29.8.2008 | 12:44
Meðsöngsýning Mamma Mia í kvöld
Ég var að lesa Morgunblaðið í hádeginu og sá þá að það verður haldin MEÐSÖNGSÝNING (Sing along) sýning í stóra salnum í Háskólabíói í kvöld og Selma og Hansa verða forsöngvarar.
Miiiig langar að fara............veit ekki hvort ég eigi að láta það eftir mér, ég er alltaf að keyra þessi blessuðu Hvalfjarðargöng.
Hver vill koma með mér ??????
Syngjandi blómið.
Athugasemdir
Þar sem ég er búin að vera með leiðindaflensu og óhræsis hálsbólgu og er bara rétt að losna við hana þá legg ég ekki í söng, það yrði ekki fagurt að heyra. Svo er líka ömurlegt veður sem mig langar ekki út í. Vindurinn að flýta sér aaaðeins of mikið .
Hilsen
Dizzy
Dizzy (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 17:02
Hæ hæ, fann síðuna þína aftur eftir krókaleiðum, verð að fara að breyta tenglunum á síðunni minni og setja inn fleira skemmtilegt fólk ;)
En varðandi tölvuna sem Hildur keypti, skoðaðu þá þessa linka: http://www.ejs.is/Pages/970/itemno/INSP1525%252307-CHILL og http://www1.euro.dell.com/content/products/productdetails.aspx/inspnnb_1525?c=uk&cs=ukdhs1&l=en&s=dhs þessi fyrsta á listanum. Við klikkuðum reyndar á því að myndavélin var "optional" og pöntuðum hana því óvart ekki en verðið er samt umtalsvert lægra!!
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 11:45
Lesblidnan alveg að gera út af við mig, las þetta sem meðgöngusýning!
Skildi ekki alveg djókinn!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 30.8.2008 kl. 15:41
Ha ha ha ha...... Meðgöngusýning, algjör snilld Þórdís, þetta er skrítið orð ég viðurkenni það, þess vegna notaði ég það.
Arndís Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 20:33
Anna Málfríður
Skrítið með þetta komment á síðunni þinni, þekkirðu ekki einhverja aðra Addý ? Ég skrifaði ekki þessa færslu um tölvuna. En gaman að heyra frá þér og gangi ykkur mæðgum vel úti.
Arndís Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 20:47
Ó!!!, Hmm nú þurfti ég að hugsa mikið og lengi þangað til ég mundi eftir annarri Addý :) hehe, en þarna sérðu, mér datt þú fyrst í hug :)
Núna fer ég allavega að fylgjast með hérna hjá þér svo þetta var annars bara ágætt rugl hjá mér :)
Góðar kveðjur!!
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 08:06
Hæ Addý mín, takk innilega fyrir kveðjuna á minni síðu, gaman að þú lítur við. Það er reglulega gaman að lesa skrifin þín, sérlega um grallarann þinn. Gangi ykkur vel, kv. Beta
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.