Dagbókarfærsla frá mömmu Emils í Kattholti

"Guð hjálpi mér með þennan dreng"  Eitthvað á þessa leið skrifaði mamma Emils á sínum tíma í ævintýrinu. Ég er oft að grínast með þetta og segi þetta líka. Litli drengurinn okkar fer sko sínar eigin leiðir, við erum svo búin að reyna síðan hann var pínu pons að vera ákveðin við hann og láta hann hlýða okkur, en það hefur gengið brösuglega kannski með tilliti til þess að hann er langyngstur og eini drengurinn á bænum, en hann er líka mjög hvatvís og skemmtilegur. Hann var snemma byrjaður að klifra upp á flest allt sem hann komst upp á og hræddi mömmu sína mikið, ég sagði sko oft að mér hafi kannski bara ætlað að verða bara stelpumamma því þær voru ekki svona fjörugar, en ég er heppin að fá að eignast þennan gullmola, hann hristir aðeins upp í okkur gömlu og heldur okkur ungum. Á tæpum sólarhring tókst honum að sulla í stórum polli með leðju og þar af leiðandi  að bleyta og drulla út tvenna strigaskó,stígvél,  þrenna pollagalla og fleiri fleiri fötum og sokkum, trekk í trekk, þó að það væri útskýrt og lesið yfir honum að hann mætti sko ekki fara aftur í pollinn. Sunnudagurinn endaði því hjá honum á nærbuxunum uppi í rúmi fljótlega eftir hádegi og hann grét yfir því að mega ekki fara út og leika með vinum sínum. Ég held að þarna hafi hann farið að skilja eitthvað í þessu loksins. Hjúkk, hann hlýtur að vera að þroskast, hann hefur líka dáldið lent í að vera stjórnað af einum vini sínum, sem er ekki gott. Svo benti tengdamamma okkur á það að það sem þessi kvöl hefur þurft að þola undanfarið er kannski smá skýring á þessari óþekkt sem ég hef verið að kvarta yfir upp á síðkastið.

Sko, fyrir ári síðan fluttum við í nýjan bæ og hann byrjaði á nýjum leikskóla, svo byrjuðum við að byggja og það hefur álag í för með sér.

Svo er það blokkarlífið, það var nú ekki mikið hægt að vera þar úti að leika.

Fleiri breytingar  voru afi Baldur var ekki lengur í þessu lífi í maí og er hann ekki alveg að skilja að hann komi ekki aftur, held að það hafi meiri áhrif á hann en það virðist vera.

Svo voru það flutningar ofan á allt álagið við byggingu og sorgina og ekki nóg með það að við búum í mjög litlu rými þar sem hann á ekki einu sinni dóta horn og er hann sífellt að búa sér til pláss og hús hér og þar sem hann má ekki, dótið hans er mikið ofan í kössum þar sem það er ekkert mikið pláss til að dreifa því hér.

Svo núna í ágúst þá flutti hann á nýja leikskólann sem var verið að byggja með nýju starfsfólki í bland og fleiri nýjum krökkum, (sex deilda leikskóli)

En það yndislegasta er að hann hefur getað verið mikið úti að leika hér í nýja hverfinu og á vini hér í næstu húsum sem heita: Fríða, Gylfi og Sölvi.

Þannig að nú erum við vonandi að ná tökum á þessu öllu saman Wink og skiljum hvernig í öllu liggur. 

Þvottavélin á heimilinu bilaði fyrir nokkrum dögum, en sem betur fer kom maður og skipti um kol í mótornum og er hún komin í lag, og fyrir ykkur sem munið eftir stóra snúrustaursmálinu  þá er hér komin þessi fína hringsnúra hér, en það á reyndar eftir að grafa holu til að steypa staurinn niður, jibbí. Svo komu flísarnar sem fara utan á húsið áðan, þannig að það er allt að gerast, við búin að vera að mála þakkantinn hvítan, gaman að þessu öllu.

Jæja nóg komið að kveldi 4. september 2008.

Frúin í skúrinni á snúrunni                                                                        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísbjörn

Þú ert nú bara yndislegust Addý mín. Það er svo gaman að lesa skrifin þín. Ég held að skilningur þinn á hegðun litla gullmolans sé alveg hárrétt. Mannstu eftir spjallinu okkar hér fyrir vestan í sumar? Þá vorum við að ræða akkúrat þetta. Það er kannski ekki skrýtið að hann sé að sýna hegðun sem er ólík því sem var þegar allir hlutir voru í rútínu. Ég er alveg sannfærð um að þegar umhægist hjá ykkur fer hann að vera aftur hann sjálfur, þessi yndislegi drengur sem þið eigið. Börn eru svo næm, þau finna ef eitthvað liggur í loftinu og eins og sjá má á upptalningunni þinni hér að ofan er ekki að undra að eitthvað breytist hjá litla manninum. Gangi ykkur vel með þetta allt. Ég er orðin mjög spennt að sjá slotið en ég er víst ekkert á leið á suðurhornið á næstunni svo ég verð bara að bíða spennt áfram.

Kv Sóley Vet

Ísbjörn, 5.9.2008 kl. 09:05

2 identicon

Hæ hæ Addý mín litli prinsinn á alveg örugglega eftir að jafna sig og verða litli íþróttaálfurinn af urðarveginum aftur :O) Af okkur er allt gott að frétta litli prinsinn minn er byrjaður á leikskóla og gengur bara vel :O) held að þetta sé ekki síður erfitt bara fyrir mömmuna en hann.  Gaman að lesa um að allt sé komið á skrið aftur í húsinu, gangi ykkur vel með framhaldið.

Risaknús til þín og þinna

vinarkveðja  Hanna M.

Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 10:23

3 identicon

Drengurinn á greinilega allt of mikið af pollagöllum...

Marta (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband