Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
27.1.2009 | 00:25
Önnur verk og annir, allt og ekkert
Já ég er hér enn.
Fyrirgefið hvað ég er óvirk þessa dagana, nýtt ár og mikil bloggleti hefur geysað hér um slóðir. Það er allt fínt að frétta, allir þræl hressir og kátir. Við erum byrjuð að vinna í húsinu aftur eftir smá jólafrí, sem var alveg nauðsynlegt og gott. Við erum að taka restina af húsinu þ.e.a.s. aðal salina, eldhúsið og stofuna, þegar þessi orð eru skrifuð er búið að klæða restina af veggjum þar og þá er eftir loftið. Við mæðgur erum orðnar þreyttar á eldhúsleysinu og langar okkur svo að geta bakað kökur, það þokast.
Sonurinn er komin á kúk og piss aldurinn, ó mæ hvað orðaforðinn verður skrítinn, þið vitið vonandi hvaða aldur ég er að tala um.
Ég var að leika mér að skoða raftækjasíður um daginn og komst þá að því að raftækin í eldhúsið hafa síðan í mars-apríl 2008, hækkað um nærri helming (heildarpakkinn) frá því verði sem við keyptum það á þá. Vaaá ísskápurinn og frystiskápurinn fóru úr 116.000 kr. og kosta núna 299.900 stykkið, mikið sem við erum fegin að hafa keypt flest af þessu öllu inn í húsið í fyrra. Þetta verðlag er bara bilun.
Ég er farin að hvíla mig á þessu mánudagskvöldi, hafið það gott.
Blómið í skammdeginu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 19:03
Nýtt ár
Gleðilegt ár kæru vinir.
Nú er komið árið 2009, hver hefði trúað að þetta hafi liðið svona hratt, mjög stutt síðan árið 1987 var.
Það er einhver þoka í hausnum á mér þessa dagana og vildi ég bara henda inn einni stuttri færslu, til að láta vita að ég sé enn hér, hinum megin við tölvuna og dvelst ég eins og svo margir íslendingar á Facebook langtímum saman þegar ég er löt og nenni ekki að smíða á kvöldin.
Á morgun 6. janúar er merkisdagur hjá okkur, frumburðurinn verður 18 ára, hver hefði svo sem trúað því, að ég gæti átt svona aldrað barn . Pabbi sagði þegar við eignuðumst hana að hún væri þrettánda barnið okkar og það er hún. Ég get ekki kysst hana og knúsað því hún býr nærri 500 km. frá mér eða ég henni. Til hamingju með afmælið stóra ofurskutlan mín á morgun, hringi í þig kl. 7 í fyrramálið .
Falleg stúlka í fallegum eldgömlum peysufötum í fallegum firði.
Takk
Blómið sem er í þokusúld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)