Helgarlok

Þessi helgi var bara fín, frumburðurinn okkar kom fljúgandi á miðvikudag og fer vestur á morgun, gaman að hafa hana í heimsókn. Við vorum rosalega dugleg um helgina, settum upp í loftin á tveimur herbergjum, og þá er hægt að klára að sparsla og svo er það málning og svo parket og skápar, svo ráðumst við inn. Við erum að gera þetta allt sjálf og berjum okkur á brjóst í tíma og ótíma og segjum: Við getum þetta Happy.

Við prófuðum að halda smá jól í bílskúrnum í kvöld,  húsbóndinn eldaði jólamat fyrir frumburðinn og okkur hin, en mikið sakna ég uppþvottavélarinnar, vá hvað var mikið að vaska upp eftir 5 manns og potta og pönnur eftir jólamatseldina. Við vonum að við verðum komin í stærra rými þegar alvöru jólin skella á. Ég er mikið jólabarn og finnst aðventan og allt það yndislegur tími. Spurning hvenær maður nái að skrifa á jólakortin, þarf að fara að gefa því tíma á milli málningarumferða.

santa

Heyrumzt síðar.

Bjartsýna blómið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er alltaf gaman að kíkja, bestu kveðjur og gangi ykkur vel með húsið.

Gabríela (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband