Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
15.2.2014 | 01:17
Það er Von Eftir eitt lag að Lífið kviknar á ný með Amor Þangað til ég dey og enga fordóma !
Er virkilega komin febrúar ? Og enn og aftur komin tími á Eurovision/Söngvakeppnis Blogg frá evrópsku garðplöntunni
Skil ekki þennan ótrúlega áhuga hjá mér á söngvakeppnum og þá sérstaklega þegar við Íslendingar veljum okkar framlag til að senda frá okkur og alltaf trúum við því jafn heitt að nú séum við með etta og draumur okkar um sigur sé handan við hornið. Og byggjum við skýjaborgirnar alveg hátt hátt upp sem er bara alltaf jafn gaman.
Maður á alltaf að vera bjartsýnn og vongóður.
Allavega er ég alveg sátt við þessi 6 lög sem keppa á morgun.
Ég lék mér aftur að því að raða nöfnunum á lögunum og bætti bara við orðunum það, að, og með. Kemur alltaf jafn skemmtilega út.
Ég set enn og aftur hér að neðan mitt álit á lögunum og mína spá sem ég hef rosalega gaman að, vona að þið skemmtið ykkur jafn vel og ég.
Ég er svo meðvirk að mér finnst öll lögin bara svo flott. En mér finnst alltaf eitthvað vanta upp á hjá okkur, við erum ekki með þennan sjarma á flutningi og sviðsframkomu eins og t.d frændur okkar Danir.
Ég verð heima í sófanum annað kvöld og ætla að njóta þess að horfa og hlusta á þessa dásamlegu árlegu skemmtun og óska öllum góðs gengis.
Ég er svo spennt...
Letz go
Þangað til ég dey - 900-9901
flytjendur og höfundar lags og texta - F.U.N.K.
Já, mér finnst þetta mjög töff lag, hef alveg trú á því, en ég held að það komist ekki í topp slaginn.
Amor - 900-9902
höfundur lags og texta Haukur Johnson Flytjandi Ásdís María Viðarsdóttir
Mér fannst þetta drungalegt og skrítið lag í fyrstu skiptin sem ég sá það en það vinnur á og ég held að þarna sé smá brot af þessu sem ég er að tala um að t.d. Danir hafi, vonandi gengur Ásdísi vel á morgun ef hún klikkar ekki væri ég alveg til í að leyfa þessu lagi að vera okkar framlag en hef ekki trú á að það fái næga kosningu. Svo finnst mér málningin framan í henni ekki nógu smart.
Lífið kviknar á ný 900-9903
höfundur lags og texta Karl Olgeir Olgeirsson Flytjandi og textahöfundur Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
Flott lag og flott leik- og söngkona, gaman að fá svona nýtt, þetta gæti alveg gengið en það er eitthvað við textann, mér finnst hann sunginn alltof hratt og það er eins og hann passi ekki alls staðar jafn vel, gæti alveg trúað að hann væri flottur á ensku. Held að þetta gæti endað í baráttunni um sigur.
Von 900-9904
höfundur lags og texta Jóhann Helgason flytjandi Gissur Páll Gissurarson
Skrítið að velja svona söngvara, en laglínan er alveg dásamlega falleg en ég held að við séum ekki að fara að slá í gegn í evrópu með þetta framlag. Skil ekki alveg af hverju þetta er í úrslitum. Verð hissa ef það verður með mörg atkvæði.
Eftir eitt lag 900-9905
Ásta Björg Björgvinsdóttir höfundur lags og Bergrún Íris Sævarsdóttir höfundur texta
Flytjandi Greta Mjöll Samúelsdóttir
Þetta lag er eitthvað heillandi, en smá kjánalegt líka, en það er bara sætt, það grípur mann strax og svoleiðis eru lögin sem við erum að leita að. Þetta er eiginlega uppáhalds lagið mitt í keppninni. Hef trú á því.
Enga fordóma 900-9906
flytjendur og höfundar lags og texta Pollapönk
Já það er blessuð blíðan.... æ ég veit ekki, er smá hrædd við þetta lag. Er ekki hrifin af pönki og ég held að þetta lag hafi verið samið á 10 mínútum. En textinn er með boðskap sem margir eru hrifnir af og svo eru það pollarnir sem vilja kjósa þá. Sjáum hvað gerist....ef þetta verður okkar framlag þá þið um það. En ég ætla að hætta þessum fordómum.
Njótið lífsins og kvöldsins.
Takk fyrir að lesa.
Europris
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)