Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Piltur og stúlka Dance slow, Once again and Feathers Fly Unbroken í Milljón augnablik

 

Eurovision/Söngvakeppnis blogg enn á ný og árið er 2015

Uppáhalds dagurinn minn er í dag, laugardagur og tónlistarveislan í hámarki þessa dagana.

Ég er búin að vera að fylgjast með söngvakeppnum vegna Eurovision í fleiri löndum en Íslandi, þetta er alveg besti og skemmtilegasti tíminn.

Ég lék mér enn og aftur að því að raða nöfnunum á lögunum upp í status og bætti bara við orðunum and og í.  Kemur bara skemmtilega út núna.

Hér fyrir neðan er mitt álit á lögunum og mín spá sem ég hef rosalega gaman að, vona að þið skemmtið ykkur vel. Það ætla ég að gera.

Mér finnst íslenska söngvakeppnin aðeins skemmtilegri en hin stóra keppnin því þar eru að koma fram flottir og hæfileikaríkir flytjendur sem við könnumst við. En mér finnst það smá galli að það sé bara símakosning sem ráði alfarið hvaða lög komast lengst, væri til í dómnefnd að hluta, veit reyndar ekki hvort það sé svoleiðis í kvöld.

Ég þekki fáa sem rannsaka þetta eins og ég geri, það er hvert einasta smáatriði skoðað og hlustað, og þetta er heilög stund þegar flutningurinn byrjar, þá má ekki tala eða trufla, örugglega þokkalega óþolandi að vera nálægt mér, og sit ég því oftast ein yfir þessu J og leiðist það ekkert.

Eiginlega betra að sitja heima og horfa heldur en að vera í salnum.

Finnst öll lögin flott í kvöld og held ekkert sérstaklega upp á neitt, en er meira skotin í nokkrum þeirra.

Góða skemmtun öll sem eitt, bæði aðdáendur, flytjendur og höfundar

 Hér er mitt álit:

- 900-9901


Fly

Flytjandi: CADEM

Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors
Texti: Daníel Óliver Sveinsson, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson 

Já, minnir á 80´s popp, hef alltaf verið veik fyrir því. Textinn nær ekki að að skila sér nógu skýrt hjá þeim vegna hraða lagsins, enska útgáfan er betri og þetta er góð tilbreyting fyrir okkar keppni, hefur svona sjarma sem maður sér ekki oft í keppninni hér. Held reyndar að þetta sé ekki nógu gott til að komast í toppslaginn.

- 900-9902

Feathers

Flytjandi: SUNDAY
Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson

Fannst þetta alveg furðulegt lag í fyrsta skiptið sem ég heyrði það, en það vinnur vel á og er töff lag og Hildur Kristín er virkilega flott týpa og svo syngur hún best af öllum í keppninni núna, þetta gæti komið á óvart, gæti alveg hugsað mér að senda það út.

– 900-9903

Piltur og stúlka
Flytjendur: Björn og félagar
Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson 

Þetta lag greip mig strax við fyrstu hlustun og er flutt af miklum fagmönnum og er mjög sannfærandi, ég veit ekki hvort Björn Jörundur myndi ná að sjarma Evrópu, við erum orðin svo vön röddinni hans sem er svo sérstök, en kannski er hún bara ekkert spes ef maður hefur aldrei heyrt hana áður, það er engin með svona rödd eins og hann.  En ég er alveg til í að taka sénsinn ef það vinnur. Já já Bjössi er ekkert orðin of gamall, hann er fæddur sama ár og ég J.

– 900-9904

Unbroken
Flytjandi: María Ólafsdóttir
Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson 

Ágætt lag og það er mjög sérstakt að mér finnst mörg lögin í kvöld með fallega melodíu en finnst eins og textinn passi ekki við lagið í nokkrum þeirra og þetta er eitt þeirra en enskan kemur betur út.  En María gerir þetta vel og gæti vel unnið þetta í kvöld

– 900-9905

Dance Slow
Flytjandi: Elín Sif Halldórsdóttir
Lag og texti: Elín Sif Halldórsdóttir 

Flott lag hjá Elínu Sif, en finnst að það mætti heyrast sterkar í henni, væri gaman að senda hana út en held því miður að hún sé ekki tilbúin í það. Spái henni ekki í toppslaginn.

 

 

– 900-9906

Once Again
Flytjandi: Friðrik Dór
Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson
Texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór

Þetta lag snerti mig strax og ég heyrði það, þetta er svona vellíðunarlag, einlægur texti og ekki margir sem geta sungið það eins og Friðrik Dór, hann gerir þetta ágætlega með sinni háu rödd sem bregst honum stundum, held þetta sé alveg tilbúið í stóru keppnina ef Friðrik æfir sig vel og getur valdið þessu lagi. Já já sátt við ef það vinnur.

– 900-9907

Milljón augnablik
Flytjandi: Haukur Heiðar
Lagi: Karl Olgeir Olgeirsson
Texti: Haukur Heiðar Hauksson og Karl Olgeir Olgeirsson

Skil ekki hvað þetta lag er að gera í úrslitum, kannski fínasta lag en flutningurinn ekkert að ná manni. Vona að það fari ekki út.

Takk fyrir mig njótið kvöldsins.

Takk fyrir að lesa.  

Euroshopper

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband