12.9.2008 | 12:04
Á hjólum
Barnavagnatíska er eitthvað sem mér finnst gaman að fylgjast með, ef ég væri með nýfætt barn og væri hrikalega efnuð (glætan spætan) þá mundi ég örugglega eiga svona fjóra vagna og fjórar kerrur. Þessi áhugi minn á þessum farartækjum er held ég meðfæddur, ég t.a.m. settist fyrst undir stýri og ók nærri því niður litlu bröttu Urðarvegsbrekkuna á milli tveggja og þriggja ára aldurs. Svo þegar mamma fór að kaupa stundum pöntunarlistana eins og Quelle og Freemans þá voru einu síðurnar sem ég lá í að skoða voru síðurnar með barnavögnunum og kerrunum. Þannig að snemma beygist krókurinn og ég elska bíla og barnavagna. Skrítin skrúfa ég.
Ég á núna einn vagn sem er orðinn bráðum 18 ára gamall og er hann í upprunalegum kassa og er tekinn upp og bónaður reglulega. Þetta er hann:
Svo á ég þessa kerru líka:
Og líka þessa:
Ég ætla að geyma þetta allt saman á meðan ég hef pláss.
Skrítna skagastúlkan
Athugasemdir
Þetta á eftir að koma að góðum notum þegar barnabörnin fara að koma í heimsókn , vona að það verði nú ekki alveg á næstunni samt. Ætla nú ekki að fara að hanga með einhverri ömmu get ég sagt þér hahahah .
Hilsen
Dizzy
Dizzy (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 13:43
Hahaha, já glætan að þú látir sjá þig með svona gömlum konum. En þegar barnabörnin koma eftir mörg ár vonandi þá koma þau í antik-vagninn og kerrurnar hjá ö-Addý, frekar lummó. Nema að Addý verði þá tilbúin að endurnýja þá árgerð af vagni svona upp á grínið. Sko Simo eða Brio 2015.
Arndís Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 14:41
Jesús stelpur mínar, voða eruð þið smart að ræða barneignir mínar á netinu hahah, nei segi svona. En þegar að þessu kemur verður Silfurkrossinn orðin svo antík að ég fæ örugglega nokkrar millur fyrir að láta sjá mig með hann ;)
Mamma þú ert æði :) Love you :*
andrea (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 23:10
Mannstu eftir bleiku kerrunni sem þú áttir? Hún er enn í notkun, næstum á hverjum degi, á Eyrarskjóli.
Kv Sóley
Ísbjörn, 13.9.2008 kl. 23:53
Ójá, ég man sko eftir þeirri draumakerru af gerðinni Simo 1989-1990, hún skipar alltaf stóran sess hjá mér, ég var einmitt að reyna að finna mynd af svoleiðis kerru á netinu , en fann ekki.
Arndís Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.