6.3.2008 | 20:32
Hvíta leiðinda efnið
Afsakið hvað ég hef verið leiðinlegur og latur bloggari, ég ætla að bæta aðeins úr því
Jæja þá er hvíta leiðinda efnið sem heitir snjór að mestu farið og ég vona svo sannarlega að ég sjái það ekki aftur í bráð og væri mér algjörlega sama þó ég sæi það aldrei aftur. Ég er svo hrifin af því þegar það fer að birta og vora, þá byrja ég að rétta úr stiklinum og blómstra eins og páskalilja hehe.
Ég er þessa stundina að kafna úr kvefi, en ég vona að það verði nú ekki meira úr því, enga flensu takk. Nú fer fermingaundirbúningur að komast á lokasprettinn 10 dagar í dag.
Sem sagt, vonandi betri tíð framundan og allt að komast í blóma, svo eftir fermingu koma svo dagar þar sem unnið verður í byggingunni í öllum frítíma, gaman að því, ég er hrikalega spennt fyrir sumrinu margt skemmtilegt framundan. Ég var ekki búin að segja ykkur frá því að í húsinu okkar verður aldrei hávaði þegar við ryksugum, því það verður ryksugukerfi í því, bara að stinga barka í op sem er eins og innstunga og þá fer kerfið í gang, þetta er ekta fyrir okkur, við erum svo mikil tækniljón.
Snilld
Páskaliljan
Athugasemdir
Alveg er ég sammála þér með hvíta efnið, ég er alveg búin að fá nóg af því að vaða snjó upp í klof á þessum flatbotna bomsum, ég vil fara að komast á hælana og vera svolítil skutla. Geturðu ekki ryksugað upp þetta efni....?
Heiða (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:31
Hvaða hvaða... mér finnst snjórinn æði. Svona þar til páskarnir eru búnir. Þá á hann að hverfa í einum hvelli og ekkert slabb takk fyrir. Og þá má allt grænka á einum degi og sumarið springa út og vera alveg fram í desember en rétt fyrir jólin má snjóa aftur. :)
Kannski ekki mjög raunhæft!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 7.3.2008 kl. 09:46
Já, eins gott að Páskarnir séu snemma í ár Þórdís , ég hef greinilega fengið nóg af snjó í mínu lífi í efstu götunni á Ísó. En þetta er auðvitað misjafnt, mér finnst allt í lagi ef hann gæti haldið sig bara í fjöllum þar sem eru skíðasvæði, ég er nú ekki svo vond að vilja koma í veg fyrir að fólk stundi skíðaíþróttir.
Arndís Baldursdóttir, 7.3.2008 kl. 12:09
Sæl Addý mín, eins gott að þú ert ekki í efstu götunni núna, því af þessu FALLEGA hvíta efni er nóg hér :0) En annars gangi ykkur vel með fermingarundirbúninginn :0)
kveðja úr snjónum á Ísafirði
Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 23:35
Sæl Addý mín. Sem núverandi íbúi efstu götu Ísafjarðar sé maður nóg af þessu hvíta. Þótt ótrúlegt sé er ég ekki búin að fá leið ennþá, enda ekki komnir páskar. Tek undir með Þórdísi, fyrrum nágranna úr Fagraholtinu geri ég ráð fyrir? Eftir páska má snjórinn fara í einum hvelli. En talandi um fermingu, ég kemst því miður ekki suður að svo stöddu, kem sennilega ekkert suður fyrr en í lok maí. En ég óska ykkur fyrirfram til hamingju og vona að þið eigið frábæran dag.
Kv að vestan.
Sóley, Urðarvegspúki.
Sóley (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.