Fyrsta nóttin á Klöpp

Jæja vinir mínir, við sváfum fyrstu nóttina í nótt í húsinu (eða hluta af því ), þetta var hin ágætasta nótt, gott að komast í sitt rúm, þetta er eins og góð lúxus útilega. Við tengdum WC og vask, þannig að við erum með rennandi vatn og allt það, nú á eftir að klára loftin og svo fljótlega að flísaleggja svo hægt verði að tengja sturtu. Þvottahúsið á bara eftir að fá fúgu í flísarnar, þá getum við hent inn þvottavél og þurrkara og sett það í gang.

Ég held að ég sé að breytast í væluskjóðu, mér hefur nú ekki liðið neitt sérlega vel líkamlega í öllum þessum átökum og áfalli. Núna er ég til dæmis með verki af og til í fingrum og fæ svona dofa-tilfinningu í varir, fingur og tær,  öðru hvoru. Svo er bakið bólgið og vöðvabólgan í hámarki, og svo er það svefntruflanirnar og svefnleysið,  ég held að ef ég færi til læknis myndi hann samstundis segja mér að fara í veikindafrí og reyna að slaka á.  Sjáum til hvort ég fer. Ég verð í sumarfríi í næstu viku, fer svo að vinna í viku, og fer svo í frí í tvær vikur og barnið byrjar á mánudag í 4 vikna sumarfríi.

Stuð

Írskir dagar að byrja hér á skaganum í dag, veit ekki hversu mikið við tökum þátt í þessari skemmtun.

Eitt enn, ég er komin með einkanúmerið mitt aftur á nýja bílinn, þannig að nú getið þið farið að þekkja mig aftur á bíl.

Blomst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ  hæ Til hamingju með að vera farin að sofa í nýja húsinu.  Addý mín það er mjög skiljanlegt að þú sért orðin þreytt og bólgin eftir allt sem á undan er gengið.  Það verður fínt hjá þér að fara í vikufrí þó að það hefði nú mátt vera lengra en annars vonandi sjáumst við sem fyrst. 

kveðja úr sólinni fyrir vestan

Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Ísbjörn

Sæl Addý og til hamingju með áfangann!

Það er ekki skrýtið að eitthvað láti undan eftir það sem þú ert búin að ganga í gegnum. En það er svo skrýtið að ef eitthvað gerist hjá manni þá koma einkenni þar sem maður er veikastur fyrir. Þannig að ef þú ert gjörn á vöðvabólgu er ekki skrýtið að hún komi margföld. Ég lenti í því hér um árið, eftir allt sem gekk á þá að blóðþrýstingurinn rauk upp. Hafði tilhneigingu til þess og við svona áföll verður maður veikastur á þeim sviðum þar sem líkaminn er veikastur fyrir. Það er eins og eitthvað þurfi undan að láta af álaginu. Farðu bara vel með þig kæra vinkona og endilega kíktu í heimsókn til læknis.

Með bestu kveðjum úr áframhaldandi sól

Sóley

Ísbjörn, 7.7.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband