Nýtt ár

Gleðilegt ár kæru vinir.

Nú er komið árið 2009, hver hefði trúað að þetta hafi liðið svona hratt, mjög stutt síðan árið 1987 var.

Það er einhver þoka í hausnum á mér þessa dagana og vildi ég bara henda inn einni stuttri færslu, til að láta vita að ég sé enn hér, hinum megin við tölvuna og dvelst ég eins og svo margir íslendingar á Facebook langtímum saman þegar ég er löt og nenni ekki að smíða á kvöldin.

Á morgun 6. janúar er merkisdagur hjá okkur, frumburðurinn verður 18 ára, hver hefði svo sem trúað því, að ég gæti átt svona aldrað barn Blush. Pabbi sagði þegar við eignuðumst hana að hún væri þrettánda barnið okkar og það er hún. Ég get ekki kysst hana og knúsað því hún býr nærri 500 km. frá mér eða ég henni. Til hamingju með afmælið stóra ofurskutlan mín á morgun, hringi í þig kl. 7 í fyrramálið Gasp.

AG2

Falleg stúlka í fallegum eldgömlum peysufötum í fallegum firði.

 

Takk

Blómið sem er í þokusúld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísbjörn

Til hamingju með stóru dömuna þína. Ekkert smá flott stelpa!

Ísbjörn, 6.1.2009 kl. 09:12

2 identicon

Til hamingju með dömuna :O)

og Andrea ef þú lest þetta Til hamingju með daginn og njóttu hans vel

En annars Gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda. 

kveðja Hanna M.

Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 14:20

3 identicon

Til hamingju með dótturina, já það er ótrúlegt hvað þessi börn eldast, en við ekki  Mér finnst bara eins og það hafi verið í gær eða þannig, sem Andrea og Elísabet mín voru pínulitlar og við vorum að taka myndir af þeim saman

En, annars gleðilegt ár og gangi ykkur vel að smíða

 Kveðja Lína

Sigurlína (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 19:54

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með daginn mæðgur.

Og gleðilegt ár. 

Kv. Þ

Þórdís Einarsdóttir, 6.1.2009 kl. 21:01

5 identicon

Hæhæ Addý mín gleðilegt nýtt ár og til hamingju með stóru stelpuna þína.  Gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir í fallega húsinu ykkar. 

Bestu kveðjur

Gabríela

Gabríela (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband