Fugl eða fiskur ?

Það er eitthvað búið að vera að angra gullfiskinn á heimilinu sem er orðinn sex ára, eftir að við fluttum hefur hann verið mjög daufur, það byrjaði nú þannig að ég braut kúluna hans, en ekki með honum innanborðs, hann er ekki mjög sáttur við nýja lífið í stærri kúlu, hann hefur verið fluttur á gjörgæzlu þrisvar sinnum síðan þá (fluttur í minni punch skál he he), hann tók gleði sína á ný þegar hann var í pössun hjá Herdísi á síðustu helgi og kom svo heim á föstudag og var settur í stóru flottu glerkúluna og viti menn, hann verður þunglyndur af að koma í þessa kúlu, hann hættir að vilja matinn, lítur ekki við honum og hefur nú verið settur aftur á gjörgæzlu og er ekkert að hressast, ég er búin að vesenast þvílíkt með þennan blessaða fisk að ég er að hugsa um að hætta þessu bara, hann er kannski orðinn svona gamall greyið eða eitthvað veikur, ég kaupi bara nýjan og sprækari ef hann gefur upp öndina. Við vorum að grínast með að hann væri bara vatnshræddur í stóru kúlunni Crying.

Að öðrum dýrum sem eru ekki sæt, við höfum  tvisvar sinnum vaknað við það að morgni að það er búið að rífa upp ruslapoka og dreifa um á lóðinni, við héldum í sakleysi okkar að þetta væri kannski villiköttur eða tófa, en svo sá ég í gærmorgun að það sat pattaralegur mávur á ljósastaur og beið eftir meiri mat Sick, oj, ef það eru einhverjir fuglar sem eru ljótir og tilgangslausir, þá eru það mávar, þeir eru svo svangir núna að þeir eru farnir að rífa upp ruslapoka hjá fólki. Þannig að nú er næsta mál á dagskrá að fá sér ruslatunnu í nýja húsið.  

Kveðja frá Mávaskógum Shocking                               

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Er sammála þér með máfana, þetta eru óþverraskepnur sem skíta út um allt. Eins gott þú setjir fiskabúrið ekki út í garð til lyfta honum upp, hann verður étinn undir eins!

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 28.7.2008 kl. 12:06

2 identicon

Kannast

Dizzy (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:36

3 identicon

Kannast við svona gullfiskagjörgæslutilraunir. Zorro greyið, blessuð sé minning hans, var lengi í gjörgæslu þar til hann hrökk upp af og fékk að synda sundinu langa í boði Gustavsberg (eða hvaða tegund það var nú).

Sem betur fer eru gullfiskarnir sem eru í pössun hjá okkur mjög sprækir og hamsturinn Krúsí líka.

Jæja, aftur út í sólina og hitann.

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:39

4 identicon

Sæl vinkona og takk fyrir síðast. 

Þetta er ótrúlega lífseigur gullfiskur.  Ég gleymi því aldrei þegar við fengum okkur þessa fiska, vorum þvílíkt búnar að róma þetta fiskalíf fyrir okkur.  Það virðist kannski vera eitthvað þunglyndisgen í þessum bræðrum því hann Snúlli minn framdi sjálfsmorð fyrir um tveimur árum síðan og stökk uppúr skálinni sinni þegar við vorum ekki heima og fundum við hann þurran á baðherbergisgólfinu

Ég þoli heldur ekki máfa

Kveðja Gabríela

Gabríela (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband