Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Korter í Eurovision, áfram Ísland

Já góða kvöldið, hér er enn smá líf, ég gat nú ekki sleppt því að setja inn eins og eina færslu þegar það fer að nálgast evróvision keppnina í Oslo.

Gullfiskurinn okkar hann Majas á einmitt afmæli í dag, er orðinn 8 ára og er stór, syndir í krukku og er mjög mannblendin og skemmtilegur fiskur. Það hafa verið skiptar skoðanir með aldurinn á honum, en hann er allavega 8 ára, ég fann mynd sem var tekinn af honum í ágúst 2002, þá var hann hjá okkur, kannski er hann eldri.

Ég er komin í Eurovision gallann.

 Jæja ég skrifa þetta í áföngum og get ekki dregið þetta lengur því forkeppnin er í kvöld, við erum nr. 17 og síðasta landið sem stígur á svið.

Ég var ekkert yfir mig hrifin af laginu okkar þegar það vann forkeppnina hér, en ég veit að Hera Björk er stórgóður flytjandi, það er spurning hvað það fleytir okkur langt. Ég var ekki bjartsýn í fyrra ef ég man rétt þegar Jóhanna Guðrún söng Is it true, ég var persónulega ekkert hrifin af því lagi, en hún kom okkur alla leið í annað sætið. Svo ég verð að segja að það getur allt gerst miðað við vinsældir íslenska hópsins og mikla landkynningu með ís og elda.

Tek það fram að ég hef ekki séð neina veðbankaspár, þetta er eingöngu mitt álit :)

 

 1. Run Away - Moldova 2010 - SunStroke Project & Olia Tira -

Já já, ágætur hittari, trúi að þetta komist áfram      og það var rétt hjá mér

2. Lost and Forgotten Russia -  Peter Nalitch Band

Hjálpi mér hamingjan, hef ekki smekk fyrir þessu, ekki alveg öruggur á tónunum söngvarinn en Rússland kemst örugglega áfram þrátt fyrir skrítið lag.

og það var rétt hjá mér

3. Siren -  Estonia - Malcolm Lincoln

Veit ekki......hmmmm.....mjög spes lag, held að þetta komist ekki áfram 

og það var ekki rétt hjá mér Blush það komst áfram


4. Horehronie - Slovakia -  Kristina Pelakova

Það er eitthvað við þetta lag, vel flutt held að það komist áfram.

og það var ekki rétt hjá mér Blush það komst ekki áfram

5. Työlki Ellää- Finland - Kuunkuiskaajat

Of tilgerðarlegt, samt hresst lag og fínar stelpur, held að þetta fari ekki áfram

og það var rétt hjá mér

6. What For?- Latvia - Aisha

Já þetta er ágætur smellur, og nútímalegur,  þetta kemst áfram

og það var ekki rétt hjá mér Blush það komst ekki áfram


7. Ovo Je Balkan- Serbia - Milan Stanković

Nei nei nei, er ekki hrifin, vill ekki að þetta fari áfram

og það var ekki rétt hjá mér Blush það komst áfram

8. Thunder And Lightning - Bosnia and Herzegovina - Vukašin Brajić

Rokk og ról,  mmmmmm.....ágætlega flott lag og góður kraftur, ég segi já...að þetta fari áfram           og það var rétt hjá mér


9. Legenda- Poland - Marcin Mroziński -

Undarleg lagasmíð, drama drama, hef ekki trú á þessu.  og það var rétt hjá mér

10. Me And My Guitar- Belgium - Tom Dice

Já, einlægt og fallegt lag, veit ekki, þetta er alveg á miðlínunni :) bæði mínus og plús

og það var rétt hjá mér

 11. My Dream - Malta - Thea Garrett

Mér finnst þetta ágætt, hef á tilfinningunni að hún sé dáldið stressuð og nær ekki að túlka nóg, held að þetta skili sér ekki

og það var rétt hjá mér

12. It's All About You - Albania - Juliana Pasha

Júhú...geggjað stuð í þessu lagi, vá, minnir á lagið okkar, í krafti og nútíma, já áfram...

og það var rétt hjá mér

13. OPA - Greece -  Giorgos Alkaios & Friends

Harðir naglar, vekur athygli, gengur ekki Grikklandi alltaf vel ?   Ekki samt að mínu skapi.

og það var rétt hjá mér

14. Há Dias Assim- Portugal - Filipa Azevedo

Hvert fór píanóleikarinn ?  Þokkaleg ballaða, vel flutt, alveg á miðlínunni, bæði mínus og plús

og það var rétt hjá mér

15. Jas Ja Imam Silata- F.Y.R. Macedonia - Gjoko Taneski

Æji, týpísk júróvision uppskrift  frá Makedóníu, og þó þegar kemur inn í lagið byrja þeir að rappa og þá skánar lagið mikið, er ekki rapp í tísku ???  Jú svei mér þá, þetta lag vinnur á, jú jú það fer áfram.

og það var ekki rétt hjá mér það komst ekki áfram Blush


16. Butterflies - Belarius - 3+2 

Fallegt lag, átta mig ekki alveg á þessu, jú flott held ég, áfram já...

og það var rétt hjá mér

17. Je Ne Sais Quoi- Iceland - Hera Björk

Okkar lag, jú alveg rosalegur kraftur í þessu miðað við mörg hin, áfram Ísland Smile

og það var rétt hjá mér

Þessi færsla er gerð á hálftíma, korter í Eurovision undankeppni 25. maí 2010, en lagið sem ég held mest með í þessari keppni er Danska lagið, vá þvílík útgeislun og frábært lag, vona að þau vinni, ef við vinnum ekki (sem við gerum ekki).  

Er farin að horfa, yfir og út....           

Euro blómið


 


 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband