Honey honey, how you thrill me, ah-hah, honey honey

Halló góðir hálsar, afsakið bloggletina, ég hef verið önnum kafin við hitt og þetta og með smá flensu og ýmislegt.

Það sem ég ætlaði að segja er að ég fór á myndina Mamma Mia loksins á sunnudaginn 17. ágúst 2008. Vá...vá....vá...vá....vá......................það var sko búið að vara mig við að hún væri akkúrat fyrir mig þessi mynd...

..eins og til dæmis:  ég fékk sms frá einni góðri sem var svona:  Var að sjá Mamma Mia, hugsaði til þín, æðisleg mynd. 

Svo var vinur okkar sem kom heim um daginn og sagði:  ég var að frétta skandal um þig,  nú sagði ég?  Já ég frétti að þú værir ekki búin að sjá Mamma Mia..............hann hélt að svona áhugasöngkonur og Pollýönnur sæju myndina með þeim fyrstu. Hann ætlaði að láta mig vita ef það yrði önnur sing-along sýning.

Myndin í heild var æðisleg ég var að fíla hann rosalega vel, flottir leikarar og mér fannst þær Meryl Streep og Amanda Seyfried alveg æðislegar, Meryl hefur nú alltaf verið í uppáhaldi hjá mér síðan í den er hún lék í Heartburn http://www.imdb.com/media/rm263036160/tt0091188 þar sem lagið sígilda  http://www.youtube.com/watch?v=5VvBEUIjiAc&feature=related hljómaði svo eftirminnilega.

Stórkostlegt fannst mér að sjá Dancing Queen atriðið, það minnti mig á uppákomu sem við saumaklúbbur nokkur settum upp, karaoke atriði fyrir mennina okkar í partýi og við stóðum upp í hjónarúmi (allar nema ein sem lá fyrir framan okkur) Cool það var sko flott atriði, stelpur munið þið Halo?

Læt hér fylgja með myndband frá You Tube, þar sem bestu lögin eru sýnd úr myndinni. http://www.youtube.com/watch?v=v3yIVk61160&feature=related

Uppáhaldslagið mitt úr myndinni er auðvitað Honey honey.

Spáið þið í það hvað ABBA gaf okkur mörg geggjuð lög ?

Hárið er fínt fyrir þá sem eru að spá í það, ég fór í klippingu til Sillu og ég læt fljótlega mynd inn.

Allir eru glaðir.

HeyrumstCool

Mamma Mia

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísbjörn

Tek undir með hinum, hélt að þú hefðir verið löngu búin að sjá hana. Ég fór líka á hana sunnudaginn 17. ágúst og skemmti mér frábærlega. OG viti menn, það verður sing a long á Ísó á næsta föstudag Þar hefur þú aldeilis frábæra ástæðu til að skella þér aftur vestur og drífa hana Dizzy með þér. Ég lofa dúndur ABBA partý ef þið komið

Sjáumst, Sóley

Ísbjörn, 24.8.2008 kl. 15:36

2 identicon

Ég er einmitt að hlusta á tónlistina úr myndinni. Já Sóley, það væri nú gaman að fara westur á sing along en ég ætla að vera í heimabænum um helgina á bæjarhátíðinni "Í túninu heima". Útimarkaðir í dalnum og kvosinni, tónleikar á torginu, brenna og allskonar fjör. Heldðanú .

Hilsen

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 10:13

3 identicon

Freistingar freistingar. VERÐ bara að senda þér þennan link http://www.trex.is/travel/is/Kanada-1-78/St.-Johns-3-146.html 

Farðu að safna, halda tombólu, selja kleinur, spá í bolla, spila í lottó, ræna banka.... við Ásdís erum mjööööög mikið að spá í þetta.

Hilsen

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 10:50

4 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Ó mæ,  þetta þarf að skoða.......... mig laaaaangar meeeeð, hver vill kaupa kleinur? , hey ég fer í banka.....og ræni eða  eitthvað,   ALLTAF ER LEIÐ............. Setjum The secret í gang,  ég sé mig vera að fara með ykkur og ég þrái það mjög.

Arndís Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 11:16

5 identicon

Addý ég fór á myndina á laugardagskvöldið s.l. þegar saumaklúbbsatriðið kom þá gat ég ekki annað en brosað og hugsað til baka við vorum sko flottar.  Þessi mynd er æði verð að eignast hana bara verð

Sjáumst vonandi sem fyrst

knús að vestan

Hanna M. dancing queen

Hanna M. (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:51

6 Smámynd: Helga Aðalsteinsdóttir

Frábær mynd, ég fór sko tvisvar á hana og ætla að kaupa hana strax á dvd, kemst því miður ekki að sing a longið á Ísó,  það hefði verið gaman, verð ekki á landinu... nema ég hætti við  Glasgow ferðina ... varla, búin að borga og allt...  en endilega mættu á svæðið það verður örugglega ge.....veikt stuð Kveðja Helga

Helga Aðalsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband