29.2.2008 | 17:00
Fæ ekki innblástur í svona kulda
Ég bíð eftir vorinu, í alvöru..........fólk, er ekki nóg komið af þessum vetri, ég hélt í sakleysi mínu að þetta yrði betra hérna sunnar á landinu, nei nei. Ég held því enn og aftur fram að ég sé blóm, og blómin dafna ekki í svona kulda og liggja því dva........la.
Afsakið bloggleysið, en ég hef trúa á að þetta komi með hækkandi sól, og þá er sólin of skær fyrir mig......það er vandlifað í þessum heimi.
Hvar eru bjartsýnisgleraugun mín aftur.. Ég hlýt að fara að finna þau fljótlega.
Blomster
Athugasemdir
Þig vantar áburð Addý mín, í fljótandi formi helst. Mæli með grænu þrumunni (hvítvín kanski). Gott að taka í smá skömtum fyrst og auka svo þegar nær dregur vori. Þá er gott að umpotta og jafnvel stækka aðeins við sig og bæta við örlítilli nýrri mold (hvenær flyturðu annars í nýja húsið?) Eftir það muntu dafna, blómstra og vaxa....
Sólskinskveðja Heiða blómálfur
Heiða (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:29
Ó já, takk fyrir þetta blómálfurinn minn, ég held að þessi meðferð sé nauðsynleg, svo er það þegar maður er í þröngum potti þá fer ekki vel um ræturnar sem hafa alltaf haft svo mikið pláss, ójá ég er blóm, það leynir sér ekki.
Snilldarleg athugasemd mín kæra, nauðsynlegt að fá góð ráð frá fagfólki, hvernig er það með byggingastjórann og stórfjölskyldu ætla þau ekki að fara að kíkja í gegnum göngin?
Knús frá mér.
Arndís Baldursdóttir, 1.3.2008 kl. 00:39
Jú nú fer að líða að því með hækkandi sól. Það þarf að fylgjast með byggingaframkvæmdum og fer hver að verða síðastur býst ég við.
Nú syngur fjölskyldan saman í kór, Ég er á leiðinni....alltaf á leiðinni...úaa..
Addý mín sólin skein fyrir þig í dag.
Kveðja blómálfurinn, byggingasjórinn og börn
Heiða (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 19:25
Hvaða hvaða litla sólskinsbarn, þú verður að fara að finna bjartsýnisgleraugun aftur og skella þeim á nefið. Það er strax farið að birta svo mikið. Það er orðið bjart þegar maður fer til vinnu á morgnana og bjart þegar maður fer heim. Svo er það nú bara þannig að við fæddumst á Íslandi, lítilli eyju norður í Atlantshafi, og höfum ákveðið að búa hér þar sem vetur eru dimmir og sumrin björt. Það gæti verið verra. Það kemur alltaf vor eftir veturinn og maður hefur alltaf eitthvað að hlakka til. Til dæmis er nú aldeilis farið að styttast í Køben ferðina okkar, það verður nú pottþétt komið vor þar og við verðum þar í sól og sumaryl .
Ja det tror jeg.
Hilsen
Dizzy
Dizzy (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:07
Æji já, síamz tvíbbinn minn, þetta er svo satt, en heyrðu mig góða ? Hvenær ferð þú til vinnu á morgnana? hmmm......það er alltaf dimmt ennþá hjá mér 7:50 þegar ég fer út á morgnana. Nema að ég sé með myrkvunargleraugun á nefinu ennþá.
Ætli þetta sé ekki áhrif af því að við höfum hist extra lítið undanfarið, bætum úr því. Það er nóg skemmtilegt framundan fermingarveislan "okkar" gætum tekið smá kökuæfingu. Og svo Köben auðvitað.
Arndís Baldursdóttir, 3.3.2008 kl. 11:17
Það bara birtir fyrr í Mosfellsbænum . Nej nej, maður er að skríða út eitthvað upp úr kl. 8, eða eitthvað rúmlega kannski, ég er ekki morgunmanneskja ........z.z.z.z.z......
En já við þurfum að fara að taka æfingar. Verður ekki bara bakarísmorgunverðarveisla næstu helgi? Og Heiða kíkir þá bara líka í morgunverðinn svona einu sinni .
Og já.......til hamingju með unglinginn á heimilinu.
Dizz
Dizzy (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.