðina,
litlu heiðina,
glaður geng ég á ný.
Mikið var gaman að koma í heimsókn á Ísafjörð, en það kom mér þægilega á óvart hvað mér fannst gott að koma aftur heim á Akranes, ég fann það að hér á ég heima og ég elska þennan stóra bæ, og ótrúlegt en satt þá hefur ekki verið brjálað rok síðan ég kom heim.
ÉG ER SÁTT
Ég fór ekki í neinar heimsóknir á Ísafirði nema til ættingja, svo heimsæki ég fleiri í næstu ferð.
Athugasemdir
Hey, ertu nú ekki að rugla eitthvað með textann!!!!
Á þetta ekki að vera "Dísa geislar um grundu"... og "ljúfu leiðina, litlu Heiðuna"!!! Það finnst mér miiiiklu fallegri texti get ég sagt þér
.
En það er nú ekkert lítið sem þetta lag minnir á góða tíma frá Ýsufirði. Þá vorum við nú ungar og ferskar.... og erum enn of kors.
Jæja, back to work
Dizzy
Dizzy (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 11:01
Ó, sorrý Dizzy, mín, jú auðvitað "textinn okkar" er miklu flottari. Ójá það rifjar upp góðar minningar frá Firðinum Ísa. Það var skemmtilegur tími.
Jebb, back to work
.
Arndís Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 11:44
Hmm, las um heimsókn þína hér á blogginu en sá þér ekki einu sinni bregða fyrir! Gengur betur næst! Til hamingju með dótturina, bara komin með bílpróf og allt. Mannstu hvað við gátum rúntað? Ég sé að rúnt genið er sterkt. Eins gott að ég passi minn bíl ;), en hei, enn 8 ár í að Veturliði fái bílpróf svo ég get verið róleg eitthvað áfram. Nú styttist í að ég flytji í þína götu. Við fáum vonandi afhent í næstu viku eða í síðasta lagi 1. febrúar.
Sjáumst vonandi næst þegar skroppið er í heimsókn.
Sóley (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 16:41
já Sóley mín ekki spurning um það, ég verð svo spennt að heimsækja ykkur í nýja húsið.
Arndís Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.