Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
7.12.2010 | 19:34
Þó allt sé breytt.....þá koma jól
Jólin og aðventan eru gleðitímar en þeim fylgir líka mikill söknuður, en við verðum að læra að njóta þrátt fyrir aðstæður. Ég setti DVD disk í tækið áðan með 5 ára afmælistónleikum Frostrósa, Dívurnar og Tenórarnir, svo ofboðslega fallegt og vel flutt, ég fór á tónleika með þeim fyrir jólin 2008, þá heyrði ég lag eftir Connie Harrington sem Hera Björk og Margrét Eir flytja en Hera er textahöfundur, þetta er svona jóla söknuður þess sem hefur misst ástvin og jólin koma hvort manni líkar það betur eða ver, þetta er einmitt árið 2008 sem ég fór á þessa tónleika og árið sem pabbi dó. Lagið heitir Það koma jól og ég set hér link neðst á síðu sem ég fann á netinu fyrir þá sem vilja hlusta. Sem betur fer hefur árið verið gott hjá mér, en ég þekki fólk sem á um sárt að binda núna þessa aðventuna og ég hugsa mikið til þeirra, einhvern veginn yljar þetta lag manni og gefur manni orku og kemur fram með þá staðreynd að þó allt sé breytt...... þá koma jól.
Knús á liðið
Jóla blómið sem er að vekja upp bloggið sitt :)
http://listen.grooveshark.com/#/s/+a+Koma+J+l/2uW7xb
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)