Ég er frjáls eins og fuglinn

Ég er búin að bíða í heilt ár eftir þessum degi Cool, ég er ekki lengur leigjandi í blokk hinna agalausu, ó mæ, lífið hefst í dag. Við fengum heilan her ættingja á fimmtudaginn og skófluðum út úr íbúðinni, allt nema rúm og nokkra stóla. Svo komu vinir okkar Gestur og Hrafnhildur í gær og það var vaknað fyrir kl. 9 í morgun og stein-rúmin flutt með pompi og prakt með góðri hjálp flutningabíls frá nágrönnunum sem eru líka að flytja í dag úr blokk hinna agalausu eða agalegu Blush. Þegar klukkan var orðin 15:15, var gengið út út blokkinni með aulaglott á vörum, við Hrafnhildur þrifum okkur hægt og bítandi út úr íbúðinni með hjálp á lokasprettinum frá Árna og Hrefnu. Undraefnið Cif (gamla góða Jif) var komið vel niður í hálfan brúsa, búið að þrífa vel og vandlega eins og okkar er von og vísa, og það væri verra ef það væri betra, svo vel var skilið við íbúðina, bæði með þrifum og málningu, takk allir sem hjálpuðu okkur með einhverjum hætti með þrifum eða barnapössun, þið eruð yndisleg.

Við vorum akkúrat í ár í blokkinni, fínasta ár þannig séð, fínar íbúðir. En nú er búið að hreiðra um sig í bílskúrnum fína, búið að stúka af svefnherbergi, sjónvarpskrók og borðstofu, flott og fínt.

Takk fyrir öll kommentin, gaman að heyra frá ykkur.

Við erum ekki með net, táningnum til mikillar armæðu, en það kemur seinna.

Það byrjaði ekki vel:  Við flutningana braut ég húsið hans Majasar og fengum við lánað bráðabirgðaskál hjá Herdísi, hjúkk að Majas var ekki í húsinu þá. ég fer eftir helgi í leit að nýrri skál.

Skál fyrir því Grin.

Yfir og út.

Blómið sem stökk upp úr vatninu í dag og er að róta sig í nýjum jarðvegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með þetta allt saman.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 29.6.2008 kl. 17:06

2 identicon

Til lukku kæra vinkona.

Loksins komin í varanlega mold, en átt þó eftir að koma rótunum um allan pottinn Það kemur þó allt fyrr en varir ef ég þekki þig rétt. Gangi ykkur vel með framhaldið.

Kveðja að vestan.

Sóley Vet (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 23:29

3 identicon

Til hamingju kæra fjölskylda. Vonandi mun ykkur líða vel í nýja húsinu, megi blómið dafna þar vel

kveðja

Hanna Mjöll og fjölskylda 

Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 19:26

4 Smámynd: Ísbjörn

Er að reyna að vera eins og hinir og fá mér síðu.

Verður gaman að frétta af framhaldinu hjá þér. Ég á enn eftir að borga þér fyrir ljósið!

Kv Sóley

Ísbjörn, 30.6.2008 kl. 23:31

5 identicon

til lukku elsku Addý mín

bið að heilsa öllum

Indíana 

Indíana (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband