Kan jeg stole po dig

Vá, ég ætla að kaupa borðstofuborð þegar ég flyt inn í dýrðina, því ég á ekki borð (borðið okkar skemmdist í flutningi og brotnaði að hluta núna í júní), ég er búin að finna draumaborðið og svo er útsala á stólum á sama stað og ég er heit fyrir því að skella mér á stóla líka, það er nú ekki eins og við eigum einhverjar  mublur, fólk er hissa á hvað búslóðin okkar rúmast vel í bílskúrnum með okkur, enda eru það bara tveir sófar og kassar og dót.

Hvað finnst þér?

Hér er borðið  http://egodekor.is/item.php?iditem=48

Svo eru það stólarnir, þeir verða með ljósum fótum.

Stóll 1:   http://egodekor.is/item.php?iditem=312

Stóll 2:  er að spá í ljósan svona http://egodekor.is/item.php?iditem=320  eða á ég að fá mér    brúnan ?

Stóll 3: http://egodekor.is/item.php?iditem=101

Snilldar búð.

Mér finnst stóll nr. 1 mjög flottur en ég er eitthvað smeyk við að fá leið á tölunumUndecided

Hvað finnst þér ?  Kostir og gallar ?

 

Brjálaða Bína Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Addý

mér finnst þetta rosalega folott borð, og´mér finnst stóll númer 1 flottastur

kv Hrafnhildur

Hrafnhildur vinkona (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Takk Hrafnhildur mín

Gott að heyra þitt álit og við höfum sama góða smekkinn greinilega.

Arndís Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 13:37

3 identicon

Hæ Addý...vááá hvað þetta er flott passar örugglega vel í nýja húsið..þessi hvíti ekki spurning=0)

Ingibjörg Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 14:29

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Borðið finnst mér GEÐVEIKT!! Get ekki gert upp á milli stólanna. Þessi fyrsti er við borðið á myndinni og tekur sig vel út. Ég er svo aftur mjög hrifin af númer tvö. Og þrjú!

= borðið flott, ég myndi taka stól nr 1... eða 2... eða kannski þrjú! 

Þ (þessi ákveðna)

Þórdís Einarsdóttir, 11.9.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Hvaða hvíti Ingibjörg mín ? Nr. 1  ?

Já þetta getur verið erfitt að ákveða stúlkur mínar.

Arndís Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 22:31

6 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Vá hvað gestirnir á síðunni minni eru margir í dag, nú þegar kl. er 22:36 að kveldi eru 42 gestir búnir að líta við, en gaman, yfirleitt eru þeir ekki nema svona 16-20. Hvernig væri að koma út úr skápnum og kvitta ?

Arndís Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 22:37

7 identicon

Kvitt ...

Og takk fyrir síðast þó stutt væri. Er allavega búin að kíkja á húsið !!

Gréta (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 23:16

8 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Sömuleiðis Gréta mín, það var æðislegt að sjá ykkur aðeins.

Arndís Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 09:03

9 identicon

Stóll númer 3 fær mitt atkvæði (ef ég á eitthvað :))

Marta (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 09:31

10 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Ha ha ha,  já Marta takk, atkvæði móttekið .

Arndís Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 09:48

11 identicon

Mér finnst stólarnir sem þú lést taka frá flottir og þeir voru góðir til setu  (stólar nr. 2 í hvítu sem sagt). En spurningin um hvíta eða brúna! Ég er að reyna að sjá fyrir mér hvernig stofan og eldhúsið verða með húsgögnum. Þið eruð með brúnt sófasett þannig að brúnir stólar myndu tóna vel við það (já ég er búin að horfa of mikið á Innlit útlit haha). Hvítu stólarnir eru bjartari. Sjæse... það er erfitt að ákveða þetta. Kannski er reyna að sjá fyrir sér heildarútlitið og ákveða eftir því. Mér finnst báðir litir fínir. Engin hjálp í mér sem sagt .

Hilsen

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:03

12 identicon

Hæ Addý Freyja systir á svona borð það er æðislegt þægilegt engnir fætur að þvælast fyrir.   mér finnst stóll númer eitt flottastur (held að hennar sé alveg eins bara dökk brúnn með ljósum fótum) ferlega smart. 

kveðja

Hanna M.

Hanna M. (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:28

13 identicon

Sorrrý það eru ekki tölur hjá henni.  Mér finnst reyndar stóll númer tvö ferlega praktískur líka :O)) (skoðaði myndirnar aftur ) he,he

kv. HMÓ

Hanna M. (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:33

14 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Takk, allar frábæru vinkonurnar mínar , ég ætla að halda mig við ljósa stóla og hafa þá slétta, engar krúsídúllur til að fá leið á.

Arndís Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 11:14

15 identicon

Sorrý ....númer 1 að sjálfsögðu.. og ég skal játa að ég gleymi að kvitta fyrir þegar að ég kíki á þig Addý mín..sem ég geri alveg reglulega..

Kv Inga

Inga (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 13:07

16 identicon

Ohh.. tapaði ég semsagt?

Marta (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband