Tónlist í blóðinu

Hjá mér er tónlist lífið, ég þrífst ekki nema hafa tónlist, ég er með sérvalda tónlist í bílnum, í vinnunni hlusta ég á www.tonlist.is  vel mér lagalista og spila öll uppáhalds íslensku lögin mín samhliða vinnunni og ef það er álag í tölvuskráningu hjá mér vinn ég best við ákveðin lagalista. Heima reyni ég svo að hlusta á tónlist eins oft og færi gefst og þegar ég fer út í göngutúr er það tónlistin sem keyrir mig áfram. Ég verð bensínlaus ef ég hef ekki tónlist. Svo hef ég auðvitað verið að syngja, en ekki mikið undanfarið.

Mig hefur lengi dreymt um að vera með svona umfjöllun um lög hér á bloggsíðunni minni eins og t.d. lag dagsins eða vikunnar, eða texti, eða flytjandi. Ég spái í þetta og á örugglega eftir að drífa í því fljótlega.

Man einhver eftir þessum goðum sem ég dýrkaði?

modern_talking

Modern Talking þessar elskur  Thomas Anders, Dieter Bohlen.

Og svona breyttust þeir og litu út 2003:

B0000A01NK.01.LZZZZZZZ

Sætir samt.

Tónlistarfíflið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

OMG! Þú slærð öll met núna! Modern Talking maður lifandi, var alveg búin að gleyma þeim. Fannst þeir glataðir. Var meira fyrir Duran Duran og A-ha.

En mér þykir þetta drepfyndið alveg! Takk fyrir mig!

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 13.9.2008 kl. 18:59

2 Smámynd: Ísbjörn

Hvort ég man. Eina tímabil ævi okkar, (þ.e. sl 32 ár) sem við áttum ekki samleið. Það var ekki nokkur leið að hlusta á þessa tónlist sem þú hlustaðir á T.d. Paul Young?  En svo heyri ég eitt og eitt lag sem var í miklu uppáhaldi hjá þér og fæ næstum svona sæluhroll því það minnir mig svo á þig. Ekki var ég meira fyrir Duran eða Wham, eins og Þórdís, né allt þetta bleika og fína sem fylgdi. Not my style.

Áfram Bowie, Frankie, Billy Idol, Queen, o.s.frv.

Kv Sóley

Ísbjörn, 13.9.2008 kl. 23:58

3 identicon

Man ? Ójá er enn að hlusta á þá..síðast á laugardaginn=0)

Rúnar var þá að rúnta með spúsuna sína og spilaði auðv.klassíska tímalausa músik. Þeir eru sko bara ennþá sætari í dag en þá ;)

Ingibjörg Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:36

4 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Dóh, Inga hvað það var gaman að rúnta með Rúnari í eighties bílnum, þegar maður hefur þurft að taka taxa. Skilaðu kveðju til hans. Og takk fyrir að commenta hjá mér. Við kunnum sko að meta þá þó þeir eldist., sko Modern Talking og líka mennina okkar að sjálfsögðu, en við eldumst ekkert .

Arndís Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband