Mikil notkun á bláa pissinu í borginni, og munaðarvaran bensín

Ég var í borginni í gær á námskeiði og fyrir viku síðan líka og ég get svarið að mér finnst umferðin þar algjör steypa, ég skil bara ekki hvernig fólk getur vanist þessu en öllu má líklega venjast, það vakti athygli mína á ferðum mínum undanfarin mánuð þar að fólk er algjörlega háð rúðupissinu á bílnum hjá sér, ef rúðupissið klárast geturðu bara gleymt því að komast eitthvað, án þess að keyra á eða útaf, svo mikið hefur verið saltað greinilega, ég vorkenni fólki að þurfa að hafa bílana sína í þvílíkum saltaustri alla daga, enda eru flest allir bílar grá-svartir. Rúðupissið er jafn nauðsynlegt og bensínið, ég lenti í um daginn að klára pissið í Mosfellsbæ, en á góða að þar og fyllti á pissið. Heyrði í útvarpinu um daginn að Svíar setji sykur saman við saltið á göturnar til að draga úr tæringu á lakkinu á bílunum því salt er nú ekki talið fara vel með lakkið, en það ku vera of dýrt fyrir okkur að blanda sykri saman við hér á Íslandinu.

Bensínverðið er hrikalega dýrt þessa dagana, og held að maður þurfi nú að fara að draga saman skutl hér og skutl þar. Held að fólk ætti bara að fara að sameina ferðir og taka strætó. Íslendingar eiga svo marga bíla þetta verður erfitt.

Annars er allt gott að frétta, ég er að fara upp í hús að einangra nokkra veggi, ætla að vera dugleg um helgina svo þetta klárist einhvern tímann, svo þurfum við að fara að skoða eldhúsinnréttingar og svoleiðis hluti.  Er einhver sem veit um flottar innréttingar á viðráðanlegu verði, endilega setjið í comment ef þið hafið reynslu af einhverjum.

Ég er himinlifandi yfir því að það skuli vera hiti úti en ekki frost, það má rigna fyrir mér núna og vera rok, en plís.......ekki snjór og frost.  Það fer að vora.InLove

Blómið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski þið þarna fyrir sunnan ættuð að fara taka okkur hérna fyrir norðan til fyrirmyndar og hætta þessu helvítis kryddi endalaust.. bra strá sandi á göturnar í staðin fyrir þetta salt!

Alveg er ég viss um að hún móðir mín gæti bent þér á eitthvað í sambandi við innréttingar þar sem hún er nú í sama pakka og þú þessa daganna

Hlakka annars ógó til að koma suður næsta fimmtudag, við sjáumst kannski þá

Frænku kveðja að norðan 

Rúna (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Já þetta krydd, á götum borgarinnar ha ha ha.......eins og franskar kartöflur.  Já mamma þín er búin að fara marga hringi skilst mér, ég ætti að heimsækja hana. Já vonandi hittumst við á næstu helgi.

Sömuleiðis frænkukveðja fra Skagen.

Arndís Baldursdóttir, 17.2.2008 kl. 11:27

3 identicon

Hæ frænka

Kíki reglulega hingað inn, gaman að lesa :)

Kveðja Unnur frænka

Unnur Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Talandi um krydd, Addý mín þú ert dásamlegt krydd í tilveruna.

kveðja Heiða

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 20.2.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband