Hárið, þá má flétta í þvottasnúrur gaddavír, spagetti :)

Ég er búin að panta mér klippingu á föstudaginn kl. 15 og þarf á hjálp ykkar að halda, er búin að vera að vandræðast með hvernig ég eigi að hafa hárið, mig vantar svo ráðleggingarnar hennar Sillu, Silla ef þú lest þetta, hjálp.......Crying. Silla er sko hárgreiðslu-specialistinn minn að vestan.

Ég er búin að vera að safna í ár svona óbeint, bara Silluleysi eiginlega og hef nánast aldrei haft hárið svona sítt Grin, (sítt á minn stutta mælikvarða). Svo nú er það bara, á ég að halda áfram að safna og láta bara móta einhverja línu á það????

Svona lítur það út núna Errm   IMG_1775IMG_1782mynd nr. 1 og 2 er núna.

 

 

Mynd af AB tekin á síma 2008Mynd nr. 3  tekin í byrjun júní sl. eftir smá klippingu og þynningu.

IMG_1098Mynd nr. 4 tekin í apríl sl. á leið milli DANMARK OG SVERIGE.

IMG_0399Mynd nr. 5  tekin í mars sl. við fermingu Fríðu, Andrea er með mér.

AB-svarti kjóllMynd nr. 6 tekin í nóvember 2006.

Hún spyr mig því........hefurðu þetta strý.......hárprúður hátt sem lágt, hár dag sem nátt, á mér er hár sem hey, hvers vegna veit ég ei, það er ekki útaf aurunum, eins og hjá poppurum....elskan.......á mér er haus með hár, herðasítt hár, úfið snúið undið bundið lúið, ég vil láta lubbann lafa niðrá axlir, hingað og þangað og út um allt vil ég hafa hár...............

Stelpur munið þið................snilldar lag og texti.

Hvað á ég að gera, endilega kommentið þið og segið ykkar skoðun, persónulega finnst mér það fara mér best að hafa ekki hár fyrir eyrunum,  tell me ............   svo væri þá hægt ef ég safna að taka það frá andlitinu og vera með tagl eða klemmu að aftan. Svo er nú svo þægilegt að hafa það stutt Woundering.

Allt í gúddí að frétta hjá mér og mínum.

Heyrumst elzkurnar.

Hár-blómið á Klöpp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísbjörn

Hm, ég sem kommentaði um hárið á þér í síðustu færslu, finnst mjög töff eins og það er núna!!! En kannski erum við bara ekki með sama smekk. Mér finnst þú líta rosalega vel út á þessum myndum. Hef reyndar aldrei séð þig með svona mikið hár. Mannstu þegar þú greiddir í gosbrunn? fyrir XX mörgum árum síðan.

Annars held ég að þú dettir ofan á eitthvað geggjað, eins og þú gerir alltaf.

Heyrumst

Sóley

Ísbjörn, 14.8.2008 kl. 09:13

2 identicon

Ég þarf aðeins að hugsa þetta... mér finnst hárið á þér í nóv 2006 rosa flott en líka flott að sjá það svona sítt einu sinni. Læt þig vita. 

Ég vil það bærist í blæ, berist langt út á sæ, þvælist um borg og bæ þetta hár, lifa þar lýs, litlar og sætar mýs fær það einnig hýst, engin orð fá lýst þeirri unun og undri þess að hafa háááár.......

Ég vil það sítt. strítt, saurugt, aurugt, siðlaust, friðlaust, sléttað, fléttað, lúið, snúið, lamið, hamið, liðað, friðað, slitið, bitið, úfið bæði og undið, alfrjálst eða bundið, þvælt og bælt og þá má flétt'í þvottasnúrur, gaddavír spaghettííííí....

Hilsen

Dæs

Dizzy (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:03

3 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Jibbí, Dizzy ég beið eftir þessu, vissi að þú mundir botna lagið úr hárinu, það er þín sérgrein þessi texti.  Láttu mig vita með hárið.

Arndís Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband