Sparibók Landsbankans 2003 biblía kreppuársins 2008

Bloggleysi, þoka og valkvíði ekki dugir það, spark í rassinn kona. Já ég hef ekki haft neitt að segja hér á mínu bloggi síðustu daga, hef liðið um í þoku og ekki fengið rétta andann yfir mig.  En það gengur ekki lengur, í dag hefst lífið, það er komin 8 stiga hiti úti, allar götur hér snjólausar og þurrar.

Valkvíðinn stafaði af því að við erum að falla á tíma með að svara tilboði vegna innréttinga í húsið og svo er allt að hækka og maður verður að hafa hraðar hendur ef við ætlum að reyna að ná þessu öllu á gamla genginu, en ég rauk í gang í dag og sendi breytingar á eldhúsinu til teiknarans og svo sendi ég líka tölvupóst á www.ormsson.is  og www.sminor.is  ofl. til að sjá hvað þeir vilja selja okkur á fínu verði, veggofn, helluborð, kæliskáp og eyjuháf. Sem sagt nóg að gera, þannig að ég náði að fresta valkvíðanum aðeins lengur en hef þó stigið skrefinu lengra en í gær.

Ég var að finna Vegabréfið mitt áðan vegna Pige-rejse sem ég er að fara í í næstu viku, gvöð það verður gaman, þá rakst ég á í gömlu dóti, Sparibók Landsbankans sem var gefin út í janúar 2003, já þeir hafa vitað þetta allan tímann, þetta er eitt stórt samsæri allt saman, eins og Spaugstofumenn sögðu hérna um árið. Mörg eru hollráðin í þessari bók, t.d. 

Nr. 065 Í hvað eyðirðu mestum peningum, hvernig geturðu dregið úr þeimkostnaði, án hvers geturðu komist?

Nr. 063 Taktu vasareikni með þér í búðina. 

Nr. 043 Þú getur sparað þér eldhúsrúllukaup ef þú ert með nóg af viskastykkjum og tuskum í eldhúsinu.

Nr. 014 Ekki henda stökum sokkum. Þeir eru ágætir ryk- og afþurrkunarklútar

Nr. 009 Ekki henda gamla sturtuhenginu. Það má nota það sem hlífðarplast næst þegar þú málar.

Nr. 010 Ekki henda dagatali síðasta árs. Þú getur klippt það niður og notað sem merkimiða á pakka eða skrifað aftan á það. stærri dagatöl er hægt að lakka og nota sem glasa- og diskamottur.

Nr. 130 Taktu með þér popp í bíó. Þú getur tekið með þér aukaskammt og reynt að selja næsta manni svolítið af því. GetLost       ó mæ.

Já nú verður maður bara að fara að lifa eftir þessu öllu saman. Allir að spara Halo. Algjör snilldarbók.

Hvaða heimilistækjamerki eru best, en svona venjulegt fólk ræður við að kaupa?

Yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Hvað kallar þú venjulegt fólk Addý mín (hehehe)...

Ég fer strax í að lakka dagatalið .....algjör snilld. Thíhí

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 31.3.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Gorenje, Whirlpool, AEG, Siemens, Miele (sem eru fáránlega dýr), Blomberg, Ariston...

Endaði sjálf á Siemens tækjum og Whirlpool ísskápi.  Mjög ánægð með útkomuna.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 31.3.2008 kl. 20:56

3 identicon

Við keyptum allt okkar í Fönix s.l. sumar, þeir eru með Gram og fleira. Þar ertu ekki að borga aukalega fyrir stífmálaðar afgreiðslukonur á háum hælum og flottar innréttingar í búð. Bara venjulegir kallar, ljótar hillur, enginn glæsileiki - nema auðvitað vörurnar sem eru í hæsta klassa . Getur kíkt til okkar á Háteigsveginn í leiðinni....
(Líst þrusuvel á sparnaðarráðin og er þegar farin að þurrka af eldhúsbekkjum í gríð og erg með stökum sokkum)

Marta (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Já það er nú það Heiða mín, venjulegt fólk hehe, já nú er að lakka árið 2007.

Takk Þórdís, gott að fá þessar upplýsingar.

Já Marta ég var nú að kíkja á þetta á netinu í dag, Fönix eru þetta góð merki, og hvaða merki eruð þið með ?  Gram ?   Ég sprakk hreinlega úr hlátri þegar ég sá þig fyrir mér með stakan sokk á annarri hendi, svífandi um húsið.

Þið eruð æðislegar stelpur, takk .

Arndís Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 22:51

5 identicon

Góð ráð þarna. Muna svo bara að þvo sokkinn áður en þurrkað er af með honum, hálf leiðinlegt að fá "ilmandi" táfýlu út um allt hús .

Ég er nú barasta ennþá með dagatal síðasta árs hangandi hérna á veggnum hjá mér í vinnunni, desember og mynd frá Látrabjargi blasa við mér, og borðdagatalið er líka síðan í fyrra. Árið 2008 er líka á borðdagatalinu, en kemst fyrir á einni síðu. Það er meira að segja gert grín að mér vegna þess, en ég sagðist bara vera að bjarga trjágrein einhversstaðar með því að fá mér ekki nýtt .

Dizzy, umhverfisvæn og græn

Dizzy (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 11:14

6 identicon

Jább, við erum með Gram, danskt gæðastál. Féll fyrst fyrir ís- og frystiskápunum þeirra því að þeir eru svo plein og flottir - svo enduðum við á að kaupa helluborð og ofn þar líka sem við erum mjög ánægð með.

Marta (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 18:16

7 identicon

Bara að láta vita að ég kíkti hérna inn :)  Við erum með Simens tæki í eldhúsinu- er ekki nógu ánægð með ofninn, er sennilega einhver gallagripur, blástrið er ekki að virka sem skildi;/ en mér líkaði lúkkið og er það ekki allt

Helga Bryndís (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband