Nú skal taka upp betri siði

Jæja í gær hófst niðurskurður á mínu óholla fæði, nú skal ég fara að lifa á betra fóðri og ætla að vera dugleg að skrifa hvernig mér gengur og líður, nú þýðir ekki að liggja á meltunni og jórtra allan daginn og öll kvöld.

Ég fékk mér Herbalife shake í morgunmat í gær og svo skyrdrykk með bláberjabragði (án viðbætts sykurs jibbí), appelsínu, kiwi og hrökkbrauð með osti í hádeginu (ég veit að sumir hugsa: vá hvað þetta er mikið) en maður verður nú að jórtra sig niður, grjónagrautur var hafður í kvöldmat ásamt ristuðu brauði. Nartaði smá í gærkvöldi Blush.

Svo er það dagurinn í dag:  Herbalife shake í morgunmat,  og svo skyrdrykk með bláberjabragði, kiwi og  tvær hrökkbrauð með osti í hádeginu, kjúklingaborgara í kvöldmat með léttmajonesi.

Ég verð að viðurkenna að mér líður 100 sinnum betur en fyrir nokkrum dögum síðan. Svo set ég hreyfingu inn í þetta þegar andinn kemur yfir mig (hreyf-andinn)Halo. Svo þetta er alveg ágæt byrjun, sem átti reyndar að byrja fyrir 20 dögum, en betra er seint en aldrei.

Svo nú er bara að halda sig á beinu brautinni og sviga fram hjá sykur-púkanum sem er alltaf að reyna að trufla migBandit

Nýtum litlu verkamennina sem starfa inni í okkur í dagvinnu, látum þá fá rétt hráefniShocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara ég einu sinni enn. Mér finnst fólk ekki nógu duglegt að kvitta fyrir innlit. Ég er með síðu fyrir krakkana á Barnaneti sem fær alltaf nokkur innlit á dag, en enginn kvittar svo maður hefur ekki hugmynd um hver kíkir inn. Eru það ættingjarnar eða bara eitthvað fólk út í bæ?

Úpps, ætlaði ekki að romsa neitt á þinni síðu, bara að kvitta.

Hlakka til að sjá þig á fös.

Sóley Vet (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 09:08

2 identicon

Hæ Addý

Velkomin í hópinn, vonandi gengur þetta vel hjá þér

það gengur vel hjá vini þínum byrjaður alveg á fullu gasi

kv Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 09:21

3 identicon

Ég ætla að taka þig til fyrirmyndar frænka, duglega, duglega þú 

Knus Rúna rokk sem er með góðan hemil á barninu þínu hérna fyrir norðan

Arnrún Lea Einarsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 11:38

4 identicon

Flott hjá þér Addý mín,  go for it girl! þú getur þetta!

ps. Mér finnst þetta ekki mikið sem þú ert að fá þér í hádeginu,  mjög passlegt og hollt. 

Bestu kveðjur

Gabríela

Gabríela (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 13:47

5 identicon

Þetta er alls ekki of mikið sem þú ert að snæða í hádeginu. Málið er bara að borða 3 passlega stórar (eða litlar), hollar og fjölbreyttar máltíðir á dag með grænmeti og svo ávexti í millimál. Vandamálið er bara að þetta virkar víst bara þegar maður heldur sig við þetta, þekki það nú vel!! En ég vona að danski andinn komi yfir mig í Köben um helgina og þá tek ég hann með mér heim, þó ég ætli nú að fara eitthvað gómsætt út að borða þar annað kvöld og svo er náttúrlega árshátíðin á laugardagskvöld.

Ja det tror jeg.

Venlig hilsen

Dizzy og Bølle Bob (ef þú manst eftir honum  )

Dizzy (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 10:27

6 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Takk fyrir peppið þið allar.

Sóley mín! hlakka sömuleiðis til að hitt þig á morgun, og ég er sammála þér með að fólk á ekki að vera feimið að kvitta fyrir heimsókn, það er nefnilega svo gaman að fá ný kvitt, ég verð allavega rosalega glöð þegar ég sé nýja tölu í kommentum hjá mér.

Hrafnhildur!  Mig dreymdi vinn minn í nótt og hann var grennri í draumnum líka, áfram við, sem erum í átaki..

Og Rúna Rokk sæta frænka!   Takk fyrir að kommenta hjá mér og að ætla að taka mig til fyrirmyndar, og takk fyrir að passa litla bílstjórann minn þarna fyrir norðan.

Gabríela, takk fyrir þitt góða innlegg .

Dizzy mín, já reyndu að næla þér í tvo Danska kúra þarna í baunalandinu, one for you and one for me, áfram með danska-andann eða landann .   Öfund .

Ha ha ha ha , ég man sko eftir Bølle Bob, algjör snilld, maður fær nú bara "plastbak"  ha ha ha.  svo bið ég að heilsa "helvítis hafmeyjunni" ef þú rekst á hana..

Arndís Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 11:31

7 identicon

Já ég skal skila kveðju til den lille havfrue, efast nú samt um að ég hitti hana í þessari ferð. Ætla bara í Fisketorvet og á Strikið og á árshátíðina. Annars geturðu bara kíkt sjálf á hana í apríl, finnst það eiginlega möst . Verðum við annars ekki að fara að plana þá ferð fljótlega?!?

Bølle Bob var skemmtilegur. Ég man ennþá viðlagið.

Hilsen

Dæs

Dizzy (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband