Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Árlegt Eurovision blogg frá blóminu

Dömur mínar og herrar

Ég hef vanalega ritað hér mitt álit á Eurovision og Söngvakeppni sjónvarpsins árlega, en ég náði ekki að pikka þetta inn fyrr en núna,  eftir að ljóst er hverjir fara fyrir Íslands hönd til Þýskalands í ár.

Ég er mjög ánægð með keppnina í ár, mjög flott og vönduð tónlist, en auðvitað hefur fráfall Sigurjóns Brink haft mikil áhrif á keppnina eins og reyndar alla tónlistar unnendur á landinu, lagið hans hefur því fengið meiri athygli og er það annarra að dæma um það hvort það hafi verið í raun lagið eða öll umfjöllunin sem skilaði því alla leið, læt hér að neðan mína dóma á lögin sem kepptu í kvöld og flutninginn á þeim, fékk myndirnar og textann að láni á vefnum hjá RUV (er það ekki við, íslenska ríkið?)

 

  • IMG_3244

    Aftur heim

  • Aftur heim:      Ég hlustaði á lagið um leið og það kom inn á vefinn hjá Rúv og fann strax að það var mjög grípandi og mikil gleði yfir því, það var mjög vel sungið hjá Sjonna sjálfum á upptökunni og líka mjög vel gert hjá Vinum Sjonna Brink, en eins og allir tóku eftir mjög sérstök stemmning. Ég er sátt við að senda þetta lag.Grin

  • IMG_3245

    Ástin mín eina

  

         Ástin mín eina:     Virkilega fallegt lag og gaman að sjá nýja höfunda  komast svona langt í keppninni, Erna Hrönn gerði þetta mjög vel, gaman að sjá breytinguna á útsetningunni og áherslunum frá upphafsflutningnum, Erna var stórglæsileg á sviðinu í kvöld, svakalega flottur kjóllinn hennar. Þetta var ekki rétta eurovision lagið okkar að mínu mati, en vel gert.Woundering

  

        Ef ég hefði vængi:       Gaman að sjá Halla Reynis með þetta flotta og grípandi lag, hann er svo flottur laga og textahöfundur, ekki meira um það að segja, hann stóð sig vel. Ég hefði alveg verið til í að senda hann út fyrir Íslands hönd.Happy

  

         Ég lofa:       Fínasta lag hjá Vigni. Jógvan súkkulaðisætur á sviðinu og gerir þetta virkilega vel, en það var eitthvað með bakraddirnar sem mér fannst yfirdrifið. Ekki rétta eurovision lagið í ár.Blush

  

         Ég trúi á betra líf:      Kraftmikið lag  frá Hallgrími og greinilega rétti flytjandinn valinn, Magni  var svakalega flottur og  lagið venst virkilega vel og röddin hans nýtur sín alveg í botn. Ég kaus þetta lag og hefði viljað senda það til Þýskalands.Wink

  

         Eldgos:         Já það er nú það Cool. Ég var ekki mjög hrifin af þessu lagi fyrst en það var glæsilegt í kvöld og á tímabili þá hefði ég alveg trúað að það kæmist langt, en það voru bara svo margir góðir eða reyndar bara allir, ég er rosalega hrifin af Matta Matt sem söngvara en hefði samt ekki sent þetta lag.Woundering

  

        Nótt:          Jóhanna Guðrún er besta söngkona Íslands en það er ekki þar með sagt að við kjósum hana til að fara aftur. Lagið heillaði mig ekki þó að ég hafi alveg trú á að það verði vinsælt sem popplag, ég var einmitt að hugsa að ef við hefðum valið hana til að fara út aftur þá væri það endurtekning á því þegar Selma fór í annað sinn, það virkar ekki að mínu mati. Lagið ekki rétta eurovision lagið því miður.Joyful

Ég hef alltaf jafn gaman að þessari keppni og sit yfirleitt ein á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir horfa annars staðar, því það má ekki trufla mig, ég gæti misst af einhverjum tón eða hreyfingu á sviðinu, það er t.d. ekki gaman fyrir mig að fá heimsóknir á þessum kvöldum eða vera stödd annars staðar en heima því þá get ég ekki einbeitt mér nægilega vel að þessu, ég lifi mig inn í þetta og held stundum niðri í mér andanum á meðan ég dáist að þessum hetjum sem þarna koma fram, úff já nú er spennufall og  pása á laugardagskvöldum frá þessu. Ég er spennt að sjá okkar menn í Þýskalandi í vor flytja AFTUR HEIM.

Takk fyrir mig í kvöld.

Söngelska blómið


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband