Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Fésbókarskömmin og meðíferð

Gott kvöld góðir gestir, ef það eru einhverjir sem kíkja á þetta tómlega blogg, sem er bara skrifað inná um Jól, Eurovision og Páska, skamm skamm, ég fékk smá kinnroða þegar góð vinkona mín talaði  til mín á msn eitt kvöldið um miðnætti í síðustu viku, ég sat við tölvuna og var að gera eitthvað allt annað en að fara bloggrúntinn gamla góða, hún sagði:  er mín að læðast á fésbókina í skjóli nætur og það var nú ekki hægt að segja nei við þessari spurningu, þessi vinkona er ekki á fésinu og þess vegna hefur maður alveg dottið úr sambandi við hana eftir að maður hætti að blogga og að skoða blogg hjá vinum. Mér fannst rosalega gaman á fésinu fyrstu mánuðina, en æji svo þegar flestir sem maður þekkir eru komnir inn sem vinir hættir þetta að vera eins spennandi, eiginlega sem betur fer því þetta er ljótur tímaþjófur. Ég ákvað sem sagt að koma með eitt stykki blogg.

Þegar þessi orð eru skrifuð þá er ég búin að afreka margt seinni partinn í dag, búin að elda góðan mat, taka úr uppþvottavél og setja í aftur einkasonurinn sofnaður, setja í þvottavél og ryksuga hljóðlaust um húsið sem er svo mikil snilld, með 9 metra langan barka. Nú er spurning hvað á að gera næst, bóndinn er á fundi og unglingurinn úti svo það er annaðhvort að slaka á eða fara að baka eitthvað. Veit ekki alveg hvort ég nenni, því ég er svoldið lúin eftir helgina, við fórum í smá ferð ekki samt í -meðíferð eins og Salomon, við skruppum vestur í fjörðinn góða á fimmtudag og komum heim í gær, vorum þar í góðu yfirlæti hjá vinafólki og sátum og kjöftuðum langt fram á nótt öll kvöldin, samt var þetta stíft prógramm og fórum m.a að heimsækja bræður okkar og fjölskyldur sem var æðislegt því við sjáumst nú ekki oft eftir að við fluttum, svo var verið mikið með Andreu okkar og svo var fína ballið á laugardagskvöldið, hrikalega gaman í góðra vina hópi og vorum svo heppin að ná balli með BG og Margréti sem verður ekki hægt hér eftir því þau eru hætt. Ég drakk mikið af hvítvíni og skemmti mér vel. (þarf samt ekki að fara í meðíferð)

Við erum flutt inn í eldhús og stofu og er það bara dýrðin ein, mikil hamingja hér á bæ eftir 9 mánaða dvöl í bílskúrnum.

Nóg komið í bili og ætla ég að standa mig betur hér.

Blómið sem fer brátt að skjóta rótum og blómstra með hækkandi sól.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband