Þeir klæddu mig úr kjólnum

Morgunblaðið kom mér skemmtilega á óvart í morgun þegar þeir birtu bloggið mitt "Ég held ég sé blóm" ég fékk hringingu frá systur minni í morgun:  ertu búin að sjá moggann?  Ég hugsaði hvað getur það nú verið að sé í mogganum, bjóst við að maðurinn hennar væri á forsíðu eða eitthvað. Þetta fannst mér bara reglulega gaman og viðurkenning fyrir mig sem byrjanda í bloggheimum. Mér fannst myndin af mér dáldið öðruvísi þarna í blaðinu, búið að taka nærmynd af myndinni og taka kjólinn minn fína út og ég leit út eins og nakinn með semilíuhálsmen ha ha ha ha..........gaman að þessuJoyful.

Foreldrar mínir ráku bæði upp stór augu þegar þau sáu bloggið mitt og nafnið mitt og mynd í mogganum í morgun því þau vissu ekki um þetta blogg mitt (ekki að ég hafi verið að leyna því )og kalla þau mig bæði blómiðhér eftir hehe Sideways

Mér þætti nú vænt um að þið sem skoðið síðuna mynduð nú kvitta fyrir innlitið því heimsóknum hefur fjölgað um helming, jibbí jei, gaman að fá fleiri í heimsókn og ennþá meira gaman að vita hver þið eruð.W00t

Ég fór í fermingar fatabúða leiðangur í dag með Fríðu minni, og við eigum eftir að skoða miklu meira erum rétt að byrja og svo fór prinsinn í klippingu til Gísla rakara, alltaf jafn gaman að fara til hans, hann er frábær við börn.

Ég er byrjuð að ráðast á óhreina þvotta hauginn, sem þýðir að það er að létta til, ég þakka það blessaða Herbalife shake-num mínum sem ég er farin að taka aftur tvisvar á dag og ég finn strax mun á skrokknum hvað ég er hressari og betri í liðum. Gott málWink.

Bestu kveðjur til ykkar allra

Blómið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt, kvitt.  K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:05

2 identicon

Bra að kvitta fyrir komuna

Rúna (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:05

3 identicon

Kvitt

Gréta (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:51

4 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Takk fyrir kvittið sætu stúlkur sem hafið kvittað, áfram með kvittin lesendur góðir . Allir að kvitta

Arndís Baldursdóttir, 13.2.2008 kl. 10:58

5 identicon

Úff.. nenniru að koma og þvo allann þvottinn minn líka? Þetta tekur mörg ár hjá mér, þessi elsku þvottavél mín tekur einn bol og einar brækur þá er hún orðin full, uss uss. En þú ert að verða duglegri að blogga en ég kona! Flott ;)

Andrea, ofurhúsmóðirin Norðan heiða

andrea (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 16:49

6 identicon

Hej  tvíbb. Noh, bara hálfnakin í Mogganum!!! Hvernig endar þetta?!?

Ég á reyndar eftir að sjá þetta í blaðinu, kíki á það þegar ég kem hjem.

Ja så mycket.

Hilsen på Skagen.

Dizzy síamstvíbbi

Dizzy (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 16:50

7 identicon

Kvítt

Gabríela (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:52

8 identicon

Sá þig einmitt í mogganum og ákvað að kíkja á boggið og kvitta hér með fyrir mig.

Lína (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 19:58

9 identicon

bloggið ekki boggið

Lína (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 19:59

10 identicon

Að sjálfsögðu kvittar maður fyrir innlitið, eins og alltaf. Er að stelast í vinnunni, brjálað að gera en ákvað að gefa mér tíma til að kíkja á bloggið þitt. Takk fyrir símtalið í gær!

Bestu kveðjur til allra.

Sóley Vet (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband