14.11.2008 | 01:09
T & T = Törn & Takk
Jæja það kom að því að gamla konan ég hrykki í gírinn eins og gömul Lada. Núna sl. þrjá daga hefur verður rótgangur á Klöpp. Svefnherbergin þrjú sem eftir eru eru óðum að taka á sig mynd, og er vonandi bara eftir síðasta umferðin á þau, búin að mála loftin og þá er hægt að fara að leggja parket og svo fataskápar góðan daginn .
Loksins gat ég skitið í lófana eftir langa tregðu , ha ha ha ha ha.
Nú er það bjartsýnis blómið sem skrifar hér inn.
Það sem er hægt að gera á nokkrum dögum er ótrúlegt, en þetta er allt mínum laghenta og þúsundþjala eiginmanni mínum að þakka, þvílíkur dugnaður og agi á einum gaur .
Á meðan við erum í stuði þá situr annað á hakanum eins og t.d. þvottur og uppvask ofl á heimilinu, það reddast.
Nú verð ég að fara að sofa kl. er 01:04 og vinna í fyrramálið, vonandi vakna ég .
TAKK fyrir allt sem ég hef og á, verum þakklát og bjartsýn og þá gengur allt betur, ég er að reyna að venja mig á að segja takk út í loftið oft á dag, því það er svo margt sem við getum þakkað fyrir.
Hégómastrumpur
Athugasemdir
Til hamingju með það að allt sé komið á betra skrið. Þið eruð alveg rosalega dugleg hjónin og auðvitað má ekki gleyma hvað Fríða Rún er dugleg að fara með stubbinn á bókasafnið, það gerir heilmikið :O) Knús til ykkar frá Ísafirð tu,tu með restina.
Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:00
Já það er gott að geta sagt takk út í loftið og allt það, en mundu líka að hrósa sjálfri þér Arndís - þú ert greinilega hörkudugleg líka :)
Klapp á bakið (á sjálfum sér) á dag
kemur skapinu í lag
Marta (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 16:24
Ó þú ótrúlega duglega kona! Vildi að ég hrykki í gírinn...
Letistrumpur.
Þórdís Einarsdóttir, 14.11.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.