22.1.2008 | 09:20
Nú er úti veður vott
Vá hvað það var hvasst fyrir utan blokkina hjá okkur í morgun, ég hélt ég myndi takast á loft (þá má vindurinn nú vera sterkur) með Baldur í fanginu, svo var líka rigning og hálka.......Gylfi kom og bjargaði okkur og hélt á Baldri. Maður var náttúrulega búin að gera hárið rosa fínt fyrir vinnudaginn, en nei nei....þegar ég kom inní bíl þá stóð hárið allt út í loftið he he bara eins og ég hefði fengið raflost.
En þetta var nú í lagi, ég komst heilu og höldnu í vinnuna og leikskólann og lúkkið er bara glæsilegt, það má segja að hárið sé vel blásið í dag.
Allt fínt að frétta hjá okkur. Við ætlum á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins á föstudagskvöldið með Sóley og fleira fólki, ég er rosa spennt fyrir því, hef aldrei farið áður, mér hefur skilist að yngra fólkið sé orðið duglegt að mæta, eða er það kannski bara að við tilheyrum ekki lengur "yngra" fólkinu heldur "milli" eða "eldra" fólkinu ha ha ha. Manni finnst maður alltaf vera jafn ungur. Frétti einmitt í fyrra að það hafi verið góð mæting frá model 70.
Bið að heilsa
Lofthæna
Athugasemdir
Já það var hvasst í Mosó í nótt. Ég hugsaði bara í morgun hvar ætli ruslatunnan okkar sé núna eftir allt rokið. Var að spá í að biðja þig að líta eftir henni þarna uppi á Skaga
. En hún var nú bara ennþá á sínum stað, reyndar lárétt, en hafði bara haldið sig heima hjá sér.
Auðvitað tilheyrum við yngra fólkinu..... eins og alltaf.... erum við ekki að fara í fermingarferð í apríl!!! Það gerir bara yngra fólkið
.
Hvassviðris kveðja
Dæs
Dizzy (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:57
Hæhæ ekki hefði mér dottið í hug að þú ættir blogg en þegar Andrea benti mér á það í skólanum í dag þá hugsaði ég mig tvisvar um: 'Jáá auðvitað á hún Addý blogg, hún er svo mikil skvísa'. Datt svo í hug að kíkka inn á það afþví það er svo lítið að gera hjá mér í vinnunni, búin að afgreiða 5 á 45 mínútum. Pabbi er einmitt fastur hjá mér á Akureyri útaf vonda veðrinu í borginni og er búinn að hanga inni í allan dag, aumingja greyið. En ef þið Dísa eruð af yngri kynslóðinni af hvaða kynslóð er ég þá?
Kveðja að Norðan
Rúna
Arnrún (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 18:44
Nei hæ Rúna Rokk
Gaman að sjá þig hér, já ég ætla rétt að vona að ég sé ekki orðin svo "gömul" að ég geti ekki verið skvísa, með blogg og alles. Við Díza erum ávallt nýfermdar, svo það er spurning með þig lambið mitt, í hvað kynslóðaflokk við setjum þig, þó það sé móðgun fyrir þig þá erum við nærri í sama flokki, við erum jú svo staðnaðar og seinþroska við Zíamz tvíbbar Díza og ég að þú verður fljót að ná okkur
.
Takk fyrir að vera til, sæta frænka, og passaðu barnið
mitt þarna fyrir Norðan
.
Arndís Baldursdóttir, 22.1.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.