Já það er nú það

Sóley spyr hvort ég sé eitthvað að spá í Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins  Smile  http://www.isfirdingafelagid.net/

Svarið er já, eiginlega var ég að fatta að það er sama kvöldið og við ætluðum að hittast gæzkan, hvernig líst þér á það Ísfirðingur?  Svo benti Díza mér á það að við værum nú allar Ísfirðingar kindurnar í Hannó-West-South, en formaðurinn sem er frá Seltjarnarnesi, en er núna Mosó-búi en á föðurætt að vestan, hún verður í sinni fyrstu utanlandsferð  GetLost (á þessu ári hehe) og þær verða fleiri.....og fleiri....meira að segja ég ætla með henni í allavega eina ferð á árinu Cool, sú ferð verður farin í apríl, seinni fermingarferð okkar Zíamz-tvíbba (ásamt fermingarbarni nr. 2 og kannzki fermingarbarni nr. 1).

Þannig að við verðum ekki allar í borginni um helgina sem Sólarkaffið verður haldið.

Við fjölskyldan erum búin að liggja ÖLL í magaflensu fyrir og um helgina síðustu, voða gaman, ég var í því að þrífa upp ælu þrjá daga í röð takk fyrir takk, og vonaði svo heitt og innilega að ég myndi ekki fá þetta eða allavega sleppa við að æla, og hjúkk við Gylfi sluppum við að æla en okkur leið bölvanlega í staðinn, en allt er betra en að æla...oj. Ég var frá vinnu hálfan föstudaginn vegna Baldurs og svo var ég slöpp á mánudag, en þetta er allt að koma og allir að verða mjög sprækir.

En við fengum samt góða gesti um helgina þrátt fyrir flensuna, Hrafnhildur og Gestur komu og gistu hjá okkur  á laugardagskvöldið og það var að sjálfsögðu eldaður góður og flottur matur, humar og svínalund og heimagerður ís í eftirmat, og auðvitað smá rauðvín með matnum. Þetta var æðislegt kvöld þrátt fyrir að sumir voru lasnir. Svo héldu þau heim á Ísafjörðinn á sunnudag um hádegi, elsku vinir  takk fyrir að koma til okkarGrin.

Nú erum við bara að bíða eftir gluggum og hurðum í húsið okkar og þá er hægt að fara að gera eitthvað af alvöru inni eins og að einangra.

Jæja læt hér staðar numið í bili.    

M.K (Mannkindin)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Addý

takk sömuleiðis þetta æðislegt kvöld þrátt fyrir veikindin á heimilinu

sjáumst vonandi fljótt aftur

kv Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 09:17

2 identicon

Mér finnst nú lágmark að við förum í tvær utanlandsferðir saman á þessu ári. Mæli með St. John's næsta haust . Það yrði nú ekki leiðinlegt. Hilzen frá formanninum.

Dizzz

Dizzy (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 09:24

3 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Já sömuleiðis Hrafnhildur, sjáumst vonandi fljótt aftur.

Elsku Gabríela og Hanna Mjöll takk fyrir að skrifa í gestabókina, gaman að fá kveðju frá þeim sem eru að skoða bloggið.

Dizzy já þú segir það, jú ég er svo sem alveg til í að fara til St. John´s næsta haust,  því þá verð ég orðin ríkari en ég er í dag því ég lifi jú eftir lögmáli og aðdráttaraflsins The Secret, ég hlýt að eiga nóg af seðlum þá, segjum það bara, við skulum bjóða mönnunum okkar með því þá er meira töskupláss ha ha ha ha.

Arndís Baldursdóttir, 16.1.2008 kl. 09:40

4 identicon

Já verðum voða góðar og bjóðum þeim með (þó þeir séu nú ekkert yfir sig hrifnir af verslunarferðum), við verðum að hafa nóg töskupláss, það sýndi sig nú vel síðast :)

Díza

Dizzy (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 09:52

5 identicon

Það væri nú ekki leiðinlegt að kíkja á Sólarkaffi, til er ég!

Leiðinlegt að heyra af veikindum hjá ykkur, vona að allir séu orðinir hressir núna.

Heyrumst síðar!

Sóley (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband