Bloggleti í nóvember byrjun

Takk fyrir að kvitta hjá mér, alltaf gaman að fá smá hint um hver er að lesa. Ég hvet ykkur til að halda áfram að kvitta því þá fáið þið löngu bulluræðurnar frá mér.

Héðan er allt fínt að frétta allir ferskir og mér sýnist að þessi mánuður ætli að hlaupa hratt eins og hinn á undan, skil þetta ekki, það er nóg að gera í vinnunni og heima og mér finnst ég vera í endalausu  kappi við klukkuna, hún gengur alltof hratt. Bara 49 dagar til jóla og pressan eykst,  ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um hvenær við náum að klára húsið að innan, við erum að vinna bæði inni og úti og reyna að klára bæði,  það er nefnilega líka pressa úti,  því fokheldisvottorð fæst ekki fyrr en allar flísar eru komnar á, ég er búin að læra það að það er ekki hægt að setja tíma á svona byggingaferil, ég hef náð þroskanum sem húsbyggjandi eða einyrki eins og við erum með okkar fjórar hendur við hjón.

Mig dreymir um að baka og elda, ég sem hef alltaf fullyrt að ég eigi bara heima í þvottahúsinu ekki eldhúsinu, að nú verð ég að éta það ofan í mig að ég sakna eldhússins, hugsa um þvílíka rétti og kökur sem ég þykist ætla að elda og baka eftir að við fáum eldhús. Sideways

Sonurinn og dóttirin hafa verið dugleg að heimsækja fína bókasafnið sem er hér í bæ og er Fríða örugglega langt komin með að lesa allann bókaflokkinn sem hún les og Baldur tekur líka bækur með heim og við lesum á hverju kvöldi allavega eina bók, mér finnst það yndisleg stund að lesa fyrir hann, það er sko beðið eftir því að hann fái loksins alvöru rúm og stóra sæng, barnið sem er orðið 4ra og hálfs árs gamalt, ekkert grín að búa í bílskúr Woundering, hann sefur sjaldan í litla rimlarúminu sem hann á að sofa í, heldur er betra pláss í mömmu og pabba rúmi InLove. Þetta styttist allt saman.

Við erum að sparsla loftin og pússa í herbergjum og þvottahúsi og svo fer málun í gang vonandi fljótlega. Ég þarf að setja inn myndir fljótlega.

Þetta er allt saman æðislegt Cool, á maður ekki að vera bjartsýnn á þessum síðustu og verstu tímum, munum líka að það eru allir á lífi þ.e.a.s. eftir kreppu og við eigum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, sérstaklega heilsu og fólk, hitt eru eins og ein fyrrverandi samstarfskona mín sagði alltaf: GERVIÞARFIR.

Munið þetta Wink

Ég hef ekki enn fundið fyrir blómaeinkennunum en þau koma kannski þegar snjórinn kemur Sick, ef hann vogar sér að láta sjá sig á mínu svæði.

Græna þruman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt blogg! Það fer alveg að koma að því að þú getir farið að baka og elda og gera fínt heima :) Svo er ekkert langt í að ég komi til ykkar!

 Kossar og knús ;*

Andrea (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:40

2 identicon

Þið eruð sko alveg velkomin í eldhúsið í Hagalandinu til að elda og baka  svona á meðan ykkar eldhús er í kössum. Ég skal alveg gefa Gylfa frjálsar hendur í eldhúsinu, alltof langt síðan maður hefur fengið að njóta snilldarhæfileika hans í eldamennsku. Og ef það er eitthvað sérstakt sem þið saknið að geta ekki eldað og langar að fá að borða þá látið þið bara vita, við reddum því .

Hilsen

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:40

3 identicon

Kvitt

Marta (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband