Alveg að klárast

Verkin hér í íbúðinni eru senn að klárast, en verkin í nýja húsinu eru ekki að klárast, orkan fer bráðum að klárast hjá okkur, en þetta hlýtur að hafast fyrir rest. Allir kassar farnir upp í hús og flestir litlir hlutir líka, ég og Herdís erum búnar að fara örugglega 6 ferðir í gær og fyrradag, svo vorum við Dizzy búnar að fara með eitthvað líka. Fólk er farið að spyrja mig:  hvar er maðurinn  þinn ?  Af því að það sér hann ekkert í þessum pakka að bera út dótið, það heldur örugglega að við séum skilin eða eitthvað ........ha ha ha,  á meðan hann er í púlar og púlar í húsinu.

Við áttum sko 8 ára brúðkaupsafmæli í gær, Herdís átti afmæli í fyrradag og ég átti afmæli daginn þar á undan. svo eigum við G----, 20 ára kærustuparaafmæli 5. ágúst n.k. Heart Við sem erum svo kornung.

Staðan er þannig að við ætlum að flytja í bílskúr, herbergi forstofu og baðherbergi, en það á eftir að setja í loftin, og flísaleggja baðið og forstofuna, bílskúrinn er eins og flottasta stofa, málaður og flísalagður. 42-15555837

Stefnt er að því að ljúka flutningum á laugardaginn og mála þá leiguíbúðina, úfffff hvað verður gott þegar það er búið.

Þetta er gaman.

Blómið sem fer í umpottun um helgina.LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara orðið með manninn þinn eins og börnin..........Ha, hvaða börn!!!

Sjæse, þið hafið 10 ára og eins mánaðar forskot á okkur skötuhjúin, við verðum 10 ára 5. september. Ég hlýt að vera svona miklu yngri en þú hahaha .

Þetta er sko pottþétt flottasti bílskúr á landinu  og þið Herdís eruð dugnaðarforkar.

Hilsen

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 16:08

2 identicon

Blessuð,

talandi um afmæli. Ég valdi ekki bara mann með sama nafni og þinn, heldur valdi ég líka sömu helgi til að ganga í það heilaga en bara deginum á undan, en sko alveg sjö árum síðar. Átti sem sagt 1 árs brúðkaupsafmæli á mánudag.

Gangi ykkur vel, vildi að ég gæti verið með ykkur.

Sóley Vet (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 22:41

3 identicon

Hæ hæ og til hamingju með afmælið og allt saman, já tíminn er fljótur að líða við Jakob eigum 17 ára trúlofunarafmæli í dag og 15 ára (kristals) brúðkaupsafmæli 10 júlí n.k  tíminn líður sko hratt, en ég er ekki deginum eldri En annars gangi ykkur  vel þið eruð sko dugnaðar forkar öll. 

kveðja Hanna Mjöll 

Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Æ þið eruð svo dugleg. Ertu að segja satt þetta með brúðkaups og kærustupara aldurinn??? Mér finnst eins og það hafi gerst í gær....

Og Dísa og Ingimar ó mæ got..............

Við erum bara þriggja..

Sjáumst fljótlega kv. Heiða

Til hamingju með öll afmælin, allir saman.

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 25.6.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Smá pása frá pökkun og þrifum. Takk fyrir góðar kveðjur elsku vinkonurnar mínar allar.

Já Dizzy þetta hlýtur að hafa ruglast eitthvað með aldurinn eða talninguna á árunum.

Já Sóley mín, þú varðst nú að gera eins og þín bráðþroska vinkona, ná þér í mann með sama nafni og allt það og til hamingju með brúðkaupsafmælið þið hjónakornin.

Ja hérna Hanna Mjöll, þið Jakob skjótist fram úr öllum, varðandi brúðkaupsafmæli og barnafjölda og allt það, til hamingju með þetta allt. Við erum sko ekki deginum eldri en á 80´s árunum.

Já Heiða mín, gerðist þetta ekki í gær ?   Eða var það í fyrradag?  Eitthvað þannig, skil þetta ekki með tímann.........eftir hálft ár eigum við 18 ára sjálfráða fullorðin einstakling..........þetta getur ekki verið að gerast. Þú ert jú í annarri umferð með þínum elskhuga, en átt líka flotta unglingsstúlku sem minnir þig á að þið eruð næstum því jafngamlar, ég er allavega jafngömul og mínar dætur. Til hamingju með árin ykkar.

Við erum misjafnlega bráðþroska allar, en algjörlega æðislegar .

Yfir og út, og best að fara að sprauta hvíta efninu Cif sem hér Jif í gamla daga, í munstri yfir veggina, og þá verður allt hvítt og fínt hér í blokkinni.

Cif

Arndís Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 10:53

6 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Hrrrikalega eruð þið gamlar. Ég er að sjálfsögðu enn á unglingsaldri. 

Og rosalega ertu dugleg. Verð bara uppgefin við að lesa allt sem þú ert búin að afreka síðustu vikur!  

En er það ekki bara Ajax á allt, skv. auglýsingunni þá geturðu bara hringt í eitthvað gengi og íbúðin verður glansandi fín á augabragði! 

Gangi þér vel með flutningana. 

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 16:06

7 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Hvar er mister muskle?? Það þarf kannski ekki þegar svona ofurkona er á ferð...

Einn tappi í fötuna, og það ilmar allt af hreinlæti...

Baráttukveðjur yfir flóann, sjáumst fljótt.

Heiða

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 27.6.2008 kl. 00:03

8 identicon

Sælar

til hamingju með brúðkaupsafmælið, við erum alveg að koma til að hjálpa

 kv Hrafnhildur og Gestur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband