16.9.2008 | 22:55
Life on Mars
David Bowie er flottur tónlistarmaður þó ég hafi aldrei haldið neitt sérstaklega upp á hann, þá komst ég ekki hjá því að hlusta á hann því mjög góð vinkona mín hún Sóley var og er mikill aðdáandi. Smá umfjöllun um hann:
David Robert Jones, fæddur 8. janúar 1947 pælið í því
David Bowie vakti fyrst athygli á sér haustið 1969 þegar hann gaf út smáskífuna Space Oddity, epískt rokklag sem fjallar um ævintýri Toms major í geimnum. Hann gaf svo út skífurnar The Man Who Sold The World 1970 sem var undir áhrifum metalrokks og svo popp/rokk skífuna Hunky Dory 1971. Þó að Hunky Dory hafi ekki vakið víðtæka athygli er hún oft talin með bestu skífum Bowie en á henni eru m.a. hin vinsælu lög Changes og Life on Mars. Árið 1972 gaf hann svo út The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars, sem hann tók upp ásamt hljómsveit sinni The Spiders From Mars Sú plata vakti mikla athygli í Bretlandi. Auk þess vakti sviðsframkoma hans, klæðaburður og andlitsmálning líka mikla athygli.
Athugasemdir
Ég reyndi líka að láta mér líka við Bowie af því að Sóley hlustaði á hann. En ég náði honum eiginlega aldrei. Ekki almennilega allavega. Núna hlusta ég stundum á hann í vinnunni og finnst það bara fínt.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:59
Ég á einmitt tvær vinkonur sem voru og eru algjörir Bowie aðdáendur og þess vegna kynntist ég tónlistinni hans bara frekar vel því við vorum mikið saman þegar við vorum gelgjur. Ég var alveg að fíla fullt af lögunum hans. Alltaf þegar 8. janúar rennur upp á man ég að hann á afmæli og ég man líka ennþá hvað sonur hans heitir. Eyrúnu og Áróru tókst greinilega ágætlega að koma þessu í heilann á mér. Svo var Let's dance líka góð plata, hún kom nú út þarna á eighties tímabilinu.
Dizzy
Dizzy (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:30
lov jú girls. Þið eruð æði. Þarna sérðu Þórdís hvað ég hef verið með þroskaðan tónlistarsmekk
Addý þú ert alger snilli að taka þetta saman. Hvað heldur þú að sé í spilaranum sem fer með mér í hlaupin? Þrefaldur Bowie diskur sem ég keypti í London í fyrra. Bara frábær. Og hann er og verður alltaf bestur.
KV Sóley
Ísbjörn, 17.9.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.