Sólhattur í skammdeginu

Jæja þá fer fyrsta bloggið í loftið hér með rokinu, nei það er nú ekki rok í dag ótrúlegt en satt.

Það ganga hér um landið hinar og þessar pestir og ég held svei mér þá að við fjölskyldan séum í áskrift, hálsbólgan kemur og fer eins og lægðirnar upp að landinu og hausverkurinn liggur eins og þoka. Ég skellti í mig einu glasi af sólhatti (uppleysanlegri töflu) og vona ég að þessi lægð sem ég finn að er að reyna að bíta á mig komi ekki. Allt fínt að frétta annars, við mæðgur bökuðum eina smákökusort í gær, algjörlega bestu súkkulaðibitakökur sem ég hef smakkað. í boði eldhus.is  http://eldhus.is/eldhus.php?func=birtauppskrift&id=459

Bjúgnakrækir kom í nótt og var sonur minn alveg viss um að hann fengi bjúga eða bjúgu frá honum í skóinn því hann fékk sko skyr frá Skyrgámi, ég var nú bara fegin að hann færi nú ekki að troða illa lyktandi unninni reyktri kjötvöru í skóinn hjá barninu, það var sem betur fer bara gulur jeppi á stórum dekkjum sem drengurinn fann í skónum.

Jæja látum þetta prufublogg duga í bili.  Vona að fólk njóti aðventunnar og tapi sér ekki í jólastressi.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með bloggið mannkindin mín .

Venlig hilsen

Mannkindin í Mosó

Dæs (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 14:37

2 identicon

Nei Hæææ, mér finnst frábært að þú sért með blogg! Og verð bara að segja, þetta er framúrskarandi banner sem þú ert með á síðunni!

Heilsubælið í Gervahverfi kveður!

Andrea (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 18:42

3 identicon

Zælar.... Sagt á ákveðnu S...mæltu tungumáli..

Mín byrjuð að blogga. Þetta verður skemmtilegt:)

Ég á nú eftir að verða daglegur gestur hér inni. Bestu kveðjur frá Akureyringnum Vestfirska á leið heim til mömmu í jólasteikina.

Helga Zalóme... (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 11:15

4 identicon

Þetta líkar mér bara mætt í bloggheiminn. Við eigum nú eftir að fylgjast með þér héðan af Engjaveginum.

Kærar kveðjur til ykkar allra á Akranesinu.

Sirrý (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 11:53

5 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Takk fyrir kommentin stelpur allar, vá hvað er gaman þegar kommenta talan hækkar. Áfram svona, þá skal ég vera dugleg að skrifa meira bull.

Kveðja frá mannkindinni  meee

Arndís Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband