11.2.2008 | 15:32
Ég held ég sé blóm
Ég held ég sé blóm eða planta, mér líður illa þegar veður er vont og þegar snjórinn kemur leggst yfir mig síþreyta og mig langar að chilla og geri nánast ekki neitt, svoleiðis hafa síðustu dagar verið, úff. Það er helzta ástæða fyrir bloggleysinu, leti og aftur leti, þvotturinn heima hleðst upp nenni engu heima hjá mér. En ég finn um leið og það fer að birta hvað ég lifna við. Nema ég er ekki sátt við það eins og blómin þegar flugurnar fara á kreik. Ég er ekki hrifin af pöddum, þess vegna verða engin tré og engin blóm í garðinum á nýja húsinu mínu, svo ætla ég að fá mér gervi uglu svo fuglarnir komi heldur ekki nálægt mér og skíti ekki á þvottinn minn eins og á Urðarveginum.
Þið haldið örugglega að ég sé að tapa mér, en svona er ég skrítin.
Addý paddý
Athugasemdir
Hahaha.. góður!! Get sko sagt þér að það dinglar plastugla uppi í tré í garðinum mínum og fýkur ekki sama hvað gengur á í veðri. En Starrarnir sitja sem fastast og fara ekki fet...
Marta (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:15
Elsku mamma mín! Ég skil þig svo vel... Mig langar líka að leggjast undir feld á veturnar og vera þar, nema hvað að ég fæ svo í bakið á því að liggja undir feldinum eins og ég hef gert síðustu daga :(
Mig langar í sumar og sól og auðar götur og gangstéttir! Engan skóla og ekkert frost. Búhú! En já.. þú með þína náttúru- blóma og plöntu fóbíu, viltu ekki bara panta steypubíl og láta hann sturta í garðinn hjá þér?
En ég get ekki beðið eftir að koma til ykkar eftir 10 daga! Reyndu að þrauka af vetrarhörkuna þangað til ég kem, Love you
Andrea
andrea (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 18:46
Ég er klárlega svona blóm líka!
Tinna (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 00:26
Þetta á ég ekki sameiginlegt með ykkur mæðgum. Mér finnst fínt að hafa snjó svo lengi sem að veðrið er ekki brjálað, ég vil nefninlega fara í fjallið
Ég er samt sem áður orðin spennt fyrir sumrinu og að flytja suður og enginn skóli væri vel þeginn!
En ég velti því fyrir mér hvar maður getur fengið svona gerfi uglu?
Rúna (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 01:33
mér finnst þetta rosalega flott blogg hjá þer :)
ég er alveg sammála með veturinn, þetta er svakalega erfiður tími ..
en ég bið annars bara að heilsa uppá skaga og hafið það gott :)
Guðmunda Gestsdóttir :) (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.