14.8.2008 | 11:32
Alltaf er leið
Það sannast núna að ég er enn undir heillastjörnunni sem ég hef alltaf verið undir, hjúkk. Ég ákvað að heyra aðeins í hárspecialistanum mínum fyrir vestan og biðja hana um ráð fyrir klippingunni á morgun.
Þá hitti ég á hana þannig, að hún er að koma í borgina og ætlar að taka skærin með, jiii hvað ég er ánægð.
Þannig að nú fæ ég ráðleggingar frá ykkur og henni líka, af því hún þekkir mig og hvaða línur fara mér best.
Sóley, hvaða mynd varstu að tala um, þessa nr. 6 ??
Ég er búin að fá comment, á msn-inu bæði að ég eigi að hafa sídd í hárinu, og stutt, svo það er spurning hvað verður. Endilega segið mér plís. Fleiri atkvæði í pottinn .
Búin að afpanta klippinguna hérna po Skagen.
Og lagið mitt góða með textanum sannast nú eins og oftar: Alltaf er leið, já treystu því að þú finnir, alltaf einhverja leið, trúðu á þinn eigin mátt, því vopnið er vilji, og ég vil að þú skiljir, á endanum finnur þú farsæla leið.
Ótrúlegt að maður geti bullað svona mikið um hárið á sér, en er ekki bara gaman að þessu ?
Brúskur í potti.
Athugasemdir
Ok, sko, ég er búin að ákveða mig. Haltu síddinni núna því ég held ég hafi bara aldrei séð það svona sítt, allavega ekki í mange mange år. Silla snilli gerir örugglega eitthvað flott með þessa sídd. Ef þú fílar það svo ekki, þá er minnsta málið að klippa það stutt....... það er nefnilega dáldið erfiðara að klippa það sítt aftur ef þú lætur klippa það stutt strax hahaha .
Hilsen
Dizzy
Dizzy (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:12
Ahhha, auðvitað Dizzy, já það er alltaf hægt að klippa meira, ekki bæta við. ég er viss um að mér myndi finnast ég eins og ófiðraður hænurass ef ég myndi láta klippa það stutt. En mér er samt alltaf svo heitt með þetta hár.
Arndís Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 13:04
Hey, það er að koma haust og að kólna í veðri, þá er gott að hafa haus með hár , herðasítt hár.... þá er manni alltaf hlýtt.
Hingað sítt, þangað sítt, niðrá tær það vex og grær, svo hættir það sjálft. Ykkur skondið finnst og skrýtið er þið skikkju mína lítið, því að skikkjan mín er brilljantín borið biblíuhár. Það hár sem Jesús hafði, hallelúja hvað það lafði, mærin María styrkti strákinn sinn, því styðurðu mig ekki mamma........
Hilsen
Dæs
Dizzy (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 13:24
I love it
Arndís Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 14:10
Ég var tala um myndirnar af þér með hárið svona sítt. Ég er sammála Dísu, ekki sleppa síddinni. Klæðir þig mjög vel, af myndunum að dæma.
Kv Sóley
Ísbjörn, 14.8.2008 kl. 18:16
Sammála Dísu, það er víst ekki hægt að klippa hárið sítt aftur en alltaf hægt að stytta. Ekki það að þetta vex víst alveg nógu hratt!
Kv Þ
Þórdís Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 08:54
Sammála stelpunum haltu í síddina og Silla mun sjá um að klippa flotta línu, ekki spurning.
kveðja
Hanna M.
Hanna M. (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 20:49
Svo er hægt að nördast á netinu og sjá sjálfa sig með allskonar hárgreiðslur og klippingar, hingað sítt, þangað sítt, niðrátær...... svona næstum því, maður skráir sig bara á síðuna, setur inn mynd af sér og velur svo hverskonar hár maður vill, frekar skondið, getur verið ljóshærð, rauðhærð, síðhærð, stutthærð, með krullur eða slétt: http://www.thehairstyler.com/default.asp
Örugglega frekar fyndið.
Hilsen
Dizzy
Dizzy (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:10
Það þarf víst að borga fyrir að nota þessa síðu sem ég benti þér á, glatað. En það eru fleiri svona síður sem þarf ekki að borga fyrir, t.d. http://www.instyle.com/instyle/makeover/ og http://www.ivillage.co.uk/beauty/makeover/frontpage/
Hilsen
Dizzy
Dizzy (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.