10.11.2008 | 23:57
Meinhorn og Buff
Stöðvið tímann........
Ég skil þetta ekki, klukkan er á hraðspóli alla daga, sérstaklega klukkan í vinnunni, ég vann aðeins lengur í dag og fór svo aftur að vinna í tvo tíma í kvöld, til að ná upp tíma.
Ég er ekkert sérstaklega mikil Pollýanna í dag, frekar í meinhorni Matthildar eða eitthvað svoleiðis.
Ég er svartsýn á að við náum langt inn í hús næstu 44 dagana.
Ég er ógeðslega svekkt út í stjórnendur landsins okkar, getum við ekki sett þessa stjórn af ? , ég sé ekki að þeir hafi staðið við neitt af því sem þeir lofuðu þann 6. okt. Allt er þetta eitt stórt samsæri og allir búnir að kúka upp á bak.
Nei nú ætla ég að hætta, nenni ekki að vera svartsýn.
Eins og segir í laginu með Buff:
Hættu að væla reyndu að herða upp þinn hug
Vísa skaltu biturð og bölsýn á bug
Engan trega þú munt ná alla leið
því að fara Þrengslin ef að heiðin er greið
Hættu að vaska upp og gráta um leið
sérðu ekki að þetta er breytingarskeið
Engan trega þú munt ná alla leið
því að fara Þrengslin ef að heiðin er greið
Ég skal reyna....
Amen
Athugasemdir
Ég kannast alveg við þessa tilfinningu að finnast verkefnalistinn aldrei styttast. Finnst þið ótrúlega dugleg að standa í þessu öllu sjálf. Þetta klárast einhverntíman og þegar allt er búið þá líturðu til baka og finnst þetta með því skemmtilegasta sem þú hefur gert. Og þér á eftir að þykja svooo vænt um húsið ykkar af því að þú gerðir svo mikið sjálf.
Baráttukveðjur frá einni sem nennir ekki að klára húsið sitt af því hún er flutt inn!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 11.11.2008 kl. 10:59
Kvitt, kvitt fyrir innlitið, kæra vinkona.
Þú losar þig fljótt úr þrengslunum og kemst á beinu heiðinna (Heiðuna!) fyrr en varir. Aðra eins Pollýönnu hef ég aldrei hitt. En samt sem áður er ekkert óeðlilegt að villast aðeins inn á þrengslin þegar svona mikið er í húfi eins og það að geta klárað húsið ykkar fyrir jól. Gangi ykkur vel áfram, kæru vinir.
Með bestu kveðjum að Westan.
Sóley Vet
Ísbjörn, 13.11.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.