Nostalgía, mig langar aftur í tímann

Munið þið eftir Jane Hellen sjampóinu og hárnæringunni? , í þríhyrndum flöskum og hálft andlit á hvoru, málið var að eiga bæði til að leggja þau saman. Við vinkonurnar vorum að reyna að rifja upp nafnið á þessu um daginn og vá hvað þetta vekur upp miklar og góðar minningar,  þessi lykt af þessum hárvörum er engri lík, vá hvað ég mundi vilja fara aftur í tímann og fá þessa lykt í hárið. Ég fékk svona saknaðarsting í magann þegar við vorum að rifja þetta upp. Svo sagði Dizzy mér frá hárvörum sem fást í Krónunni sem heita held ég Samy eða eitthvað þannig, það er eina shampóið sem kemst næst þessari lykt.  Þetta Jane Hellen shampoo fæst víst í búð í Sverige sem heitir Rusta.

85101364_l

Ég vil verða 15 ára aftur Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt kvitt, alltaf svo gaman að lesa bloggin þín Addý!  Já svei mér þá ef ég man bara ekki eftir þessu, ótrúlegt alveg og ég svona ung:) hehe....

Bið að heilsa á skagann....

Kær kveðja úr sólinni á Engjaveginum 

Sirrý (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Takk elsku Sirrý fyrir kvittið. Og takk fyrir að hafa gaman að blogginu mínu. Já þú ert svo ung en greinilega með gott minni.

Það mættu nú fleiri lesendur kvitta..................  Ef þið þorið.

Arndís Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 11:04

3 identicon

Já man eftir þessu sjampói, en mundi ekki vilja verða 15 aftur fyrir mitt litla líf

Marta (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:18

4 identicon

KVitteri kvitt...

Ég man eftir svona sjampó.. mamma keypti alltaf gult.. Ég var náttúrulega svo ung á þessum tíma að það voru aðrir sem sáu um að versla inn:)

bestu kveðjur úr zzzssólinni .. (sagt og skrifað með stút á munni...) á Akureyri

Helga Salóme (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ekki man ég eftir þessu, ég hlýt að vera miklu yngri en þið. Ég var reyndar alltaf í Wella hárnæringunni, þessari grænu með góðu lyktinni. Langar rosalega í svoleiðis!

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 17.4.2008 kl. 14:46

6 identicon

Já Jane Hellen lyktin er æææææði. Mikið svakalega var gott þegar jævlans nafnið poppaði loksins upp í hausnum á manni...... gott poppið í Drápuhlíðinni . Ég bíð bara ennþá eftir að annað nafn poppi upp í hausnum á okkur.... hver í jævlanum er þessi úr flugvélinni Addý!!!!! Viðkomandi gefi sig fram sem fyrst takk fyrir takk.

Wella Schmella Þórdís!!! Þar sem þú ert nú bara nokkrum mánuðum yngri en við þá varstu sko bara greinilega ekki með sjampótískuna á hreinu . Jane Hellen kona, JANE HELLEN!! Það var sko málið ..... og ilmurinn.... svo dásamlegur .

Hilsen

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:08

7 identicon

Held það sé ekkert undarlegt að ég muni ekki eftir þessu sjampói sem minnst er þarna á  Unglambið ég! En omygod mamma farðu að blogga  Það var æði að vera hjá ykkur um helgina, þrátt fyrir ælupestina sem smyglaði ser með norður :)

Andrea (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband