Heilsufréttir

Gullfiskurinn,  framhald:   ótrúlegur þessi litli (stóri) fiskur, nú er hann enn á gjörgæslu og er hyper hress, hann er svo hress að hann hoppar nærri upp úr vatninu, hann er kannski að reyna að komast upp úr hehe.  Hann er farinn að borða og getur endalaust borðað, nú þarf ég að herða upp hugann og reyna að setja hann í hina kúluna, og sjá hvort hann verður aftur þunglyndur, ég er farin að halda að vatnið hér í húsi sé kannski eitthvað öðruvísi, hann virðist hressast eftir rúman sólarhring í vatninu, sjáum til.

Takk fyrir frábær komment stelpur, gaman að þessu.

Úff hvað það er heitt úti, við erum að flísaleggja inn á litla baði og erum að kafna, feðgar fóru í útisturtu bak við hús í gærkvöldi, alveg frábært, vonandi að það styttist í að hægt verði að komast í sturtuinnandyra hér á þessu heimili. Ég er búin að vera hrikalega slæm að frjókornaofnæmi í u.þ.b. viku og er þetta mjög slæmt ef það er smá vindur og ég hef komist að því að ég er með ofnæmi fyrir frjókornum af gras-stráum sem vaxa villt hér og þar. Ég hnerra og hnerra og það lekur úr nefinu og klæjar í háls og augu. Crying

Annars er veröldin dásamleg.

Obbnæmis-blómið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísbjörn

Hann er náttúrulega bara frábær þessi fiskur. Hann Gulli okkar heitinn var ekki svona stór né lifði hann jafn lengi. Þegar hann dó kom ekkert annað til greina en að jarða hann. Það versta var að hann dó um miðjan vetur og því ekki hægt að taka gröf svo hann var settur í skartgripakassa með bleikri bómull frá Svennu ömmu og svo í frystinn. Næsta sumar á eftir gleymdist að jarða blessaðan fiskinn svo hann var annan vetur í frystinum. Þegar leið að næsta vori var ég svo eitthvað að gramsa innst í frystinum og rakst þá á þennan litla hvíta kassa. Um leið og frost var farið úr jörðu fékk Gulli loks að hvíla í óvígðri moldu í blómabeði á Engjaveginum.

Gott að gjörgæslufiskurinn er að hressast.

Kv Sóley

Ísbjörn, 31.7.2008 kl. 00:20

2 identicon

Sóley, frábær saga af ykkur og fiskinum haha. Ég hló upphátt! En ég ætla rétt að vona að Majas fari ekki að drepast, maður á eftir að sakna hans ;)

andrea (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband